Fellibylir á Atlantshafi 2010

Spámynd um líkur á stormum og fellibyljum

NOAA hefur gefið út spá fyrir fellibyljatímabilið í Atlantshafi. Tímabilið er skilgreint þannig að það byrjar 1. júní og er um 6 mánuðir að lengd. Það má gera ráð fyrir því að hámark tímabilsins sé í ágúst til október, þar sem stærstu og flestu fellibylirnir ná yfirleitt landi. Hjá NOAA er  tekið fram að þrátt fyrir þessa og aðrar spár þá þurfi ekki nema einn fellibyl á ákveðið svæði til að valda miklum búsifjum. Þ.a.l. brýna þeir fyrir íbúum á þeim svæðum sem eru þekkt fellibyljasvæði að mikilvægt er að undirbúa sig fyrir öll fellibyljatímabil og vera reiðubúin því að það geti komið fellibylir, hvernig sem spáin er.

Yfirlit yfir tímabilið

NOAA telur að það séu 85% líkur á því að fellibyljatímabilið 2010 verði yfir meðallagi. U.þ.b. 10% möguleiki er að tímabilið verði nærri meðallagi og um 5% möguleiki á að það verði undir meðallagi. Svæðið sem spáin nær til er Norður Atlantshaf, Karíbahafið og Mexíkóflói.

Þessar horfur endurspegla ástand í Atlantshafinu sem getur leitt til meiri fellibyljavirkni þar. Þessar væntingar eru byggðar á spám varðandi þrjá þætti loftslags á svæðinu, sem hafa stuðlað að aukinni tíðni fellibylja í sögulegu samhengi. Þessir þrír þættir eru: 1) hitabeltis fjöl-áratuga merkið (e. tropical multi-decadal signal), sem hefur verið áhrifavaldur á tímabilum með mörgum fellibyljum, 2) óvenjulega hátt hitastig sjávar í Atlantshafinu við hitabeltið og í Karíbahafinu og 3) annað hvort ENSO-hlutlaust eða La Nina áhrif í Kyrrahafinu, með meiri líkum á La Nina áhrifum.

Mynd af hugsanlegum aðstæðum í Atlantshafi í ágúst til október 2010

Ástand líkt því sem það er í ár hefur í sögulegu samhengi orðið þess valdandi að fellibyljatímabil í Atlantshafinu hafa verið mjög virk. Tímabilið í ár gæti því orðið eitt það virkasta miðað við virk tímabil frá 1995. Ef 2010 nær efri mörkum spár NOAA, þá gæti tímabilið orðið eitt það virkasta hingað til.

NOAA reiknar með því að það séu 70% líkur á eftirfarandi virkni geti orðið:

  • 14 til 23 stormar sem fá nafn (mestur vindhraði meiri en 62 km/klst), þar með talið:
  • 8 til 14 fellibylir (með mesta vindhraða 119 km/klst eða meiri), þar af:
  • 3 til 7 gætu orðið að stórum fellibyljum (sem lenda í flokkun 3, 4 eða 5; vindhraði minnst 178 km/klst)

Óvissa

  1. Spár varðandi El Nino og La Nina (einnig kallað ENSO) áhrifa er vísindaleg áskorun.
  2. Margir möguleikar eru á því hvernig stormar með nafni og fellibylir geta orðið til miðað við sömu forsendur. T.d. er ekki hægt að vita með vissu hvort að það komi margir veikir stormar sem standa í stuttan tíma hver eða hvort að þeir verði fáir og sterkari.
  3. Spálíkön hafa ákveðnar takmarkanir varðandi hámark tímabilsins í ágúst til október, sérstaklega spár gerðar þetta snemma.
  4. Veðurmynstur, sem eru ófyrirsjáanleg á árstíðaskalanum, geta stundum þróast og varað vikum eða mánuðum saman og haft áhrif á fellibyljavirknina.

Miðað við þessar spár þá má jafnvel búast við meiri virkni fellibylja í ár, meiri líkum á virkni yfir meðallagi og hugsanlega mjög virku tímabili. Að sama skapi þá spáir NOAA minni virkni fellibylja í austanverðu Kyrrahafínu, sjá hér.

Heimildir:

Tengt efni á loftslag.is:

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.