Útbreiðsla hafíss í júní mánuði var sú minnsta fyrir mánuðinn síðan gervihnattamælingar hófust, frá 1979 til 2010. Hitastigið á Norðurskautinu var yfir meðallagi og hafísinn hörfaði frekar hratt í mánuðinum. Í júní byrjaði ástand sem nefnist tvípóla frávik (dipole anomaly), sem er loftþrýstingskerfi í lofthjúpnum sem m.a. var að hluta til meðvirkandi árið 2007, þegar hafísútbreiðslan var sú minnsta samkvæmt mælingum við lok sumarsins.
Hafís útbreiðslan að meðaltali í júnímánuði 2010, var 10,9 milljón ferkílómetrar, sem er 1,3 milljón ferkílómetrum undir meðalútbreiðslu áranna 1979 til 2000 og 190.000 ferkílómetrum undir fyrra meti fyrir júnímánuð, frá 2006.
Þróun hafísútbreiðslunnar 2010, viðmiðun við meðaltal áranna 1979 – 2000 og einnig eru árin 2006 og 2007 sýnd til viðmiðunnar.
Samanburður á meðalútbreiðslu hafís í júnímánuði, eftir árum. Eins og sjá má er línuleg minnkun í þróun útbreiðslu hafíssins og er leitnin sem svarar til um 3,5% minnkunar á áratug.
Tvípóla loftþrýstingsfrávikið, ástand líkt því sem var m.a. ríkjandi árið 2007.
Nares Sund er orðið ísfrítt óvenju snemma í ár, það gerðist einnig árið 2007.
Samanburður á útbreiðslu hafíss, frá árinu 2002 til 2010.
Heimildir:
- NSIDC.org – hafísinn júní 2010
- IJIS
- Myndirnar eru af heimasíðu NSIDC, nema sú neðsta sem er frá IJIS
Tengt efni á loftslag.is:
- Hafís | Maí 2010
- Íshafsbráðnun og siglingaleiðir
- Spár um lágmarksútbreiðslu hafíss i ár
- Helstu sönnunargögn
- NASA | Heitasta 12 mánaða tímabilið
- Hitastig árið 2009
- Tag – Hafís
- Ísbirnir við hnignandi hafís
- Er hafís Norðurskautsins að jafna sig?
- Síðbúið vetrarhámark hafíssins á norðurhveli
Þetta með Nares sund virkar cirka þannig að ísinn flæðir þar í gegn um mjótt sundið á milli norðurodda Grænlands og Ellismere eyjar. Í fyrra náði ísinn ekki að flæða gegn fyrr en langt var liðið á sumarið þegar ísinn norðan sundsins náði að lokum að brotna upp. Það er þessi ísstífla sem talað er um sem „Ice Arch“.
Frá því í vor á þessu ári hefur ísinn hinsvegar náð að streyma viðstöðulaust í gegn. Þetta skiptir máli vegna þess að ísinn sem þarna sleppur í gegn er af svæðum á Norður-Íshafinu þar sem elsta og þykkasta ísinn er að finna.
Það er því eiginlega ekki rétt að segja að Nares sund er orðið ísfrítt, það var hinsvegar óvenju ísfrítt snemma í fyrrasumar þegar allur ísinn þar hafði streymt suður á þess að nokkuð kæmi í staðinn vegna þessar stíflu.
Takk fyrir ábendinguna Emil. Ég ætla að skoða þetta, spurning að endurorða þetta á þennan hátt t.d. að – “Nares Sund er orðið óvenjulega ísfrítt óvenju snemma í ár, svipað var upp á teningunum 2007”