Hafís | Ágúst 2010

Hafís Norðurskautsins nær yfirleitt lágmarksútbreiðslu um miðjan september. Í ágúst var hafísútbreiðslan sú næst lægsta fyrir mánuðinn síðan gervihnattamælingar hófust, aðeins 2007 var minni útbreiðsla. Þann 3. september fór hafísútbreiðslan undir minnstu útbreiðslu ársins 2009 og er þar með örugglega komin með 3. lægstu lágmarksútbreiðslu samkvæmt mælingum.

Bæði Norðvestur- og Norðuausturleiðin eru að stórum hluta hæfar til siglinga, þannig að það er mögulegt að sigla hringinn. Minnsta kosti tveir leiðangrar eru að reyna þá siglingu um þessar mundir, en það er norskur leiðangur á Borge Ousland og svo rússnesk snekkja Peter I.

Á heimasíðu sem fjallar um útbreiðslu hafíss, er sett upp tafla sem sýnir hver lokaútkoman verður miðað við þær forsendur að lok bráðnunartímabilsins hagi sér líkt og síðastliðin 5 ár, sjá hér. Þetta er fróðleg pæling og eins og staðan er um þetta leiti lítur þetta svona út:

Ef bráðnunin 2010 verður eins mikil og var árið…

  • 2005 eftir þessa dagssetningu, verður lágmark ársins 4,65 miljón km2.
  • 2006 eftir þessa dagssetningu, verður lágmark ársins 4,82 miljón km2.
  • 2007 eftir þessa dagssetningu, verður lágmark ársins 4,82 miljón km2.
  • 2008 eftir þessa dagssetningu, verður lágmark ársins 4,95 miljón km2.
  • 2009 eftir þessa dagssetningu, verður lágmark ársins 4,90 miljón km2.

Þess má geta að getspakir aðilar voru búnir að giska á útkomu ársins í athugasemdum hér á loftslag.is og lentu spár þeirra á bilinu 4,1 – 4,9 miljón km2, sjá nánar í athugasemdum við færsluna Spár um lágmarksútbreiðslu hafíss í ár.

Meðal útbreiðsla hafíss í ágúst var 5,98 miljón km2, sem er 1,69 miljón km2 undir meðaltali áranna 1979 til 2000, en 620.000 km2 yfir meðaltal ágústmánaðar 2007.

Við lok ágúst var hafísútbreiðslan það 4. lægsta samkvæmt mælingum, á eftir lægsta gidið fyrir 2007, 2008 og 2009. Þann 3. september fór útbreiðslan undir lágmarkið sem var 2009 og er því orðið það þriðja lægsta samkvæmt mælingum, þegar u.þ.b. ein til tvær vikur eru eftir að bráðnunartímabilinu.

Hafísútbreiðslan í ágúst 2010 var sú næst minnsta fyrir mánuðinn síðan mælingar hófust. Línuleg minnkun hafíss fyrir mánuðinn er um þessar mundir 8,9% minnkun á áratug.

Samanburður hafísútbreiðslu allra áranna frá árinu 2002, IJIS.

Hér má sjá mynd af NewScientist, sem sýnir mat á þróun rúmmáls hafíssins á Norðurskautinu síðan 1979, þegar gervihnattamælingar hófust. Rúmmálið segir okkur hugsanlega meira um ástand hafíss en flatarmál (útbreiðsla) hafíssins og eins og sjá má hér, þá er breytingin í rúmmáli talin vera nokkuð mikil á þessu tímabili.

Heimildir:

Tengt efni á loftslag.is:

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.