Frétt: Hitastig ársins 2009

Nú er komið árlegt yfirlit NOAA (National Oceanic and Atmospheric Administration) yfir helstu veðurfarsleg gögn ársins 2009 og hvernig þau eru í samanburði við önnur ár. Hér er það helsta sem kemur fram í greiningu NOAA varðandi hitastig, auk þess sem birt er áhugavert kort sem sýnir veðurfrávik ársins. Við munum væntanlega fjalla eitthvað um önnur gögn, t.d. frá NASA, í bloggfærslum eða fréttum á næstunni.

Helstu atriði varðandi hitastig 2009 á heimsvísu

  • Sameinað hitastig fyrir bæði land og haf fyrir 2009 var jafnt árinu 2006 í fimmta sæti samkvæmt skráningu NOAA, 0,56°C yfir meðaltali 20. aldarinnar.
  • Áratugurinn 2000-2009 eru þau heitustu síðan mælingar hófust, með meðalhitastig á heimsvísu upp á 0,54°C yfir meðaltali 20. aldarinnar. Þar með er met 10. áratugs síðustu aldar slegið nokkuð örugglega, en það var 0,36°C.
  • Hitastig hafsins á heimsvísu var það fjórða heitasta síðan mælingar hófust (jafnt 2002 og 2004) með hitastig upp á 0,48°C yfir meðaltal 20. aldarinnar
  • Hitastig yfir landi á árinu varð jafnt 2003, sem 7. heitasta árið síðan mælingar hófust, með gildið 0,77°C yfir meðaltal 20. aldarinnar.

Hitastig á heimsvísu

Öll árin á tímabilinu 2001 til 2008 voru á listanum yfir heitustu ár síðustu 130 árin, eða síðan skráning hófst (1880) og 2009 er engin undantekning þar á. Sameinað hitastig fyrir bæði land og haf fyrir 2009 var 0,56°C yfir meðaltali 20. aldarinnar, jafnt 2006 sem 5. heitasta ár síðan 1880. Hitastig yfir landi var 0,77°C yfir meðaltal, sem þýðir að það er jafnt 2003 sem 7. heitasta árið samkvæmt skráningu. Hitastig hafsins var 0,48°C yfir meðaltali, jafnt 2002 og 2004 sem 4. heitasta síðan skráningar hófust. Áratugurinn 2000-2009 er sá heitasti síðan mælingar hófust á heimsvísu, með hitastig 0,54°C yfir meðalhitastig 20. aldar. Sem fyrr sagði sló þessi nýliðni áratugur met síðasta áratugar 20. aldar nokkuð örugglega.

10 Heitustu árin (Jan-Des) Hitafrávik °C
2005 0.62
1998 0.60
2003 0.58
2002 0.57
2009 0.56
2006 0.56
2007 0.55
2004 0.54
2001 0.52
2008 0.48

El-Nino-Southern Oscilation (ENSO) var í byrjun árs 2009 í köldum (La Nina) fasa, en í apríl byrjuðu fráviksmælingar að sína að hlýnun átti sér stað í hitastigi yfirborðs sjávar (SST) á öllum Nino svæðum í Kyrrahafinu. Svoleiðis ástand bendir til þess að La Nina ástandinu sé að ljúka og sé að skipta yfir í hlutlausan fasa. Í júní 2009 náði heiti fasinn (El Nino) yfirhöndinni og stóð yfir allt árið. El Nino ástand hefur að jafnaði áhrif til hækkunar á hitastig jarðar, svo dæmi sé tekið var 1998 mjög sterkur El Nino í gangi. Núverandi El Nino er talin munu standa fram á vormánuði.

Leitni hitastigs

Á síðustu öld hækkað hitastig á heimsvísu um nærri 0,06°C/áratug, en þessi leitni hefur hækkað í u.þ.b. 0,16°C/áratug á síðustu 30 árum. Það hafa verið 2 tímabil þar sem hitastig hefur hækkað. Fyrsta tímabilið byrjaði 1910 og endaði um 1945 og hitt byrjaði um 1976. Leitni hitastigsins á seinna tímabilinu hefur hækkað í samræmi við þær spár sem spáð var vegna aukningar styrks gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu. Mælingar hitastigs hefur einnig farið fram ofan við yfirborð jarðar síðastliðin 52 ár, með notkun loftbelgja og síðar (síðustu 30 ár) með gervihnöttum. Þessar mælingar styðja greiningar á leitni hitastigs, bæði í veðrahvolfinu (frá yfirborði upp í 10-16 km) og í heiðhvolfinu (10-50 km yfir yfirborði jarðar). Sjá mynd hérundi.

global_in_situ_temp_anomal-and-trends

Mynd af heimasíðu NOAA

Ein bestu gögnin varðandi mælingar hitastigs í efri hvolfum andrúmsloftsins eru hjá Radiosonde Atmospheric Temperature Products for Assessing Climate (RATPAC) dataset. Gögn úr 850-300 mb benda til að leitni hitastigs á tímabilinu 1958-2009 í miðju veðrahvolfsins sé svipuð leitni hitastigs við yfirborð jarðar; 0,12°C/áratug fyrir yfirborð og 0,15°C/áratug fyrir miðju veðrahvolfsins. Síðan 1976 hefur miðja veðraholfsins hitnað um 0,17°C/áratug. Árið 2009 var hitastig mið-veðrahvolfsins 0,40°C yfir 1971-2000 meðaltalið og var þar með það 7. heitasta.

Þróun hitastigs frá 1880

global-jan-dec-error-bar-pg

Þróun hitastigs frá árinu 1880 ásamt skekkjumörkum. Mynd af heimasíðu NOAA

Svæðisbundið hitastig

Hitastig var hærra en meðaltal fyrir árið 2009 í stærstum hluta jarðar. Hæsta hitastigið mældist á háum breiddargráðum á norðuhveli jarðar og einnig var heitt í stærstum hluta Evrópu og Asíu, einnig í Mexíkó, Afríku og Ástralíu. Hitastig mældist undir meðallagi í Suðurhöfunum, hlua af norð-austur hluta Kyrrahafsins, mið Rússlandi og á svæði sem nær yfir suður Kanada og norðurhluta Bandaríkjanna.

Hitafrávik fyrir árið 2009, viðmiðunartímabil 1971-2000
Hitafrávik fyrir árið 2009 – Viðmiðunartímabil 1971-2000 (Mynd af vefsíðu NOAA)

Veðurfrávik

Ýmis eftirtektarverð veðurfrávik voru árið 2009, t.d. hitamet í Ástralíu á sumarmánuðum þar. Í janúar voru mörg hitamet slegin á svæðinu, suður hluta Ástralíu og stór hluti Victoria fengu hæsta háa dagshitastig síðan 1939. Að sama skapi upplifðu nokkur svæði í norður Ástralíu met kulda. Önnur hitabylgja gekk svo yfir í Ástralíu í febrúar, í þetta skiptið var einnig mjög þurrt á sama tíma sem orsakaði meðal annars skógarelda. Í Evrópu voru aftur á móti kuldar í norður og austurhluta svæðisins í byrjun janúar. Hitastig á Bretlandi hafði ekki mælst svo lágt þar í fjölda ára. Meðalhitastig í Bretlandi fyrir veturinn 2008-2009 var 3,2°C.

Nánar er hægt að skoða ýmis veðurfrávik á myndinni hérundir (vinsamlega smellið á myndina til að fá hana í fullri stærð – myndin er með enskum texta).

significant_climate_anomalies_and_events_2009

Marktæk veðurfrávik og atburðir fyrir árið 2009 - Mynd af heimasíðu NOAA - Á ensku - Vinsamlega smellið á myndina til að fá hana í fullri stærð

Heimildir:

Heimasíða NOAA greining á hitastigi ársins 2009

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.