Hafís | Júní 2010

Útbreiðsla hafíss í júní mánuði var sú minnsta fyrir mánuðinn síðan gervihnattamælingar hófust, frá 1979 til 2010. Hitastigið á Norðurskautinu var yfir meðallagi og hafísinn hörfaði frekar hratt í mánuðinum. Í júní byrjaði ástand sem nefnist tvípóla frávik (dipole anomaly), sem er loftþrýstingskerfi í lofthjúpnum sem m.a. var að hluta til meðvirkandi árið 2007, þegar hafísútbreiðslan var sú minnsta samkvæmt mælingum við lok sumarsins.

Hafís útbreiðslan að meðaltali í júnímánuði 2010, var 10,9 milljón ferkílómetrar, sem er 1,3 milljón ferkílómetrum undir meðalútbreiðslu áranna 1979 til 2000 og 190.000 ferkílómetrum undir fyrra meti fyrir júnímánuð, frá 2006.

Þróun hafísútbreiðslunnar 2010, viðmiðun við meðaltal áranna 1979 – 2000 og einnig eru árin 2006 og 2007 sýnd til viðmiðunnar.

Samanburður á meðalútbreiðslu hafís í júnímánuði, eftir árum. Eins og sjá má er línuleg minnkun í þróun útbreiðslu hafíssins og er leitnin sem svarar til um 3,5% minnkunar á áratug.

Tvípóla loftþrýstingsfrávikið, ástand líkt því sem var m.a. ríkjandi árið 2007.

Nares Sund er orðið ísfrítt óvenju snemma í ár, það gerðist einnig árið 2007.

Samanburður á útbreiðslu hafíss, frá árinu 2002 til 2010.

Heimildir:

Tengt efni á loftslag.is:

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.