Síðustu 12 mánuðir eru þeir heitustu frá því mælingar hófust, eins og fram hefur komið á einhverjum fjölmiðlum að undanförnu. Við höfum hér á loftslag.is fjallað um það þegar metið féll í vor, en síðan hefur metið fallið enn og aftur að undanförnu. 12 mánaða vegið meðaltal er nokkuð sem litið er til þegar hitastig í heiminum er skoðað. Kosturinn við þá aðferð er að alltaf er hægt að sjá hvert meðalhitastig síðustu 12 mánaða er mánuð fyrir mánuð, án þess að sveiflur einstakra mánaða komi sterklega inn. Eins er ekki aðeins verið að skoða hitastig almanaksársins sem getur í raun innihaldið sveiflur sem hafa mikil áhrif á heildarútkomu þess árs. Á mynd 1, má sjá hvernig þróun 12 mánaða vegins meðaltals hitafráviks í heiminum hefur verið síðan 1880. Sjá má að leitnin er nánast eins og sú sem sjá má á öðrum hitastigsgröfum sem sýna þróun hitastigs fyrir tímabilið.
Eins og áður hefur komið fram, í færslu frá því í janúar, þá gæti almanaksárið 2010 orðið það heitasta frá upphafi mælinga og fyrstu 7 mánuðirnir eru orðnir þeir heitustu fyrir það tímabil síðan mælingar hófust. Það þykir ljóst að El Nino er einn af þeim þáttum sem hefur haft áhrif á hitastig ársins. El Nino ástandið (sem yfirleitt hefur áhrif á hitastig í heiminum, til hækkunar) var til staðar í Kyrrahafi þar til í maí mánuði, en núna stefnir í La Nina (sem er andstætt ástand við El Nino) og getur það haft áhrif á restina á árinu. Sá El Nino sem er ný yfirstaðinn var meðalsterkur, til að mynda þá var sá El Nino sem var árið 1998 aftur á móti sá sterkasti í langan tíma og var m.a. kallaður súper-El Nino. Á mynd 2 má sjá samanburð á hitastigið fyrstu 7 mánaða áranna 1998, 2005 og 2010.
Heimildir:
Tengdar færslur á loftslag.is:
- Fréttir fjölmiðla sem tengjast loftslagsmálum
- Hitahorfur fyrir árið 2010
- Hitastig | Júní 2010
- Hafís | Júli 2010
- NASA | Heitasta 12 mánaða tímabilið
- Hitastig árið 2009
- Tag – Hitastig
- Helstu sönnunargögn
Það sem mér finnst merkilegt í þessu er að eins og stendur er LaNina í gangi. LaNina hefur kælir stórann hluta af yfirborði Kyrrahafsins og það skilar sér til lækkunar hnattræns meðaltals. Það að hafa samt 12 mánaða hitamet er því ótrúlegt. Eins ætti þetta að vera umhugsunarefni fyrir þá sem vilja kenna virkni sólar um hlýnunina, en sólin hefur verið í rólegri kanntinum síðustu ár.