Hitastig | Júlí 2010

Helstu atriðið varðandi hitastig júlímánaðar á heimsvísu

  • Sameinað hitastig fyrir bæði land og haf fyrir júlí 2010 var það næst heitasta samkvæmt skráningum á eftir 1998, með hitafráviki upp á 0,66°C yfir meðalhitastigi 20. aldarinnar (15,8°C).
  • Hitastig á landi á heimsvísu fyrir júlímánuð 2010 var það heitasta samkvæmt skráningum, með hitafrávik upp á 1,03°C yfir meðaltali 20. aldar.
  • Hitastig við yfirborð sjávar var það 5. heitasta samkvæmt skráningum, með hitafrávik upp á 0,54°C yfir meðaltali 20. aldar. Hátt hitastig var mest áberandi í Atlantshafinu.
  • La Nina ástand þróaðist í júlí 2010, þegar hitafrávik yfirborðs sjávar (SST – sea surface temperature) í Kyrrahafi hélt áfram að lækka í júlí 2010. Samkvæmt loftslagsmiðstöð NOAA þá er gert ráð fyrir að La Nina ástandið haldi áfram að styrkjast og standa yfir veturinn 2010-2011.
  • Fyrir árið fram til loka júlí, þá var sameinað hitastig fyrir land og haf það heitasta fyrir tímabilið janúar – loka júlí, samkvæmt skráningum, með hitafráviki upp á 0,68°C yfir meðalhitastigi 20. aldarinnar

Júlí 2010

Helstu atriði sýnd á myndum og gröfum, bæði fyrir mánuðinn júlí og tímabilið janúar – júlí.

Í töflunni hér fyrir neðan má lesa helstu tölur varðandi hitastigsfrávikin fyrir júlímánuð 2010.

Júlí Frávik Röð
(af 131 ári)
Heitasti/næst heitasti júlí
samkv. skrám
Á heimsvísu
Land +1,03°C Heitasti 1998(+1,02°C)
Haf +0,54°C 5. heitasti 2009 (+0,58°C)
Land og haf +0,66°C 2. Heitasti 1998 (+0,70°C)
Norðuhvel jarðar
Land +1,18°C Heitasti 1998 (+1,04°C)
Haf +0,61°C 3. heitasti 2009 (+0,64°C)
Land og Haf +0,82°C Heitasti 2005 (+0,74°C)
Suðurhvel jarðar
Land +0,63°C 6. heitasti 1998 (+0,96°C)
Haf +0,49°C 5. heitasti 1998 (+0,60°C)
Land og Haf +0,51°C 7. heitasti 1998 (+0,66°C)

Og svo hitafrávikin fyrir tímabilið janúar til júlí 2010:

Janúar- Júlí Frávik Röð
(af 131 árí)
Heitasta/næst
heitasta tímabilið
Á heimsvísu
Land +1,07°C Heitasta 2007 (+1,06°C)
Haf +0,54°C 2. heitasta 1998 (+0,56°C)
Land og Haf +0,68°C Heitasta 1998 (+0,67°C)

Í grafinu hér undir má sjá þessi gögn í öðru ljósi:

Og svo að lokum hitafrávikin fyrir tímabilið janúar – júlí eftir árum.

Eins og sést hefur hitastigið það sem af er árinu verið í hæstu hæðum, sjá einnig Heitustu 12 mánuðir síðan mælingar hófust.

Heimildir og annað efni af loftslag.is:

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.