Ýmsir erlendir miðlar hafa birt fréttir af nýrri rannsókn, sem kom í tímaritinu Science, í síðustu viku. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur m.a. fram að gervihnattamælingar benda til breytinga í framleiðni gróðurs í heiminum á síðasta áratug, í samanburði við tvo síðust áratugi þar á undan. Hér undir má sjá stutt myndband frá NASAexplorer, þar sem þessi rannsókn er útskýrð að nokkru leiti. Í lýsingu NASAexplorer á myndbandinu kemur eftirfarandi fram:
Síðasti áratugur var sá heitasti síðan reglulegar mælingar hófust árið 1880. Fyrri rannsóknir hafa gefið til kynna að á níunda og tíunda áratug síðustu aldar, hafi hærra hitastig og meiri úrkoma, sem stundum er tengt við loftslagsbreytingar, almennt haft jákvæð áhrif á framleiðni gróðurs. Ný rannsókn sem komu út í Science í þessari viku, gefa vísbendingu um að, eftir því sem hitastig heldur áfram að hækka, þá mun hagur gróðursins verða yfirbugaður af lengri og tíðari þurrkum. Háupplausnar gögn frá MODIS (Moderate Resolution Imaging Spectroratiometer) gefa til kynna minni nettó framleiðni plantna, frá 2000-2009 miðað við tvo fyrri áratugi.
Ýtarefni tengt þessu efni:
- Plant Growth Declining in Warming World, Despite Predictions
- Trees Soaking Up Less Carbon Than Expected, Study Finds
- Rising temperatures reducing ability of plants to absorb carbon, study warns
Tengt efni á loftslag.is:
- NASA | Hin óvenjulega pláneta
- NASA | Heitasta 12 mánaða tímabilið
- NASA | Stórtölvutækni og loftslagslíkön
- NASA | Augu Hnatt Hauksins fyrir Vísindin
- Tölvubúnaður NASA
- Að mæla hita jarðar
Leave a Reply