Nýtt “leikfang” vísindamanna hjá NASA og NOAA er kynnt til sögunnar í þessu myndbandi. M.a. mun þessi sjálfstýrða flugvél koma sér vel við beinar mælingar á ýmsum lofttegundum, þar með töldum gróðurhúsalofttegundum í lofthjúpnum. Eftirfarandi er lýsing NASAexplorer á myndbandinu:
Flugmenn og flugverkfræðingar NASA, ásamt samstarfsmönnum hjá NOAA (National Oceanic and Atmospheric Administration), hafa lokið hinu fyrsta og árangursríka vísindaflugi flugvélarinnar Hnatt Hauksins (e. Global Hawk) yfir Kyrrahafið. Hnatt Haukurinn er sjálfstýrð flugvél, sem getur flogið í allt að 60.000 feta (18,3 kílómetra) hæð (um það bil tvisvar sinnum sú hæð sem farþegaflugvélar fljúga í) og um 20.000 kílómetra leið (sem er um það bil hálfa leið umhverfis Jörðina). GloPac rannsóknarbúnaður gerir í leiðinni beinar mælingar á og safnar ýmsum sýnum af gróðurhúsalofttegundum, efnum sem hafa áhrif á ózonlagið, örsmáum ögnum og öðrum efnum sem eru hluti af lofthjúpnum í efra veðrahvolfi og neðra heiðhvolfi.
Leave a Reply