Frétt: Sameiginleg yfirlýsing þriggja breskra stofnana

Í dag, 24 nóvember, gáfu þrjár stærstu rannsóknarstofnanirnar á Bretlandseyjum út sameiginlega yfirlýsingu til þeirra sem eru að fara að funda um loftslagsmál í Kaupmannahöfn. Það eru Met Office (Breska Veðurstofan), The Royal Society (Konunglega Vísindaakademían) og Natural Environment Research Council (Náttúru- og umhverfisrannsóknastofnun Bretlands).

Stutt samantekt yfirlýsingarinnar er svona:

The 2007 IPCC Assessment, the most comprehensive and respected analysis of climate change to date, states clearly that without substantial global reductions of greenhouse gas emissions we can likely expect a world of increasing droughts, floods and species loss, of rising seas and displaced human populations. However even since the 2007 IPCC Assessment the evidence for dangerous, long-term and potentially irreversible climate change has strengthened. The scientific evidence which underpins calls for action at Copenhagen is very strong. Without co-ordinated international action on greenhouse gas emissions, the impacts on climate and civilisation could be severe.

Í lauslegri þýðingu er hún svona:

Samantekt IPCC frá árinu 2007, sem er yfirgripsmesta og virtasta greining á loftslagsbreytingum til þessa, segir greinilega að án minnkunar á hnattrænni losun gróðurhúsalofttegunda sé hægt að búast við að jörðin verði fyrir meiri þurrkum, flóðum og útdauða dýrategunda, hækkandi sjávarstöðu og fjöldafólksfluttningum. Frá því samantektin kom út, þá hafa vísbendingar aukist um að hættulegar langtíma og óafturkræfar loftslagsbreytingar geti orðið. Þessar vísindalegu vísbendingar undirstrika kröfur um aðgerðir í Kaupmannahöfn. Án sameiginlegra alþjóðlegra aðgerða við minnkandi losun gróðurhúsalofttegunda, þá geta áhrif á loftslag og þjóðfélög orðið mikil.  

Aðrir punktar í yfirlýsingunni eru meðal annars að frá því að IPCC samantektin árið 2007 kom út, þá hafa vísindamenn komist að eftirtöldu:

  • Koldíoxíð hefur haldið áfram að aukast í andrúmsloftinu, auk þess sem magn metans hefur aftur byrjað að aukast eftir nærri áratugs jafnvægi
  • Áratugurinn 2000-2009 er hlýrri að meðaltali en nokkur annar áratugur síðastliðin 150 ár
  • Breytingar í úrkomu (minnkun úrkomu í heittempraða beltinu og aukning á hærri breiddargráðum) hefur verið við efri mörk spáa loftslagslíkana
  • Lágmarksútbreiðsla hafíss á Norðurskautinu minnkaði skyndilega 2007 og 2008, sem leiðir af sér að hafísinn er mun viðkvæmari en áður var talið
  • Auknar vísbendingar eru um áframhaldandi og hraðari sjávarstöðubreytingar

Auk þess er búist við því að áhrifin verði þannig að náttúrulegur breytileiki magnist upp – þannig að staðbundin áhrif verði verri. Ár hvert aukast vísbendingar um að veðratengdir atburðir séu að aukast vegna hlýnunar jarðar og það sé þegar farið að hafa áhrif á samfélög og vistkerfi. Sem dæmi er nefnt:

  • Á Bretlandseyjum hefur dagsúrkoma aukist með afleiðingum líkt og gerðist sumarið 2007, en þá urðu mikil flóð
  • Aukning á sumarhitabylgjum eins og gerðist sumarið 2003 í Evrópu
  • Um alla jörð hefur öfgaveðrum fjölgað, með meira tjóni en þekkst hefur á samfélög og innviði þess. Í ár hafa orðið óvenju sterkir fellibylir í Suðaustur Asíu og þótt ekki sé óyggjandi hægt að tengja það við loftslagsbreytingar, þá sýnir það greinilega viðkvæmni samfélaga þegar slíkir atburðir verða
  • Sjávarstaða hækkar og hefur aukið á hættu fyrir samfélög eins og í Bangladesh, Maldives og fleiri eyjaríki
  • Viðvarandi þurrkar hafa orðið, sem aukið hafa á vatnsskort og vandræði við fæðuöflun, auk þess sem skógareldar hafa aukist á svæðum þar sem búist hefur verið við minnkandi úrkomu, t.d. í Suðvestur Ástralíu og við Miðjarðarhafið

Yfirlýsinguna má lesa í heild hér: Climate science statement from the Met Office, NERC and the Royal Society

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál