COP15: Vinnuhópar, stjórnmálaleiðtogar og 48 tímar

connie_hedegaard_238pxLeiðtogar ýmissa landa streyma nú til Kaupmannahafnar. Í kvöld er opinber athöfn þar sem lokaáfangi ráðstefnunnar er formlega settur. Þetta er sá áfangi þar sem stjórnmálaleiðtogar landanna koma saman og reyna að ná saman um lokaatriði samninganna. Það eru ýmis óleyst mál og aðeins um 48 tímar til að leysa úr þeim. Það hefur mætt mikið á Connie Hedegaard (sjá mynd) formanni ráðstefnunnar á síðustu dögum og ljóst þykir að næstu 2-3 sólarhringar munu einnig verða áskorun fyrir hana. Hún hefur lagt áherslu á mikilvægi þess að ná samkomulagi í Kaupmannahöfn. Viðræðurnar eru nú að fara yfir á hið pólitíska stig, þar sem endanlegar ákvarðanir verða teknar, ef samkomulag næst.

Helstu atriði 9. dags loftslagsráðstefnunnar, af dr.dk:

1. Vinnuhópar vinna að því að ljúka vinnunni

Í dag hefur farið fram vinna í vinnuhópum, þar sem áhersla hefur verið lögð á að ná saman tillögum að samkomulagi. Þessar tillögur á að leggja fyrir formann ráðstefnunnar, Connie Hedegaard, seinna í kvöld. Samkvæmt Thomas Falbe, fréttaritara dr.dk, þá er ekki margt sem lekur út um það sem rætt er í hópunum. Það eru þó misjöfn stemning í vinnuhópunum. Í augnablikinu (þ.e. við lok vinnudags í Danmörku) var almennt jákvæð stemning í hópunum, einnig meðal afrísku landanna, sem hafa í augnablikinu trú á að hægt verði að ná samkomulagi.

2. Stjórnmálaleiðtogar taka yfir

Klukkan 17 í dag, opnaði Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra, það sem hefur verið kallað hástigsumræðurnar (d. højniveau-forhandlingerne), við opinbera athöfn, þar sem m.a. Friðrik Krónprins var viðstaddur. Nú er komið að þeim hluta viðræðnanna, þar sem ráðherrar, forsætisráðherrar og aðrir þjóðarleiðtogar setjast við borðið, til að reyna að ná pólitísku samkomulagi og embættismennirnir stíga úr kastljósinu.

3. 48 tímar eftir

Síðast en ekki síst hefur dagurinn einkennst af því að það eru aðeins 48 tímar eftir, þar til lausn þarf að liggja fyrir. Connie Hedegaard hefur einnig lagt áherslu á þá staðreynd. Samkvæmt fréttarita dr.dk, Thomas Falbe, þá eru eftirtalin atriði fimm mikilvægustu málefnin sem hún þarf að fá fundarmenn til að ná saman um á næstu 48 tímum.

  1. Hversu mikil eiga losunarmarkmið ríku landanna á CO2 að vera?
  2. Hvernig eiga þróunarþjóðirnar að takmarka aukningu í losun CO2?
  3. Hvernig er hægt að tryggja fjármögnun varðandi kostnað vegna loftslagsbreytinga til lengri tíma?
  4. Er hægt að setja á alþjóðleg gjöld á eldsneyti á skip?
  5. Hvernig er hægt að hafa eftirlitskerfið varðandi losun á CO2 fyrir öll löndin?

Myndband með aðalatriðum 8. dagsins samkvæmt COP15 á YouTube, má sjá hér.

Eldri yfirlit og ítarefni:

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.