COP15: Kröfur og væntingar þjóða

Það er mikill munur á væntingum og kröfum einstakra þjóða og samtaka þjóða til þeirra samninga sem reynt er að ná um loftslagsmál í Kaupmannahöfn. Sjá helstu áherslur varðandi hugsanlega samningagerð fyrir nokkrar helstu þjóðirnar í eftirfarandi yfirliti.

Kína

541px-People's_Republic_of_China_(orthographic_projection).svg

Hvað er í húfi

  • Vilja minnka losun CO2 miðað við hverja þjóðarframleiðslueiningu um 40-45% fyrir 2020 miðað við 2005 (þetta svarar til u.þ.b. 10% minni losun, en ef þeir gerðu ekkert).
  • Krefjast þess að ríkari lönd minnki losun gróðurhúsalofttegunda um 40% undir 1990 stigið, fyrir árið 2020
  • Krefjast þess að ríkari lönd borgi 1% af þjóðarframleiðslu sinni til að hjálpa öðrum löndum við að takast á við loftslagsbreytingar
  • Krefjast þess að vestræn lönd þrói tækni sem getur minnkað losun CO2

Staðreyndir

  • Mesta losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu (20% af losuninni)
  • Númer 30 á heimsvísu þegar losun er mæld á hvern íbúa
  • Þjóðarframleiðsla 2008 = 4,3 triljónir dollara
  • Losun gróðurhúsalofttegunda á hverja miljón af þjóðarframleiðslu = 1.152 tonn
  • Kyoto bókunin: Undirskrifuð sem þróunarland, án krafna um að minnka losun

BNA

541px-United_States_(orthographic_projection).svg

Hvað er í húfi

  • Vilja minnka losun um 17% undir 2005 losunina fyrir 2020 – þetta svarar til u.þ.b. 4% undir 1990 losunina
  • Eru á móti samkomulagi sem, eins og Kyoto, leggur alþjóðlegar skuldbindingar á þjóðir
  • Krefjast þess að Kína, Indland, Suður-Afríka og Brasilía eigi að koma með skuldbindingar um að stoppa vöxtinn í sinni losun
  • Hið nýja lagafrumvarp um loftslagsmál hefur fengið samþykki fulltrúadeildarinnar, en það á enn eftir að taka málið fyrir í öldungadeildinni

Staðreyndir

  • Næst mesta losun gróðurhúsalofttegunda (15% af losuninni)
  • Númer 5 á heimsvísu þegar losun er mæld á hvern íbúa
  • Þjóðarframleiðsla = 14,2 triljónir dollara
  • Losun gróðurhúsalofttegunda á hverja miljón af þjóðarframleiðslu = 441 tonn
  • Kyoto bókunin: Skrifað undir, en ekki staðfest

ESB

541px-Locator_European_Union.svg

Hvað er í húfi

  • Hefur markmið um það að vera í leiðtogahlutverkinu á ráðstefnunni í Kaupmannahöfn
  • Vilja minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 20% undir 1990 losunina fyrir 2020 eða 30% ef aðrar stærri losunar þjóðir verða með
  • Vilja að ríku þjóðirnar minnki losun gróðurhúsalofttegunda um 80-95% fyrir árið 2050
  • Vilja að fátækari þjóðir minnki vöxtinn í losun gróðurhúsalofttegund
  • Eiga von á því að kostnaður verði um 150 miljarðar dollara á ári 2020, þar af borgi ESB 7-22 miljarða

Staðreyndir

  • Númer 3 í losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu (11,8% af losuninni)
  • Númer 17 á heimsvísu þegar losun er mæld á hvern íbúa
  • Þjóðarframleiðsla = 18,3 triljónir dollara
  • Losun gróðurhúsalofttegunda á hverja miljón af þjóðarframleiðslu = 315 tonn
  • Kyoto bókunin: Skrifað undir, skuldbundið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 8% undir 1990 losuninni, fyrir 2008-2012

Indland

541px-India_(orthographic_projection).svg

Hvað er í húfi

  • Vilja minnka losun CO2 miðað við þjóðarframleiðslu um 20-25% fyrir árið 2020 miðað við 2005
  • Hafna sjálfir að bindast alþjólegum skulbindingum um minnkandi losun, en vilja að ríkari löndin geri það
  • Segja að loftslagsbreytingar séu ríkari löndum að kenna og bendir á þann stóra mun sem er í losun á hvern íbúa
  • Krefjast þess að ríkari þjóðir dragi úr sinni losun um 40% fyrir árið 2020
  • Eru á móti markmiðum um að minnka CO2 losun á heimsvísu um helming fyrir 2050

Staðreyndir

  • Númer 6 í losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu (5% af losuninni)
  • Númer 66 á heimsvísu þegar losun er mæld á hvern íbúa
  • Þjóðarframleiðsla = 1,2 triljónir dollara
  • Losun gróðurhúsalofttegunda á hverja miljón af þjóðarframleiðslu = 655 tonn
  • Kyoto bókunin: Undirskrifuð sem þróunarland, án krafna um að minnka losun

Japan

536px-Japan_(orthographic_projection).svg

Hvað er í húfi

  • Vilja minnka losun CO2 um 25% fyrir árið 2020 miðað við 1990, ef önnur ríki fylgja þeim að
  • Það hefur það í för með sér að losun þarf að minnka um 30% á 10 árum og það er mótstaða við það í iðnaðargeira landsins
  • Med hinu svokallaða “Hatoyama frumkvæði” hefur Japan sett fram áætlun um að auka fjárhags- og tækni aðstoð til þróunarlandanna
  • Styður hugmyndir um að hvert land setji sín takmörk um minnkun á losun CO2

Staðreyndir

  • Númer 7 í losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu (3,3% af losuninni)
  • Númer 15 á heimsvísu þegar losun er mæld á hvern íbúa
  • Þjóðarframleiðsla = 4,9 triljónir dollara
  • Losun gróðurhúsalofttegunda á hverja miljón af þjóðarframleiðslu = 301 tonn
  • Kyoto bókunin: Skrifað undir, skuldbundið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 6% undir 1990 losuninni, fyrir meðaltal áranna 2008-2012

Samtök Afríkuþjóða

541px-Africa_(orthographic_projection).svg

– Samtök 52 afrískra þjóða

Hvað er í húfi

  • Vilja eins og Kína að ríkari löndin skuldbindi sig með alþjólegum samningum til að minnka losun um 40% fyrir árið 2020, miðað við 1990
  • Telur að 20-30% minnkun komi ekki til greina
  • Vilja að 0,5% af þjóðarframleiðslu ríkari landanna fari í að hjálpa þróunarlöndunum við að taka á loftslagsbreytingum
  • Ríkari lönd eigi að borga 67 miljarð dollara á ári í aðstoð og bætur til afrískra þjóða
  • Hóta að yfirgefa samningaviðræðurnar, ef ekki verður komið til móts við kröfur þeirra

Staðreyndir

  • Löndin í samtökum Afríkulanda, losa 8,1% af heildarlosun á heimsvísu
  • Losun á hvern íbúa á ári er 4 tonn af CO2
  • Þjóðarframleiðsla 2008 = 34 miljarðar dollara
  • Losun gróðurhúsalofttegunda á hverja miljón af þjóðarframleiðslu = 1.361 tonn
  • Kyoto bókunin: Undirskrifuð sem þróunarland, án krafna um að minnka losun

Ríkin við Persaflóa

623px-Persian_Gulf_Arab_States_english

– Bahrain, Kuwait, Oman, Qatar, Sádí Arabía, Sameinuðu arabísku furstadæmin

Hvað er í húfi

  • OPEC (samtök olíuútflutningslanda) og Sádí Arabía krefjast fjárhagslegs stuðnings til olíuútflytjenda, ef nýr samningur hefur í för með sér minni notkun jarðefna eldsneytis
  • Vilja samning sem ýtir undir notkun CCS-tækni, sem getur minnkað losun gróðurhúsalofttegunda (carbon capture and storage = CO2 er dælt í jörðina aftur)
  • Árið 2007 settu OPEC löndin 750 miljón dollara í að fjármagna rannsóknir á loftslagsbreytingum
  • Katar og Abu Dhabi hafa gert miklar fjárfestingar í hreinni orkutækni (þ.e. t.d. sólarorku, safna saman CO2 og geyma, kjarnorku og vindorku)

Staðreyndir

  • Ríkin við Persaflóa, losa 2,3% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu
  • Losun á hvern íbúa á ári er 25 tonn af CO2
  • Þjóðarframleiðsla 2008 = 468 miljarðar dollara
  • Losun gróðurhúsalofttegunda á hverja miljón af þjóðarframleiðslu = 875 tonn
  • Kyoto bókunin: Undirskrifuð sem þróunarland, án krafna um að minnka losun

Samtök smárra eyríkja

800px-AOSIS_members

AOSIS – Samtök smárra eyríkja (samanstendur af 42 samfélögum eyríkja og lágtliggjandi strandþjóða sem stendur ógn af loftslagsbreytingum)

Hvað er í húfi

  • Telja að hækkandi sjávarborð sé ógn við samfélög þeirra
  • Krefjast þess að hnattrænni hlýnun verði haldið undir 1,5°C
  • Vilja að styrkur koldíoxíðs í andrúmsloftinu verði aftur 350 ppm, þar sem hættan á hitastigshækkun eykst, því meira CO2 sem er í andrúmsloftinu
  • Vilja að losun CO2 á heimsvísu nái hámarki árið 2015, og eftir það falla um 85% fyrir 2050 miðað við 1990
  • Krefjast minnst 1% af þjóðarframleiðslu ríkari landa til að vinna á móti þeim skaða sem loftslagsbreytingar geta valdið

Staðreyndir

  • Samtök smárra eyríkja, losa 0,6% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu
  • Losun á hvern íbúa á ári er 4 tonn af CO2
  • Þjóðarframleiðsla 2008 = 46 miljarðar dollara
  • Losun gróðurhúsalofttegunda á hverja miljón af þjóðarframleiðslu = 551 tonn
  • Kyoto bókunin: Undirskrifuð sem þróunarland, án krafna um að minnka losun

_______________________________________________________________________________________

Okkar helsta heimild er heimasíða dr.dk, en þeir unnu sínar upplýsingar út frá ýmsum heimildum, eins og t.d.; BBC, Potsdam Institute for Climate Impact Research and the World Bank. Myndir eru fengnar af Wikipedia.com

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.