Þrátt fyrir tal um kulda í vetur, sérstaklega í Norður-Evrópu og hluta Bandaríkjanna, þá er síðasta 12 mánaða tímabil það heitasta frá því mælingar hófust samkvæmt NASA. Þetta sést þegar rýnt er í hitagögn frá NASA. Einnig kemur í ljós að apríl mánuður er sá heitasti frá því mælingar hófust og einnig að tímabilið janúar til apríl í ár það hlýjasta fyrir það tímabil. Við höfum hér á loftslag.is einnig skoðað horfur fyrir árið 2010 í færslunni; Hitahorfur fyrir árið 2010, þar segir m.a.:
Horfur með hitastig 2010
Eins og sést ef skoðaðar eru helstu náttúrulegar sveiflur og spár um þær, þá bendir margt til þess að árið 2010 verði heitara en árið 2009 og jafnvel talið líklegt að það geti orðið heitasta árið frá því mælingar hófust. Ástæðan fyrir því er þá helst talin vera áframhaldandi hlýnun vegna gróðurhúsaáhrifa og líkur á áframhaldandi meðalsterkum El Nino – ef aftur á móti það verða snöggar breytingar í El Nino og nægilega mikil eldvirkni til að valda kólnun, þá eru minni líkur á því að árið 2010 verði það heitasta frá upphafi mælinga.
Hvort þessi spá rætist skal ósagt látið, en árið er hlýtt hingað til þrátt fyrir lágdeyðu í sólinni. Þess ber þó að geta að meðalstór El Nino er í gangi og hefur áhrif á hitastigið. Það eru fleiri en NASA sem skrá hitastig á heimsvísu, við höfum verið með reglulegar fréttir af hitastiginu frá NOAA. Tölurnar frá þeim ættu að koma fljótlega eftir helgi og verður fróðlegt að sjá hvernig þróunin er samkvæmt þeirra tölum. Það getur munað einhverju smávægilegu frá tölum NASA, þ.a.l. er spurning hvort að það falli einhver met samkvæmt þeirra tölum.
Tengt efni á loftslag.is:
- Hitastig mars 2010 á heimsvísu
- Hitastig febrúar 2010 á heimsvísu
- Hitastig janúar 2010 á heimsvísu
- Hitastig árið 2009
- Hitahorfur fyrir árið 2010
- Helstu sönnunargögn
- Vegur niðursveifla í virkni sólar upp á móti hlýnun jarðar af mannavöldum?
- Tag-Hitastig
- Mýta-Það er kalt á Klonke Dinke og því er engin hnattræn hlýnun
Leave a Reply