Noam Chomsky í beinni á Íslandi

Á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, sem haldin er síðar í þessum mánuði, verður boðið upp á mynd-fyrirlestur með Noam Chomsky í Sal 1 í Háskólabíói þriðjudaginn 28. september næstkomandi, frá kl. 17 til 19. Um er að ræða fyrirlestur þar sem Chomsky talar í beinni útsendingu á bíótjaldi frá heimabæ sínum, Cambridge í Massachusetts.

Fyrirlesturinn er haldinn í samvinnu við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Aðgangur að honum er ókeypis. Sjá nánar, Noam Chomsky heldur fyrirlestur á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð. Það er möguleiki á að koma með spurningar fyrir Chomsky á heimasíðu RIFF, sjá nánar Viltu spyrja Noam Chomsky að einhverju?

Noam Chomsky hefur einnig verið ötull í umræðunni um loftslagsmál. Í myndbandinu hér undir talar Chomsky um hið samhljóða álit vísindamanna og  um þá sem afneita loftslagsvísindunum og það pláss sem hverri hlið fyrir sig er gefið í fjölmiðlum. Fjölmiðlar láta oft á tíðum í veðri vaka að um tvo jafnstóra hópa sé að ræða og að það sé fjörleg umræða um það hvort gróðurhúsalofttegundir hafi áhrif á hitastig eða ekki. Þetta er kolrangt þar sem meðal vísindamanna er nær samhljóða álit í þessum efnum og þar af leiðandi endurspeglar umræðan oft ekki þann samhljóm. Eftir Chomsky er stutt viðtal við Bill McKibben forsvarsmann 350.org þar sem hann ræðir m.a. um svokallaða vendipunkta í loftslagi, ásamt því sem 350.org er að reyna að ná fram með hreyfingunni.

Ítarefni:

Tengt efni af loftslag.is

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður, skrifstofublók, nemi og áhugamaður um loftslagsmál.