Eru úthöfin að hitna?

Sumir halda því fram að úthöfin séu hreint ekki að hlýna, þvert á móti þá séu þau að kólna. Þær fullyrðingar styðjast við gögn sem að sýna lítilsháttar kólnun í nokkur ár eftir 2004. Ef tekið er lengra tímabil, er greinilegt að úthöfin eru að hlýna, líkt og yfirborð Jarðar og veðrahvolfið.

Úthöfin þekja um 70% af yfirborði Jarðar og geyma um 80% af varmaorkunni sem er að byggjast upp á Jörðinni, því er hlýnun úthafanna ein af stóru vísbendingunum um hnattræna hlýnun Jarðar. Fullyrðingar um að úthöfin hafi kólnað lítillega undanfarin ár eru réttar. Fullyrðingar þar sem sagt er að hlýnun Jarðar hafi hætt vegna þess að úthöfin hafa kólnað eru rangar. Náttúrulegur breytileiki veldur því að hlýnun úthafanna er ekki í beinni línu. Þetta er ástæðan fyrir því að vísindamenn tala oftast nær um leitni þegar verið er að fjalla um loftslag – yfirleitt 30 ár eða meir – þannig að skammtíma sveiflur sem eru afleiðing af náttúrulegum breytileika hverfa (t.d. eru sveiflur í El Nino og La Nina stór þáttur í náttúrulegum breytileika í hitastigi sjávar).

Ef skoðuð er leitni í hitainnihaldi úthafanna síðastliðna hálfa öld, þá sést eftirfarandi:

Heimild: Levitus 2009

Það eru þó nokkrar deilur um hversu nákvæmar svokallaðar Argo baujur eru – en þær eru fljótandi mælitæki sem lögð hafa verið í sjó og sökkva reglulega niður á 700 m dýpi og mæla hitastig niður á það dýpi. Ein af leiðunum sem vísindamenn fara til að reyna að leysa þær deilur er að greina fleiri gagnasöfn – þ.e. aðrar leiðir til að mæla sjávarhita. Þannig hafa sjö mismunandi teymi vísindamanna, sem öll nota mismunandi tæki og aðferðir, fundið ákveðna leitni gagnanna. Þótt það sé nokkur mismunur í niðurstöðum þessari mismunandi teyma, þá er eitt sem þær sýna allar: langtímaleitni sjávarhita er á uppleið:

Heimild: Lyman 2010

Viðbrögð úthafanna við loftslagsbreytingum eru víðtækar, þar á meðal er brestur í fæðukeðjum vegna breytinga í efnafræði sjávar vegna CO2, en einnig minnkar geta úthafanna til að gleypa CO2 með auknu hitastigi. Einnig má nefna sjávarstöðubreytingar vegna þennslu sjávar við aukið hitastig – auk þess sem vatnsgufa í lofthjúpnum eykst.

Þótt margt sé eftir ólært um úthöfin, þá er allavega vitað að betra er að skoða allar hliðar loftslagsbreytinga með hliðsjón af mörgum gagnasöfnum. Ef hiti úthafana er notaður sem vísir, þá er ljóst að hlýnunin heldur áfram og líklegt að sú hlýnin haldi áfram ef ekki verður dregið úr losun CO2 út í andrúmsloftið.

Í stuttu máli sagt, gögn benda til að hlýnun Jarðar haldi áfram, þrátt fyrir skammtímasveiflur í hitastigi sjávar.

Heimildir, frekari upplýsingar og tengt efni

Þessi færsla er þýðing á færslu af Skeptical Science, þar sem reynt hefur verið að einfalda textann fyrir almenna lesendur. Einnig er til upprunalegur texti um það sama og bendum við á þá færslu með frekari heimildir.

Það er ágætis umfjöllun í IPCC AR4  kaflanum um breytingar úthafanna og sjávarstöðu (15Mb PDF).

Josh Willis hefur skrifað áhugaverðan pistil um svipað efni: Is It Me, or Did the Oceans Cool?

Nýleg bloggfærsla fjallar um hlýnun sjávar á öllu fræðilegri hátt:  Does Back-Radiation “Heat” the Ocean? – Part One, sjá einnig færslu á bloggsíðu moyhu um svipað efni á einfaldari hátt:  Can downwelling infrared warm the ocean?

Tengdar færslur á loftslag.is

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál