COP15: Loftslagsráðstefnan í Kaupmannahöfn

cop15_logo_b_mÁ mánudag byrjar loftslagsráðstefnan COP15 í Kaupmannahöfn. Ritstjórn Loftslag.is ætlar að fylgjast með framvindu hennar hér á þessum síðum á meðan á henni stendur. Þetta verður bæði í stuttum pistlum og hugsanlega einhverjum nánari fréttaskýringum ef okkur þykir það eiga við. Nú þegar höfum við sett inn tvær færslur þar sem rætt er i stuttu máli um ráðstefnuna og svo vangaveltur um lykilatriði fundarins. Í tenglalínunni hér að ofan má nú sjá COP15 tengil, þar munu allar færslur sem fjalla á einhvern hátt um COP15 vera staðsettar. Það eru ýmsar síður sem hægt er að mæla með fyrir þá sem vilja byrja að fræðast um COP15, má þar helst nefna heimasíðu ráðstefnunnar sem er góður staður til að byrja á og einnig er Guardian með ágæta umfjöllun og fréttir af ráðstefnunni. Lesendum er velkomið að benda á hluti sem þeim þykja fréttnæmir eða góða umfjöllun annarsstaðar frá.

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.