Fyrirlestur Chomsky í dag og pallborðsumræður

Mig langar að minna á fyrirlestur Noam Chomsky í dag í Háskólabíói, sal 1. Ég er meðal annarra með í pallborðsumræðum sem verða á undan fyrirlestrinum.

Klukkan 17 byrja umræðurnar og er áætlunin sem hér segir:

17.00 Peter Wintonick segir nokkur orð um Chomsky.
17.05 Inngangur að pallborðinu.
Jón Ólafsson (stjórnar umræðum): Framtíð sjálfstæðrar hugsunar
Guðni Elísson: Dómsdagsklukkan tifar: Upplýsing og afneitun í ljósi loftslagsvísinda
Irma Erlingsdóttir: Að halda réttlæti að valdinu – í anda Chomskys
Sólveig Anna Jónsdóttir: Andóf og aktívismi
Sveinn Atli Gunnarsson: Loftslagsbreytingar af mannavöldum – Ákvarðanir til framtíðar
17.30 (ca) Umræður
18.00 Chomsky
19.00 Umræður um fyrirlestur Chomsky
19.30 Lok

Þess má geta að fyrirlestur minn mun birtast hér á loftslag.is. Einnig ætlum við að taka þær spurningar sem við fáum í sambandi við fyrirlesturinn upp hér á loftslag.is.

Tengt efni af loftslag.is

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.