Michael Mann sýknaður af vísindalegum misgjörðum

Einn vísindamannanna sem lentu hvað harðast í hinu svokallaða Climategate fjaðrafoki, Michael Mann, var nýlega sýknaður af öllum áburði um að hafa staðið að vísindalegum misgjörðum. Nefnd á vegum Penn State háskólans fjallaði um mál hans og komst að þessari niðurstöðu. Þetta er því enn ein sýknun vísindamanns í kjölfar þessa máls. Í Climategate-málinu var tölvupóstum loftslagsvísindamanna stolið og efni þeirra tekið úr samhengi og það notað til að sverta mannorð vísindamannanna og þannig var reynt að draga athygli frá sjálfum vísindunum og rannsóknum þeim sem vísindin byggja á. Á heimsíðu Penn State má lesa um þetta og sjá alla skýrsluna, þar kemur m.a. eftirfarandi fram:

Prófessor Michael Mann hjá Penn State hefur verið hreinsaður af misgjörðum, samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndarinnar sem birt var í dag (1. júlí). Rannsóknin á Mann fór fram eftir að fram komu staðhæfingar um óviðeigandi rannsóknarniðurstöður. Málið kom upp á yfirborðið eftir að þúsundum tölvupósta var stolið og þeir birtir á internetinu. Tölvupóstunum var náð úr tölvukerfi CRU við háskólann í East Anglia á Englandi, sem er einn helsti geymslustaður gagna varðandi loftslagsbreytingar.

Nefnd fræðimanna frá fjölmörgum rannsóknarsviðum, allir fastráðnir við Penn State, byrjuðu þann 4. mars vinnuna við rannsókn á því hvort að Mann hefði “tekið þátt í, beint eða óbeint, einhverjum athöfnum sem brugðu alvarlega út af viðurkenndum aðferðum innan vísindasamfélagsins…”. Mann er einn af leiðandi vísindamönnum varðandi rannsóknir á loftslagsbreytingum.

Einnig má lesa fréttatilkynningu um skýrsluna hér. Í myndbandinu hér undir má sjá stutt viðtal sem tekið var við prófessor Michael Mann eftir að niðurstaða nefndarinnar var birt. Hann kemur m.a. inná hvaða áhrif þetta mál hefur haft á vinnu hans og annara vísindamanna.

Heimildir:

Tengt efni á loftslag.is:

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.