Ráðgátan um ísöldina á Ordovician leyst?

Í lok tímabilsins Ordovician skall á ísöld sem að hefur valdið vísindamönnum um allan heim mikinn höfuðverk. Í sjálfu sér er ekki óalgengt í jarðsögunni að það skelli á ísaldir, eins og sjá má á eftirfarandi mynd:

Hér er áætlað hitastig jarðar aftur til byrjun Kambríum fyrir um 540 milljónum ára (af wikipedia). Neðarlega á myndinni má sjá bláa kassa, sem vísa í þau tímabil sem að ísaldir urðu.

 Ordovician endaði fyrir um 444 milljónum ára, við fyrrnefnda ísöld og talið er að um 60% þálifandi sjávarlífvera hafi dáið út.

Lífverur á Ordovician voru allt öðruvísi en lífverur í dag, hér er trílóbíti (mynd wikipedia).

Það sem vakið hefur furðu vísindamanna, er að á þessum tíma hefur CO2 styrkur andrúmsloftsins hingað til verið talinn töluvert hár – það hár að erfitt hefur reynst að útskýra hvernig jöklar gátu myndast.

Í grein sem birtist fljótlega í tímaritinu Palaeogeography, Palaeoclimatology, Palaeoecology kemur í ljós að styrkur CO2 hefur verið ofmetinn fyrir þetta tímabil í fyrri rannsóknum (Young o.fl. 2010). Fyrri rannsóknir voru með upplausn sem sýndi CO2 gildi á 10 milljón ára fresti, en svo virðist sem að sú upplausn hafi ekki nægt til að sýna niðursveifluna sem að varð í styrki CO2 í andrúmsloftinu.

Talið er að mikil eldvirkni á þessum tíma hafi orðið til þess að mikið af nýju kísilríku hrauni myndaðist. Veðrun þessara hrauna dró síðan CO2 úr andrúmsloftinu. Þegar kólnaði og jöklar breiddust út, þá minnkaði veðrunin og CO2 styrkurinn jókst á ný – þar til orðið var nógu hlýtt til að enda ísöldina.

Heimildir og ítarefni

Greinina sjálfa má finna hér: Young o.fl. 2010 – Did changes in atmospheric CO2 coincide with latest Ordovician glacial-interglacial cycles?

Umfjöllun um greinina má finna á heimasíðu NewScientist: High-carbon ice age mystery solved

Einnig er góð umfjöllun um hvað þetta þýðir á síðunni Skeptical Science: CO2 levels during the late Ordovician

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál