Jörðin er kolefnissvelt – Umfjöllun um mýtu

Dr. Richard Alley

Þetta myndband frá Greenman3610 (Peter Sinclair) fjallar m.a. um þá mýtu að það hafi áður verið mikið CO2 í andrúmsloftinu (sem er rétt) og þ.a.l. skipti magn CO2 í dag ekki svo miklu máli heldur (sjá m.a. mýtuna – Styrkur CO2 var hærri til forna). Í myndbandinu bregður vísindamanninum Dr. Richard Alley fyrir nokkrum sinnum og eru flest þau klipp frá fyrirlestri hans, CO2 – áhrifamesti stjórntakkinn (sem við á loftslag.is mælum eindregið með). Að mestu leiti nálgast Greenman efnið út frá þessari mýtu um að meira CO2 sé bara betra og að venju bregður fyrir kaldhæðni í efnistökum hjá honum. Í lýsingu sinni á myndbandinu segir hann:

Saga Jarðar er stórbrotin og fjölbreytt, og það er auðvelt að verða ringlaður og bjaga hana með því að blanda saman hlutum sem ekki eiga saman í raunveruleikanum.

Það sem var náttúrulegt í fjarlægri fortíð passar ekki endilega vel saman með veröld manna. Að láta nútíma manneskjur og loftslag fornaldar mætast gæti leitt til árekstrar.

Ítarefni

Hægt er að nálgast fleiri myndbönd eftir Greenman hér á loftslag.is:  Greenman3610.

Tengt efni á loftslag.is:

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.