Stærsta sjávarfallatúrbína heims

Þau gerast ekki mikið stærri en þetta. Fyrirtækið Atlantis Auðlindir í Skotlandi hefur svipt hulunni af stærstu sjávarfallatúrbínu heims, 73 feta (22,25 m) há, 1.300 tonn og með blöð sem eru 60 fet (um 18 m). AK-1000, eins og smíðin er kölluð, er með tvo rafala sem eru hannaðir til að virkja bæði sjávarföll flóðs og fjöru. Raforkan sem verður til getur mögulega framleitt næga orku fyrir um 1.000 heimili.

“Þetta er eitt af harðgerðasta umhverfi á plánetunni”, sagði framkvæmdastjóri fyrirtækisins Tim Cornelius. Til að gera túrbínurnar nógu sterkar, þá þurfti að einfalda hönnun þeirra til að tryggja nægan styrk fyrir þetta harðskeytta umhverfi sem búast má við í sjónum.

AK-1000 ætti einnig að hafa lágmarks áhrif á umhverfið, þar sem blöðin snúast hægt, eða aðeins um sex til átta umganga á mínútu. Túrbínan er nú í prófunum áður en henni verður komið endanlega fyrir í Pentlandfirði í Skotlandi.

Heimildir:

Tengdar færslur á loftslag.is:

[Uppærsla á yfirskrift fréttarinnar – 21. ágúst klukkan 14:20]

Athugasemdir

ummæli

Tags:

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.