Hitastig | Ágúst 2010 og þróun hitastigs það sem af er ári

Helstu atriðið varðandi hitastig ágústmánaðar á heimsvísu

  • Sameinað hitastig fyrir bæði land og haf fyrir ágúst 2010 var það þriðja heitasta samkvæmt skráningum, með hitafráviki upp á 0,60°C yfir meðalhitastigi 20. aldarinnar (16,2°C).
  • Hitastig á landi á heimsvísu fyrir ágústmánuð 2010 var það næst heitasta samkvæmt skráningum, með hitafrávik upp á 0,90°C yfir meðaltali 20. aldar (13,8°C).
  • Hitastig við yfirborð sjávar var það 6. heitasta samkvæmt skráningum, með hitafrávik upp á 0,50°C yfir meðaltali 20. aldar (16,4°C).
  • Sameinað hitastig fyrir bæði land og haf fyrir tímabilið júní-ágúst 2010 var það næst heitasta samkvæmt skráningum, með hitafráviki upp á 0,64°C yfir meðalhitastigi 20. aldarinnar (15,6°C), aðeins árið 1998 hefur verið heitara fyrir það tímabil.
  • Hitastig á landi á heimsvísu fyrir tímabilið júní til ágúst 2010 var það heitasta fyrir tímabilið samkvæmt skráningum, með hitafrávik upp á 1,00°C yfir meðaltali 20. aldar (13,8°C), sem er aðeins heitara en 1998 sem er númer 2 núna.
  • Hitastig við yfirborð sjávar fyrir júní-ágúst var það 5. heitasta samkvæmt skráningum, með hitafrávik fyrir tímabilið upp á 0,51°C yfir meðaltali 20. aldar (16,4°C).
  • Fyrir tímabilið janúar til ágúst 2010 þá var sameinað hitastig fyrir bæði land og haf  jafnheitt og 1998, og þar með jafn sem það heitasta samkvæmt skráningum, með hitafráviki fyrir tímabilið upp á 0,67°C yfir meðalhitastigi 20. aldarinnar (14,7°C).

Ágúst  2010

Helstu atriði sýnd á myndum og gröfum, bæði fyrir mánuðinn ágúst og tímabilið janúar – ágúst.

Í töflunni hér fyrir neðan má lesa helstu tölur varðandi hitastigsfrávikin fyrir ágústmánuð 2010.

Ágúst Frávik Röð
(af 131 ári)
Heitasti/næst heitasti ágúst
samkv. skrám
Á heimsvísu
Land +0,90°C 2. Heitasti 1998(+0,95°C)
Haf +0,50°C 6. heitasti 2009 (+0,57°C)
Land og haf +0,60°C 3. Heitasti 1998 (+0,67°C)
Norðuhvel jarðar
Land +1,15°C Heitasti 1998 (+0,96°C)
Haf +0,59°C 4. heitasti 2005 (+0,64°C)
Land og Haf +0,79°C Heitasti 2003 (+0,72°C)
Suðurhvel jarðar
Land +0,28°C 22. heitasti 2009 (+1,31°C)
Haf +0,43°C 9. heitasti 1998 (+0,57°C)
Land og Haf +0,40°C 11. heitasti 2009 (+0,65°C)

Og nú að hitafrávikunum fyrir tímabilið janúar til ágúst 2010:

Janúar- Ágúst Frávik Röð
(af 131 árí)
Heitasta/næst
heitasta tímabilið
Á heimsvísu
Land +1,04°C Heitasta 2007 (+1,02°C)
Haf +0,53°C 2. heitasta 1998 (+0,56°C)
Land og Haf +0,67°C Heitasta 2002 (+0,62°C)

Í grafinu hér undir má sjá þessi gögn í öðru ljósi:

Og svo hitafrávikin fyrir tímabilið janúar – ágúst eftir árum.

Samkvæmt tölum frá NASA er tímabilið janúar til ágúst einnig það heitasta frá því mælingar hófust, sjá hér samanburð NASA á milli þriggja heitustu áranna fyrir tímabilið janúar til ágúst.

Eins og sést hefur hitastigið það sem af er árinu verið í hæstu hæðum, sjá einnig Heitustu 12 mánuðir síðan mælingar hófust.

Heimildir og annað efni af loftslag.is:

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.