Rostungar í vanda ?

Enn á ný skoðar Greenman3610 (Peter Sinclair) eina af hugsanlegum afleiðingum loftslagsbreytinga. Nú skoðar hann hlut rostunga, sem hafa safnast fyrir á ströndum í þúsundatali nokkur síðustu ár, sem er eitthvað sem vísindamenn eru að skoða nánar til að átta sig á hvað veldur, því þetta virðist vera breyting í háttum rostunga. Í lýsingu Greenman3610 um myndbandið stendur eftirfarandi:

Hinn aukni hraði í hlutfalli útdauðra lífvera er ekki bara áform sem móðir náttúra hefur.

Það eru áhrif sem hægt var að búast við vegna loftslagsbreytinga.

Með auknum breytingum á Norðurskautinu, þar sem breytingar gerast hraðar en nokkur staðar í heiminum, eru ísbirnir sú tegund sem er meðal þeirra sem eru taldir vera í mestri hættu.

Umfjöllunarefni dagsins: Kyrrahafs rostungurinn

Ítarefni

Hægt er að nálgast fleiri myndbönd eftir Greenman hér á loftslag.is:  Greenman3610.

Tengt efni á loftslag.is:

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.