Endurbirting færslu frá því í júní hér af loftslag.is.
Inngangur
Það er nokkuð almenn einning meðal vísindamanna sem vinna að loftslagstengdum rannsóknum, um að athafnir mannsins og þá sérstaklega bruni jarðefnaeldsneytis hafi áhrif að loftslagið á hnattræna vísu. Eftir áratuga rannsóknir og umræður, m.a. hjá nefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC) og mikið átak við að miðla þekkingunni áfram til almennings, þá er það almennt álit þeirra sem vinna að þessu á vísindalegum grunni að aðgerða sé þörf og að draga þurfi úr losun gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftið.
Minna er hinsvegar vitað um hvort þetta er einnig tilfellið meðal hagfræðinga (og viðskiptamenntaðra) sem rannsaka loftslagsmál, þ.e. um hugsanleg áhrif gróðurhúsalofttegunda og afleiðingar hækkandi hitastigs á hagkerfið. Umfangsmikil fjölmiðlaumfjöllun um kostnaðinn við aðgerðir við að taka á loftslagsvandanum, getur auðveldlega leitt til þess að utanaðkomandi hafi það á tilfinningunni að hagfræðingar séu á móti reglugerðum varðandi loftslagsmál eða að ekki sé um mikla ógn að ræða fyrir hagkerfið, þó svo losun gróðurhúsalofttegunda haldi áfram nú sem áður. Í þessari skýrslu sem um er rætt í þessari færslu skoða þeir J. Scott Holladay, Jonathan Horne og Jason A. Schwarts hvernig þessi mál standa. Með því að fylgjast með því hvað sérfræðingar á sviðinu eru að gera, reyna þeir að komast að niðurstöðu varðandi málið. Útkoman er sláandi. Hagfræðingar eru almennt sammála um að loftslagsbreytingar séu ógn við hagkerfi heimsins. Það sem meira er, þá eru flestir á því að það sé hagur í því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og að sá hagur geti réttlætt kostnaðinn við það. Flestir styðja einhverskonar markaðskerfi þar sem hægt væri að draga úr losun, með t.d. Cap and Trade eða einhverskonar sköttum. Það eru líka svið þar sem hagfræðingar eru ekki sammála um hvernig á að standa að verki, m.a. um það hvernig á að standa að því að skoða ábyrgð núverandi kynslóðar gagnvart kynslóðum framtíðarinnar. Þar skiptust svörin jafnt á milli aðferða. En heilt yfir þá er myndin skýr; það ríkir almennt samkomulag meðal hagfræðinga sem vinna að rannsóknum tengdum loftslagsmálum, að losun gróðurhúsalofttegunda sé raunveruleg ógn við hagkerfið og að ef rétt er að verki staðið við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda þá muni það skila fjárhagslegum ávinning fyrir hagkerfið í heild. Þó umræðan sé sífellt í gangi, þá getur þessi skýrsla hjálpað til við að beina augum á þær spurningar sem nauðsynlegt er að spyrja varðandi þessa hlið málsins.
Helstu atriði skýrslunnar
Í rannsókninni voru skoðuð gögn frá mörgum hagfræðingum sem einnig eru sérfræðingar í efnahagslegum áhrifum loftslagsbreytinga. Þetta var gert með spyrja sérfræðingana lykilspurninga er varða ákvarðanatöku og stefnu varðandi loftslagsmál. Hópurinn var valinn þannig að leitað var í 25 vinsælustu efnahagstímaritunum að greinum, skrifuðum síðustu 15 árin og fjölluðu um loftslagsbreytingar. Það var haft samband við þá u.þ.b. 300 greinarhöfunda sem fundust við þessa leit og þeir spurðir spurninganna. Meira en helmingur þeirra svaraði. Niðurstaðan sýnir að það var nokkuð gott samkomulag manna á milli varðandi sumar spurningarnar en hvatt er til áframhaldandi umræðu um aðrar.

Hlutfall svara varðandi "umhverfisleg áhrif losunar gróðurhúsalofttegunda, eins og henni er lýst af leiðandi vísindamönnum, geti valdið marktækri hættu í mikilvægum efnahagslegum geirum Bandaríkjanna og heimsins"
Niðurstöðurnar eru m.a. eftirfarandi:
- 84% þeirra sem svöruðu voru annað hvort sammála eða mjög sammála að “umhverfisleg áhrif losunar gróðurhúsalofttegunda, eins og henni er lýst af leiðandi vísindamönnum, geti valdið marktækri hættu í mikilvægum efnahagslegum geirum Bandaríkjanna og heimsins”.
- 75% voru annað hvort sammála eða mjög sammála því að “óvissa sem tengist umhverfis- og efnahagslegum áhrifum vegna losunar gróðurhúsalofttegunda eykur gildi þess að stjórna losun, ef gert er ráð fyrir einhverri áhættustýringu”.
- Landbúnaður var sá innlendi (BNA) efnahagsgeiri sem flestir sögðu að væri “líklegur til að verða fyrir neikvæðum áhrifum vegna loftslagsbreytinga”, þar sem 86% völdu þann geira.
- 91,6% vildu heldur eða vildu mikið heldur “markaðsfræðilegar aðferðir, svo sem kolefnisskatta eða markað fyrir kolefnislosun” fram yfir fyrirskipanir og stjórn (command-and-control) reglugerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda
- 80,6% vildu heldur uppboð á kolefnisleyfum heldur en að úthluta þeim frítt
- 97,9% voru sammála eða mjög sammála því að “setja “verð á kolelfni” með sköttum eða hafa markað fyrir kolefnislosun myndi vera hvataaukandi til skilvirkari orkunotkunnar og til þróunnar á lausnum sem draga úr kolefnislosun.
- 57% voru sammála því að stjórnvöld í BNA ættu að skuldbinda sig til minni losunar gróðurhúsalofttegunda “hvað sem líður þátttöku annara landa”, á meðan 15,5% í viðbót voru sammála því að þau ættu að gera það “ef stjórnvöld næðu að bindast marghliða sambandi við önnur lönd um að minnka losun” og 21,8% voru sammála því að BNA ættu að vera framarlega “ef aðrar stórar losunar þjóðir gerðu víðtækar skuldbindingar á heimsvísu”. Aðeins 0,7% vildu bíða þar til öll önnur lönd myndu skuldbinda sig til aðgerða og 2,1% telja að BNA ættu að fara út í aðgerðir hvað sem líður aðgerðum annarra þjóða.
- 92,3% voru sammála eða mjög sammála því að “flest umhverfis- og efnahagsleg áhrif af losun gróðurhúsalofttegunda muni lenda á kynslóðum framtíðarinnar”
- 37,5% svöruðu “hag komandi kynslóða” ætti að meta “með því að reikna hann út sem fasta ávöxtunarkröfu” á meðan 36,8% vildu að meta ætti hann “með öðrum mögulegum leiðum (eins og t.d. hyperbolic discounting)”
- Miðgildið fyrir ávöxtunarkröfuna vegna mats áhrifa fyrir kynslóðir framtíðarinnar, ef ávöxtunarkrafa yrði notuð, var 2,4%, en þess má geta að það var mikill breytileiki, sem hægt er að túlka sem svo að ekki hafi verið almennt samkomulag um það atriði.
- Miðgildið fyrir þjóðfélagslegan kostnað af kolefni var áætlaður $50, en einnig þar var einnig mikill breytileiki, sem er þá hægt að túlka sem vöntun á samkomulagi um hversu yfirgripsmikil skaði geti orðið vegna hverrar einingar af losun gróðurhúsalofttegunda.
Niðurstaða
Það tekur oft furðu langan tíma þar til fjölmiðlar bera kennsl á skoðanir sérfræðinga og einnig þar til það kemst áleiðis til þeirra sem taka ákvarðanir svo og almennings. Mörgum árum eftir að meirihluti loftslagsvísindamanna náði einingu um að hnattræn hlýnun væri í gangi og gæti haft alvarlegar afleiðingar, þá koma enn fram fréttir þar sem málið er sett fram eins og að enn séu deilur meðal þeirra um efnið. Það var haldin ráðstefna svo seint sem í september 2009 á vegum Sameinuðu þjóðanna til að ræða hvers vegna fjölmiðlum hefði mistekist að koma einingu vísindamanna varðandi loftslagsbreytingar í meðvitund almennings. Svipuð mistök í boðskiptum virðast ætla að koma í veg fyrir að fjölmiðlar, ákvarðanatakendur og almenningur komist að því að það er eining meðal þeirra sem skoða hagfræðilegu hlið lofslagsmálanna.
- Meira að segja í grein þar sem rætt var um að flestir Bandaríkjamenn styddu “Cap and Trade” lausn, sem er markaðsfræðileg lausn, sem 92% af hagfræðingum styðja – var talað um “umdeilanlega” lausn.
- Öldungardeildarþingmenn halda áfram að deila um það hvort að loftslagsbreytingar muni hafa áhrif á efnahagskerfi og landbúnað í BNA, jafnvel þó að yfir 80% sérfræðinga telji að hnattræn hlýnun muni hafa neikvæð áhrif í báðum tilfellum.
- Löggjafarþingið hefur farið í þá áttina að gefa losunarheimildir, þó svo yfir 80% sérfræðinga telji að uppboð á þeim sé betri möguleiki í efnahagslegum skilningi.
- Bandarískur almenningur er enn að velta fyrir sér hvort að það þurfi frekari rannsóknir áður en farið er í aðgerðir, kannski vegna þess að hann er ómeðvitaður um að þrír fjórðu hlutar sérfræðingum í hagfræði telja að með því að með því að draga málin á langin, með tilliti til óvissunar varðandi áhrif loftslagsbreytinga, geri það að verkum að meira virði sé að aðgerðum í dag en síðar.
- Þingið heldur áfram að vera órólegt yfir efnahagslegum afleiðingum þess að hefja aðgerðir án þess að hafa allt alþjóðasamfélagið með, á meðan mikill meirihluti er meðal sérfræðinga sem telja að einhliða aðgerðir séu réttlætanlegar og að næstum allar aðrar þjóðir myndu styðja aðgerðir í BNA í samhengi við alþjóðlega samninga.
Hagfræðingar (og aðrir viðskiptamenntaðir) er örugglega ekki sammála um allt þegar kemur að því að meta loftslagsbreytinga og lagalega möguleika varðandi þær. En jafnvel á þeim sviðum þar sem umræður eru um aðferðir, þá gæti nákvæmari lýsing af þeim möguleikum sem uppi eru koma ákvarðanatakendum vel. Með tíð og tíma munu sérfræðingarnir væntanlega ná enn meiri sátt um málið. En varðandi loftslagsbreytingar, þá getur verið að við höfum ekki þann lúxus að geta beðið eftir því að sérfræðingarnir verði smám saman sammála um öll atriði sem hafa áhrif á ákvarðanatökuna. Sú opnun sem við höfum til að finna kostnaðarhæfa (e. cost effective) möguleika til mótvægisaðgerða, gæti lokast hratt á næstunni. Þessi skýrsla sýnir að hagfræðingar hafa mikið að segja um kostnað og ávinning af því að grípa til aðgerða vegna loftslagsbreytinga. Sérfræðingar eru byrjaðir að tala með nokkuð samhljóða rödd um málið. Nú verðum við að vona að fjölmiðlar, stjórnvöld og almenningur hlusti.
Heimildir:
Tengt efni á loftslag.is:
Hérna eru greinar sem eru hreint ekki uppörvandi.
Worst case study: global temp up 7.2F degrees by 2060s
Reuters, Nov. 29, 2010
CANCUN, Mexico (Reuters) – World temperatures could soar by 4 degrees Celsius (7.2 degrees Fahrenheit) by the 2060s in the worst case of global climate change and require an annual investment of $270 billion just to contain rising sea levels, studies suggested.
Such a rapid rise, within the lifetimes of many young people today, is double the 2 degrees C (3.6 degrees Fahrenheit) ceiling set by 140 governments at a U.N. climate summit in Copenhagen last year and would disrupt food and water supplies in many parts of the globe.
Rising greenhouse gas emissions this decade meant the 2 degree goal was “extremely difficult, arguably impossible, raising the likelihood of global temperature rises of 3 or 4 degrees C within this century,” an international team wrote.
The studies, published to coincide with annual U.N. climate talks in Mexico starting on Monday, said few researchers had examined in detail the possible impact of a 4 degrees C rise above pre-industrial levels.
“Across many sectors — coastal cities, farming, water stress, ecosystems or migration, the impacts will be greater,” than at 2 degrees, wrote Mark New of Oxford University in England, who led the international team.
One study, published in the British journal Philosophical Transactions of the Royal Society A, said temperatures could rise by 4 degrees C in the worst case by the early 2060s.
Other scenarios showed the threshold breached later in the century or not at all by 2100, raising risks of abrupt changes such as a loss of Arctic sea ice in summer, a thaw in permafrost or a drying out of the Amazon rainforest.
MIGRATION
One of the papers gave what it called a “pragmatic estimate” that sea levels might rise by between 0.5 and 2 meters (1.64 to 6.56 feet) by 2100 if temperatures rose 4 degrees Celsius.
Containing a sea level rise of 2 meters, mostly building Dutch-style sea walls, would require annual investments of up to $270 billion a year by 2100.
That sum might limit migration to perhaps 305,000 people from the most vulnerable areas, wrote Robert Nicholls of the University of Southampton. Lack of protective measures could mean the forced resettlement of 187 million people.
People living on small islands, in Asia, Africa or river deltas were most at risk.
The studies concluded that governments should do more both to cut greenhouse gas emissions and research back-up methods such as “geo-engineering” programs that could dim sunlight or seek to suck greenhouse gases from the air.
http://news.yahoo.com/s/nm/20101129/sc_nm/us_climate_temperatures
Takk fyrir þetta Albert – það verður stutt frétt um þessar greinar í fyrramálið hér á loftslag.is.