Yfirlýsing frá Vísindaráði Bandaríkjanna

Vísindaráð Bandaríkjanna (National Academy of Science – NAS) sendi á dögunum frá sér yfirlýsingu sem birtist sem bréf í tímaritinu Science. Það er skrifað af 255 meðlimum ráðsins, sem er ein virtasta vísindastofnunin í Bandaríkjunum. Við mælum með að fólk lesi bréfið í heild, en hér fyrir neðan er þýðing á nokkrum brotum úr bréfinu:

Það er alltaf einhver óvissa tengd vísindalegum niðurstöðum; vísindi geta aldrei sannað eitthvað að fullu. Þegar einhver segir að þjóðir heims eigi að bíða þar til vísindamenn eru búnir að fullvissa sig um eitthvað áður en gripið er til aðgerða, þá er sá hinn sami að segja að þjóðir heims eigi aldrei að grípa til aðgerða. Varðandi vandamál, sem hefur alla möguleika til að þróast yfir í náttúruhamfarir, líkt og loftslagsbreytingar þá þýðir það að grípa ekki til aðgerða töluverða áhættu fyrir Jörðina…

…Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC – The Intergovernmental Panel on Climate Change) og aðrar vísindalegar samantektir um loftslagsbreytingar, þar sem þúsundir vísindamanna hafa gert umfangsmikla og ítarlegar samantektir, hafa, eins og við mátti búast og eðlilegt er, gert mistök. Þegar bent er á villur, þá eru þær leiðréttar. En það er ekkert sem hægt er að festa hendi á í nýlegum atburðum sem breytir eftirfarandi grunnatriðum um loftslagsbreytingar:

  1. Jörðin er að hlýna vegna aukins styrk gróðurhúsalofttegunda i andrúmsloftinu. Snjór um hávetur í Washington breytir ekki þeirri staðreynd
  2. Megin hluti aukningarinnar í styrk þessara lofttegunda síðastliðna öld er vegna athafna manna, sérstaklega vegna bruna á jarðefnaeldsneyti og skógarhöggs
  3. Nátturlegir þættir skipta alltaf máli við loftslagsbreytingar Jarðarinnar, en nú yfirgnæfir loftslagsbreyting af mannavöldum þá þætti
  4. Hlýnun Jarðarinnar mun valda breytingum í ýmsum öðrum loftslagskerfum á hraða sem á sér ekki hliðstæðu í nútímanum, þar á meðal aukinn hraði sjávarstöðuhækkana og breytingar í vatnshringrásinni. Aukinn styrkur CO2 í andrúmsloftinu er að auki að auka sýrustig úthafana.
  5. Samspil þessara flóknu loftslagsbreytinga ógna strandsamfélögum og borgum, fæðuöryggi og vatnsforða, vistkerfum sjávar og ferskvatna, skóga, háfjallavistkerfa og ýmsu öðru.

Mikið fleira má og hefur verið sagt af vísindasamfélagi Jarðar, háskólasamfélögum og einstaklingum, en fyrrnefndar niðurstöður ættu að vera nægar til að sýna hvers vegna vísindamenn hafa áhyggjur af því hvað framtíðarkynslóðir munu þurfa að horfast í augu við ef ekki er gripið til aðgerða. Við hvetjum stefnumótendur og almenning að bregðast skjótt við orsökum loftslagsbreytinganna, þar á meðal óheftri brennslu jarðefnaeldsneytis.

Heimildir og Ítarefni

Yfirlýsinguna í heild má sjá á heimasíðu Science:  P. H. Gleick o.fl. 2010 – Climate Change and the Integrity of Science

Þar er einnig viðauki með lista yfir nöfn þeirra vísindamannas sem skrifuðu undir: P. H. Gleick o.fl. 2010 – Supporting Online Material for Climate Change and the Integrity of Science

Pistil Peter H. Gleick um yfirlýsinguna, sem birtist í Huffington Post, má sjá hér: Climate Change and the Integrity of Science

Áhugaverð heimasíða Vísindaráðsins um loftslagsbreytingar: America’s Climate Choices – en þar er einnig gott myndband sem útskýrir það verkefni:

Tengdar færslur á loftslag.is

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál