Nú eru þau tímamót að hálft ár er liðið síðan Loftslag.is fór í loftið, sem var þann 19. september 2009. Að því tilefni ætlum við að taka saman yfirlit yfir það helsta frá þessu fyrsta hálfa ári, t.d. hvaða færslur og hvaða föstu síður hafa verið vinsælastar. Fyrst lítum við til bloggfærslna, frétta og gestapistla, þar sem við lítum á hvað hefur verið vinsælast hingað til.
Röð | Heiti færslu | Tegund færslu |
1. | Að sannreyna staðhæfingar | Gestapistill |
2. | Jöklar Himalaya og álitshnekkir IPCC | Blogg |
3. | Að stela bíl og nota fyrir sjónvarp | Blogg |
4. | Er jörðin að hlýna? | Blogg |
5. | Hakkarar afrita tölvupósta og skjöl | Heit málefni |
6. | Vegur niðursveifla í virkni sólar upp á móti hlýnun jarðar af mannavöldum? | Frétt |
7. | 19. september – Opnun Loftslag.is – 55.000 dagar | Frétt |
8. | Hitahorfur fyrir árið 2010 | Blogg |
9. | Mikil bráðnun Grænlandsjökuls fyrir 6000-9000 árum | Frétt |
10. | Meðalsjávarhiti í ágúst sá hæsti fyrir mánuðinn síðan mælingar hófust | Frétt |
Það er mjög passandi að það sé gestapistill eftir Halldór Björnsson sem er mest lesna færslan. Við viljum að sjálfsögðu þakka öllum hinum frábæru gestapistla höfundum fyrir góða gestapistla.
En það eru einnig ýmsar fastar síður hjá okkur, m.a. mýtusíðan, kenningarnar ásamt fleiru. Hér undir má sjá hvað var vinsælast af þeim.
Röð | Heiti síðu | Tegund |
1. | Mýtur | Yfirlitssíða |
2. | Spurningar og svör | Yfirlitssíða |
3. | Kenningin | Yfirlitssíða |
4. | Afleiðingar | Afleiðingar |
5. | Orsakir fyrri loftslagsbreytinga | Kenningin |
6. | Um okkur | Yfirlitssíða |
7. | Lausnir og mótvægisaðgerðir | Lausnir |
8. | Hlýnunin nú er af völdum sólarinnar | Mýta |
9. | Grunnatriði kenningarinnar | Kenningin |
10. | Það er að kólna en ekki hlýna | Mýta |
Síðuflettingar hafa verið rúmlega 37.000 á þessu tímabili. Birtar fastar síður eru 66, en fjöldi færslna, þ.e. blogg, fréttir, gestapistlar, myndbönd og þess háttar eru orðnar 222.
Það má segja að á ýmsu hafi gengið í loftslagsumræðunni. Þar má m.a. nefna ýmsar nýjar rannsóknir sem við höfum tekið fyrir, climategate málið svokallaða og COP15 sem við fylgdumst nokkuð ítarlega með. Þar fyrir utan hafa fréttir og blogg fengið sinn sess á síðunni.
Við erum með síður á Facebook, Twitter og Blog.is og langar okkur að hvetja lesendur til að fylgjast með síðunni þar. Við erum jafnframt að skoða fleiri möguleika til að koma síðunni á framfæri.
Við höfum haft 2 skoðannakannanir og er önnur þeirra í gangi, sjá neðst í færslunni og í hliðarstikunni.
Við ætlum að sjálfsögðu að halda okkar striki í framtíðinni og fylgjast af krafti með þróun rannsókna og vísinda varðandi loftslagsmál og þeirri, oft á tíðum, heitu umræðu sem umlykur þessi mál nú um stundir. Við hlökkum til að takast á við verkefnið og viljum þakka lesendum okkar fyrir móttökurnar á þessu fyrsta hálfa ári.
Hversu mikið gerir þú til mótvægis - til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda?
- Nánast ekkert (35%, 58 Votes)
- Nokkuð (29%, 48 Votes)
- Tiltölulega mikið (19%, 32 Votes)
- Lítið (10%, 17 Votes)
- Hvorki né (7%, 12 Votes)
Total Voters: 167
Leave a Reply