Meiri súrnun – minna járn

thumb_phytoplanktonAukning CO2 í sjónum, sem veldur súrnun sjávar, gæti haft neikvæð en ekki jákvæð áhrif á framleiðslugetu jurtasvifa, sem er ein af grunnstoðunum í vistkerfi sjávar. Ástæða þess er sú að súrari sjór gæti minnkað magn járns, sem er eitt af aðalnæringarefnum jurtasvifa.

Vísindamenn við háskólann í Princeton fundu minnkandi upptöku járns í fjórum tegunda svifa við tilraunir á rannsóknastofu, þar sem þeir juku sýrustig (lækkuðu pH gildið) í sýnum frá pH 8,6 í 7,7. Á sama tíma minnkaði uppleyst járn í sýnunum hlutfallslega og bendir það til þess að minna ástæða minnkandi upptöku járns í þessum tegunum svifa sé vegna skorts á næringarefninu járni. Í sýnum teknum í yfirborði Atlantshafsins, sáu vísindamennirnir það sama – þ.e. upptaka járns í svifi minnkaði um 10-20% segar pH gildið minnkaði um 0,6 (þ.e. við að sýrustig jókst).

Talið er að í lok aldarinnar muni sýrustig hafa aukist að meðaltali um 0,3-0,4 miðað við óhefta losun á CO2. Vísindamennirnir sáu ekkert sem benti til þess að þörf svifanna á járni minnkaði við aukið sýrustig, sem bendir til þess að jurtasvif geti minnkað á mörgum hafsvæðum þegar súrnun sjávar eykst.

Heimildir og ítarefni

Umfjöllun um greinina sem fréttin er byggð á er á heimasíðu Nature: More acid, less iron

Greinin sjálf birtist í Science (áskrift): Effect of Ocean Acidification on Iron Availability to Marine Phytoplankton

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál