Í dag birtum við færslu hér á Loftslag.is, þar sem farið var í gegnum helstu væntingar og kröfur þjóðanna til loftslagssamninganna í Kaupmannahöfn. Þar má sjá að það eru mörg ólík sjónarmið sem þarf að hafa í huga áður en hugsanlegum samningum er náð. Það er misjöfn nálgun á hversu bindandi samningurinn eigi að vera. Sum lönd, eins og t.d. Japan, styðja þá hugmynd að hvert land setji sér eigin takmörk um losun. Annað atriði sem mun verða hindrun er að finna flöt á því hvaða viðmiðunarár á að miða losunina við, sum lönd miða við 1990 og önnur lönd við 2005. Nokkur ríki styðja lægri markmið varðandi hitastigshækkun, þ.e. 1,5 gráðu markið í stað 2 gráður. Þar er fyrst og fremst verið að tala um eyríki og önnur lönd sem eru viðkvæm fyrir sjávarstöðubreytingum. Sjá nánar “Kröfur og væntingar þjóða”
Helstu atriði 5. dags loftslagsráðstefnunnar, af dr.dk:
1. Fyrstu drög að loftslagssamningi
Í dag komu fyrstu opinberu drögin að loftslagssamningi fram. Þetta átta síðna langa skjal slær því föstu að draga á úr losun CO2 á heimsvísu um 50% fyrir árið 2050. Þar er einnig lagt til að ríkari þjóðir eigi að draga úr CO2 losun um 25-40% fyrir árið 2020, miðað við 1990. Einnig eru bæði markmiðin, þ.e. 1,5 og 2°C hámarks hækkun hitastigs á heimsvísu. Það eru einkum eyríkin, sem hafa þrýst á lægra markið í endanlega samninginn.
2. ESB miljarðar til þróunarlanda
ESB lagði á borðið hversu há fjárhæð, til skamms tíma, kemur til með að ganga til fátækari landa, svo þau geti komið í veg fyrir að hitastig á heimsvísu hækki of mikið. Evrópa mun leggja u.þ.b. 7,2 miljarða evra til verkefnissins á árunum, 2010, 2011 og 2012. Peningarnir eiga fyrst og fremst að ganga til þeirra landa í þriðjaheiminum, sem munu lenda verst í afleiðingum loftslagsbreytinga og eiga erfitt með að leggja til framlag. Peningarnir frá ESB svara til u.þ.b. fjórðungs af þeirri upphæð sem talin er vera nauðsynleg í alþjóðleg framlög vegna loftslagsmála í þrjú ár frá árinu 2010. Bandaríkjamenn hafa ekki lagt tölur á borðið varðandi sitt framlag. Það hefur þó komið fram að þróunarlöndunum finnist þessi upphæð of lág og hafa í raun vísað tillögunni á bug.
3. Fyrstu mótmælin
Á degi fimm á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn, fóru fyrstu mótmælin fram á ýmsum stöðum í borginni. Það kom til stöku árekstra á milli mótmælanda og lögreglu. Í byrjun kvölds var búið að handtaka 75 persónur í sambandi við mótmælin. Flestar handtökurnar voru gerðar samkvæmt lögreglulögunum, þ.e.a.s. fyrirbyggjandi. Sex persónur munu væntanlega yfirheyrslu á laugardag, þar sem þær verða hugsanlega kærð fyrir spellvirki eða tilraun til þess. Handtökurnar áttu sér fyrst og fremst stað í miðbænum, og fóru samkvæmt lögreglu fram án átaka.
Myndband með aðalatriðum dagsins frá COP15 á YouTube, má sjá hér. Þarna er fyrst og fremst verið að ræða fjárframlög til næstu þriggja ára.
Eldri yfirlit:
- Dagur 1 – Bætur, áskoranir og grátur
- Dagur 2 – Leki, framlög, bið og barátta
- Dagur 3 – Uppnám, þrýstingur og titringur
- Dagur 4 – Eyríki, varagjaldeyrisforði og samstaða
Leave a Reply