Óvissa

Hvaða óvissa er?

Það er ekki vitað nákvæmlega hversu hátt hlutfall þeirrar hækkunar hitastigs sem orðið hefur, er hægt að rekja beint til athafna mannsins og hvaða áhrif eru hugsanlega ekki komin fram af hlýnuninni. Nákvæm tengsl á milli hlutfalls koldíoxíðs (og annara gróðurhúsalofttegunda) og hitastigsins er ekki alþekkt. Það er ein ástæða þess að spár um hlýnun eru ekki allar eins.

question

Hnattræn hlýnun mun hugsanlega valda öðrum breytingum sem geta aukið hlýnun í framtíðinni. Þetta geta verið hlutir eins og t.d. losun metans úr sífreranum ef hann bráðnar, sem er hægt að lýsa sem einskonar magnandi svörun (e. positive feedback). Aðrir þættir gætu hugsanlega haft áhrif til að minnka hlýnunina, sem dæmi, ef plöntur taka upp meira CO2 úr andrúmsloftinu við hærra hitastig, þess má geta að það ríkir nokkur vafi um þetta atriði. Vísindamenn þekkja ekki til hlítar hið flókna jafnvægi á milli jákvæðra og neikvæðra þátta sem hafa áhrif á hitastigið eða nákvæmlega hversu stór hlutfall hvers þáttar er. Til nánari glöggvunar er bent á grunnatriði kenningarinnar.

About the Author

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.