Nýtt jarðsögutímabil – Anthropocene

Jarðfræðingar frá háskólanum í Leicester (og fleiri) hafa komið með þá tillögu að nýtt jarðsögutímabil sé hafið á Jörðinni, en pistill eftir þá birtist í tímaritinu Environmental Science & Technology.

Þeir bæta því við að við upphaf þessa tímabils sé hægt að tengja við sjötta umfangsmesta útdauða í jarðsögunni.

Samkvæmt vísindamönnunum þá hafa mennirnir, á aðeins tveimur öldum, orðið valdir að þvílíkum breytingum að nýtt jarðsögutímabil sé hafið og að áhrif þess muni vara í milljónir ára. Áhrif manna, þar með talin hin mikla fólksfjölgun, þétt byggð ofurborga og gríðarlegur bruni jarðefnaeldsneytis – segja þeir að hafi breytt Jörðinni það mikið að þetta tímabil ætti að kalla Anthropocene skeiðið – eða skeið hins nýja manns (tillögur að íslensku heiti er vel þegið).

Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem þessi tillaga kemur upp, en einn höfunda pistilsins kom með þessa hugmynd fyrir yfir áratug síðar og hefur hún verið umdeild síðan. Undanfarið hafa fyrirsjáanlegar afleiðingar athafna manna, líkt og loftslagsbreytingar og mikil aukning útdauða plantna og dýra. Fylgni við þessa tillögu hefur því aukist. Samfélag jarðfræðinga eru nú að formlega að fara yfir tillögur um það hvort skilgreina eigi þetta sem nýtt tímabil í jarðsögunni.

Heimildir og ítarefni

Pistillinn sem birtist í tímaritinu Environmental Science & Technology má lesa hér: The New World of the Anthropocene

Hægt er að lesa um Anthropocene víðar, t.d. á Encyclopedia of Earth, Wikipedia og Oceanworld

Athugasemdir

ummæli

Tags:

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál