Þetta myndband er frá Potholer54, er það síðasta frá honum um loftslagsbreytingar af því efni sem er á síðunni hans núna. Ef meira bætist við síðar munum við að sjálfsögðu skoða að skella því inn. Við erum núna að vinna í yfirlit um helstu atriði 2009 í loftslagsfræðunum ásamt fleiru sem birtast mun á næstu dögum.
Í þessu myndbandi Potholer54 skoðar hann m.a. hvað það er sem veldur loftslagsbreytingum, hvaða þættir hafa áhrif á hitastig, eins og t.d. sólin, gróðurhúsalofttegundir og aðrir þættir. Hann útskýrir m.a. hvað hefur valdið loftslagsbreytingum fyrri tíma, sem einnig er hægt að skoða nánar á tenglinum hér að framan. Öll myndbönd Potholer54 sem við höfum birt hér á síðunni má nálgast hér.
Leave a Reply