Hríðarbylir og loftslagsumræðan í BNA

thumb_rachel_maddowRachel Maddow á MSNBC tekur sniðugan vinkil á umræðunni um kuldakastið og hríðarbylina í Bandaríkjunum á síðustu vikum og tengingu ákveðina aðila þar, um að hnattræn hlýnun sé bull vegna þess hvernig veðrið hagar sér. Í seinnipartinum veltir hún þessum vangaveltum upp með Bill Nye sem er einna frægastur fyrir að vera “The Science Guy” (ís. Vísindamaðurinn) í bandarískum fjölmiðlum.

Fyrir áhugamenn um körfubolta, þá eru sýnd nokkur ansi hreint skemmtileg tilþrif, með skotum þvert yfir völlinn og þau notuð í fléttunni hjá Rachel.

Góða skemmtun.

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.