Lax og silungur við loftslagsbreytingar

Lax og silungur hafa á undanförnum áratugum fækkað – og á sumum svæðum töluvert.

Mengun, rýrnun búsvæða og ofveiði hafa hingað til verið taldir helstu sökudólgarnir, en nýjar vísbendingar benda til þess að loftslagsbreytingar geti verið helsti þátturinn og að þær ógni báðum tegundunum.

Vísindamennirnir rönnsökuðu stofn ungra laxa og silungs í ánni Wye í Wales, sem er ein af bestu stangveiðiám Bretlandseyja. Þeir fundu út að á milli áranna 1985 og 2004, þá fækkaði lax um 50% og silung um 67% – þrátt fyrir að áin sjálf yrði hreinni á þeim tíma.

Harðast urðu fiskarnir úti eftir heit og þur sumur, líkt og árin 1990, 2000 og 2003. Niðurstaðan bendir til þess að heitara vatn og lægri vatnsstaða hafi hvað mest áhrif á báðar tegundirnar. Þar sem kalt vatn er kjörsvæði laxa og silungs, þá gæti áframhaldandi hlýnun skapað enn meiri vanda fyrir þessar tegundir.

Vísindamennirnir notuðu gögn um stofnstærðir fiskanna, sem breska Umhverfisstofununin (British Environment Agency) hafði safnað á yfir 50 stöðum í ánni Wye. Hitastig vatnsins jókst á þessu tímabili um 0,5-0,7°C yfir sumartíman og 0,7-1,0°C yfir vetrartíman – en hitinn um vetrartíman ásamt minna rennsli í ánni hafði mest áhrif. Vitað er að vatnshiti hefur áhrif á vöxt og hversu viðkvæmur fiskurinn er gagnvart sjúkdómum – en minna rennsli í ám hindrar að hann komist á kaldari búsvæði.

Samanburður á laxi og silung eykur gildi þessarar rannsóknar, þar sem silungur – ólíkt laxinum – dvelst ekki í sjó. Því eru það eingöngu aðstæður í ánni sem hafa áhrif á hann.

Heimildir og ítarefni

Greinin sjálf birtist í Global Change Biology og er eftir Clews o.fl. 2010:  Juvenile salmonid populations in a temperate river system track synoptic trends in climate

Unnið upp úr frétt af Science Daily: Climate Threatens Trout and Salmon

Tengdar færslur á loftslag.is

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál