Nú er komið að lokum fyrstu skoðanakönnunarinnar, sem hefur verið í loftinu á Loftslag.is síðan hún opnaði, þann 19. september síðast liðinn. Þetta er ekki vísindaleg könnun og væntanlega er hægt að færa fyrir því rök að könnuninn nái til ákveðins hóps sem hefur fyrirfram ákveðnar skoðanir á loftslagsmálum. Spurningin var þannig orðuð; “Er ástæða til að halda uppi sérstakri síðu með upplýsingum um loftslagsmál?” Svarmöguleikarnir voru einungis 2, annað hvort “Já, enginn spurning” eða “Nei, það er nóg af upplýsingum annarsstaðar”. Nú kynnum við niðurstöðuna formlega. Niðurstaðan er á þá leið að heil 93% telja ástæðu til að halda uppi sérstakri síðu um loftslagsmál, eins og kemur fram í niðurstöðunni. Einungis 7% sögðu nei við spurningunni.
Eins og sjá má á þessu grafi fékk annað svarið mun fleiri atkvæði og kjósum við að túlka það sem svo að fólk sé almennt jákvætt opnun heimasíðunnar Loftslag.is. Þökkum við góðar viðtökur.
Næsta könnun hefur tekur við af þeirri gömlu og birtist bæði hér og svo verður hún einnig í hliðarstikunni þar til við ákveðum að ljúka henni. Það verður fróðlegt að fylgjast með því hver niðurstaðan verður. Spurningin er “Hversu mikið gerir þú til mótvægis – til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda?” og svarmöguleikarnir eru fjórir, eins og sjá má herundir.
Hversu mikið gerir þú til mótvægis - til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda?
- Nánast ekkert (35%, 58 Votes)
- Nokkuð (29%, 48 Votes)
- Tiltölulega mikið (19%, 32 Votes)
- Lítið (10%, 17 Votes)
- Hvorki né (7%, 12 Votes)
Total Voters: 167
Hvernig í ósköpunum á að meta þetta! Ég hef ekki efni á að keyra bílinn nema lítið og ég slæ garðinn helst ekki. Ég elska nautasteik en hef ekki efni á henni en hins vegar drekk ég mikla mjólk og stuðla þannig að metangasmyndun kúnna! Ég nota mikið af plastpokum en á móti kemur að hlutfallslega er ég lítill umbúðaneytandi að öðru leyti. Ég sé ekki hvernig ég á að meta þetta og annað saman! Það er ekki sama “að vilja vera” og “að vera” – þess vegna m.a. er vonlaust að taka þátt í þessari skoðanakönnun!
Ragnar
Þetta verður að vera persónulegt og huglægt mat hvers og eins, að mínu mati. Ég held að svona könnun geti hugsanlega gefið vísbendingu um viðhorf fólks og hugsanlega ekki annað en um huglægt mat þess. Hér er ekki um vísindalega könnun að ræða, en ef könnunin fær lesendur til að hugsa um málið, þó ekkert svar komi fram, þá finnst mér persónulega að tilganginum sé náð. Mér sýnist sem að þú, Ragnar, hafir aðeins spáð í þetta út frá þínu sjónarhorni 😉
Mbk.
Sveinn Atli
Ég nota strætó í stað einkabíls, fer með sem mest í endurvinnslu, húsfélagið mitt er með endurvinnslutunnu fyrir dagblöð, pappa og fleira. Ég merkti við Tiltölulega mikið, kannski er það ofmat.