Loftslag.is

Tag: Myndbönd

  • Trúir þú á álfasögur?

    Trúir þú á álfasögur?

    alfasogurHvert er hlutverk stjórnmálamanna? Hvernig viljum við að stjórnmálamenn meti upplýsingar varðandi vandamál sem eru til staðar og þá t.d. hvers má ætlast til af þeim þegar kemur að loftslagsvandanum? Loftslagsvandinn er vel skjalfestur og það virðist ljóst að það þurfi að taka á honum af mikilli festu á næstu árum og áratugum – hvað sem líður flokkspólitík og persónulegum skoðunum. Ríki heims hafa m.a. skrifað undir yfirlýsingar þess efnis að það þurfi að halda hlýnun jarðar innan 2°C.

    Það er því umhugsunarvert þegar hlýnun jarðar er nefnd í ræðustól Alþingis, að þá er talað um að breytingar á loftslagi muni væntanlega hafa í för með sér mjög jákvæð tækifæri fyrir Íslendinga. Það er líka umhugsunarvert að þegar hlýnun jarðar er nefnd, þá eru stundum látnar fylgja óljósar tilvísanir í vafasamar fréttir sem virðast t.d. koma frá Pressunni (og eiga uppruna sinn í enn vafasamari heimildir af Daily Mail) um að ekki sé allt sem sýnist í loftslagsvísindunum (“en það er önnur saga” – Haraldur Einarsson, tilvísun í myndbandið). Þessi tækifæri virðast svo mikil að það tekur því ekki að nefna neikvæðar hliðar þess eða lausnir á vandanum sem er þó vel skjalfestur. Það er talað um nýja fiskistofna eins og þeir séu nú þegar í hendi og valdi litlum sem engum vandkvæðum fyrir núverandi vistkerfi og fiskistofna. Það má sjálfsagt búast við því að það séu tækifæri í stöðunni þegar hlýnun jarðar heldur áfram, en að hundsa vandann með tali um langsótt tækifæri er ekki rétta leiðin fram á við. Það þarf að ræða afleiðingar súrnunar sjávar fyrir sjávarútveg á Íslandi og það þarf að ræða lausnir á þeim vanda – svo eitthvað sé nefnt.

    Það sem við ættum að heyra frá stjórnmálamönnum er hvernig við getum tekið á vandanum og verið leiðandi í þeim efnum, t.d. með aukinni notkun sjálfbærar orku (og það skiptir líka máli í hvað orkan er notuð – svo því sé haldið til haga) ásamt setningu markmiða um að minnka notkun jarðefnaeldsneytis hér og nú (vinnsla olíu og gass heyrir ekki undir þann hatt). Það eru tækifæri í stöðunni, t.a.m. að vera leiðandi á vettvangi lausna og sýna þar með gott fordæmi meðal þjóða heims. Tal um nýja fiskistofna og óljós tækifæri minnir helst á álfasögur – tækifærin liggja í að vera leiðandi í að finna lausnir og þar með setja lausnirnar á dagsskrá til framtíðar. Kannski er það ekki líklegt til vinsælda að vilja nefna þessi mál eða kannski skortir stjórnmálamenn almennt þor til að taka á vandamálum sem ná yfir lengri tíma en einstök kjörtímabil og velja því að setja fram valkvæma óskhyggju, í stað raunverulegra lausna miðaðrar umræðu! Hér má sjá dæmi um umræðu um hlýnun jarðar á Alþingi – gefum Haraldi Einarssyni, þingmanni Framsóknarflokksins á Suðurlandi orðið þar sem hann ræðir um tækifærin og loftslagsmálin (með innskoti um að ekki sé allt sem sýnist í þessum efnum – ætli heimildin sé Pressufréttin?):

    Hér undir má sjá fróðlegt myndband frá Greenman3610 (Peter Sinclair) sem hæfir hugsanlega líka þessari umræðu. Myndbandið nefnist; “Welcome to the Rest of Our Lives” – þarna er m.a. komið inn á þær breytingar sem þegar eru komnar fram og hvað gæti búið í framtíðinni:

    Tengt efni á loftslag.is:

  • Engin pása í hnattrænni hlýnun!

    Engin pása í hnattrænni hlýnun!

    Að undanförnu hefur farið fram lífleg umræða um það hvað mælingar á lofthita við yfirborð jarðar hefur að segja um það hvort að það sé “pása” í hnattrænni hlýnun um þessar mundir. Þessa meintu “pásu” er hægt að sjá, með góðum vilja, yfir skemmri tíma – en þýðir það að hnattræn hlýnun hafi stöðvast. Í eftirfarandi myndbandi setur hópur leiðandi vísindamanna á sviði loftslagsvísinda hlutina í samhengi.

    .

    Tengt efni á loftslag.is

  • Ráðstefna AGU um loftslagsmál

    Ráðstefna AGU um loftslagsmál

    Fyrir um mánuði síðan (8-13 júní 2013) var haldin ráðstefna á vegum AGU (American Geophysical Union) um loftslagsmál í Colarado Bandaríkjunum, en aðaltilgangur hennar var að draga saman helstu vísindamenn (bæði raun og félagsvísindamenn) og blaðamenn til að ræða hver þekkingin er í loftslagsvísindum sem stendur og hvernig hægt er að koma þeim skilaboðum áleiðis til stjórnvalda, fjölmiðla og almennings.

    Mörg þekkt nöfn tóku til máls, meðal annars Micheal Mann, Gavin A. Schmidt, Peter Sinclair, Richard B. Alley o.fl.  Nú er hægt að horfa á marga af fyrirlestrunum sem haldnir voru, á YouTube stöð AGU – en þar er meðal annars þessi skemmtilegi fyrirlestur Richard B. Alley.

     

    Hér er svo áhugaverður fyrirlestur sem Micheal Mann hélt, þar sem hann fer meðal annars yfir skipulagðar árásir sem hann hefur orðið fyrir:

     

    Endilega horfið á og skoðið síðan fleiri fyrirlestra, en eins og dagskráin gefur til kynna þá voru fyrirlestrarnir mjög fjölbreyttir.

     

    Heimildir og ítarefni

    AGU Conference:  Communicating Climate Science: A Historic Look to the Future

    Fleiri fyrirlestra má finna á YouTube síða AGU sjá einnig leit með lykilorðunum AGU Chapman

    Dagskrá ráðstefnunnar má sjá hér: Final Program

    Tengt efni á loftslag.is

  • Loftslagsbreytingar, án tölvulíkana og IPCC

    Loftslagsbreytingar, án tölvulíkana og IPCC

    Hér má sjá nýjasta myndband Peter Hadfield (Potholer54), en þar sýnir hann ljóslega fram á að hægt er að sýna fram á loftslagsbreytingar af mannavöldum án þess að notast  við loftslagslíkön eða IPCC (án þess þó að gera lítið úr þeim til að skerpa heildarmyndina).

    Tengt efni á loftslag.is

     

  • Sjónrænt hvarf hafíssins

    Sjónrænt hvarf hafíssins

    hafislagmark_1979-2012Í þessu fróðlega myndbandi, sem Andy Lee Robinson gerði, er með sjónrænum hætti sýnd þróun hafíslágmarksins frá árinu 1979 til 2012. Hafíslágmarkið á sér stað í september á ári hverju og hann skoðar hvernig rúmmál hafíslágmarksins hefur verið í september ár hvert. Höfundur myndbandsins samdi sjálfur og lék píanótónlist fyrir myndbandið sem hann kallar “Ice Dreams” (Ísdraumar).

    Hraði hafísbráðnunar hefur verið gríðarlegur. Síðan 1979 hefur rúmmál hafísins minnkað um 80% og er að bráðna hraðar en vísindamenn töldu að gæti gerst og jafnvel meira en talið var mögulegt á þessum tíma. Það er talið mögulegt að fyrsta hafísfría sumarið á Norðurskautinu geti jafnvel orðið veruleiki á árunum 2016 – 2022.

    Tengt efni á loftslag.is:

  • Á þunnum ís – Thin Ice

    Á þunnum ís – Thin Ice

    Í tilefni af Degi jarðar í dag buðu Náttúruverndarsamtök Íslands og Vísindafélag Íslands, í samstarfi við Breska sendiráðið, til frumsýningar á kvikmyndinni “Thin Ice”. Sýnt var í Bíó Paradís og var myndin heimsfrumsýnd sama dag víða um heim.

    Thin Ice er heimildamynd um loftslagsrannsóknir þar sem vísindamönnum sem starfa að slíkum rannsóknum víða um heim – þar á meðal á báðum heimskautum, í Suður-Íshafi, Nýja Sjálandi, Evrópu og Bandaríkjunum – er fylgt eftir við störf þeirra um þriggja ára skeið. Þeir tala af hreinskilni um vinnu sína, vonir og ótta. Þessi nálgun höfunda myndarinnar, sem sjálfir eru vísindamenn, veitir nána innsýn í alþjóðlegt samfélag vísindamanna sem helga sig rannsóknum á loftslagi jarðarinnar. Um leið og veitt er innsýn í heim vísindamanna og fylgst er með þeim brennandi áhuga sem skín úr hverju andliti, þá rekur myndin í raun hversu góð þekkingin er – hvernig við vitum að CO2 er að hækka, hækka af mannavöldum, áhrif þess á hitastig og rakið hvernig hitastig er mælt. Þá er farið yfir framtíðarsýnina og hvernig sveiflur í hitastigi fortíðar benda því miður til hárrar jafnvægissvörunar loftslags (e. climate sensitivity).
    Þrátt fyrir slæmar horfur virðast vísindamenn almennt jákvæðir og bjartsýnir á að hægt verði að snúa þessari þróun við. En sjón er sögu ríkari:

    Lesa má meira um heimildarmyndina á vefsíðunni Thin Ice

  • Árið 2012 skv NASA GISS, öfgahitar og hnatthitaspá meistaranna

    Árið 2012 skv NASA GISS, öfgahitar og hnatthitaspá meistaranna

    Árið 2012 var ár öfga, en  öfgar aukast með hækkandi hitastigi. Árið í ár var það níunda heitasta frá upphafi mælinga samkvæmt NASA GISS, en öll þau ár hafa orðið eftir 1998 (það ár meðtalið). Hnattrænt hitafrávik árið 2012 var +0,56°C miðað við viðmiðunartímabilið 1951-1980 – þrátt fyrir sterk La Nina áhrif.

    Hnattrænt hitafrávik samkvæmt NASA GISS. Á myndinni má sjá helstu áhrifavalda náttúrulegra sveifla í hitastigi, þ.e. eldgos (grænt) og ENSO (blár og kaldur La Nina fasi og appelsínugulur og hlýr El Nino fasi).

    Ein helsta ástæða þess að ekki var sett hitamet á síðasta ári er sú að Kyrrahafssveiflan (ENSO) var í La Nina fasa, en sú sveifla hefur kælandi áhrif á hnattrænan hita. Því er talið víst að við næstu El Nino sveiflu þá verði sett hitamet, því nokkur hitaaukning er í pípunum, sem náttúrulegar sveiflur hafa deyft undanfarin ár.

    Öfgahitar

    Þessi áframhaldandi hái hiti hefur orðið til að auka tíðni öfgaveðurs og þá sérstaklega óvenjumikinn hita víða um heim, eins og sjá má á þessari fróðlegu hreyfimynd sem sýnir í lokin hitafrávik 2012:

    Fyrir nokkrum dögum kom út grein sem virðist staðfesta áhrif hækkunar hnattræns hita af mannavöldum á öfgahita, en vísindamenn frá Potsdam stofnuninni komust að þeirri niðurstöðu að það hafi orðið fimmföld meiri aukning í metmánuðum hnattrænt, en væri ef engin áhrif væru af mannavöldum (Coumou o.fl.2013). Sú niðurstaða er byggð á 131 ári mánaðarmeðaltala á yfir 12 þúsund mælistöðum víðs vegar um heim. Gögnin sýna einnig náttúrulegar sveiflur, líkt og hitamet El Nino ára, en niðurstaðan er sú að náttúrulegar sveiflur hafi ekki úrslitaáhrif á heildarfjölda meta.

    Breytingar á fjölda meta eftir tímaás (þunn rauð lína sýnir fjölda meta, þykka rauða línan fimm ára meðaltal). Spágildi líkansins sem þeir nota er sýnt með bláu (ljósblár skuggi er frávik). (Mynd PODSDAM)

    Samkvæmt rannsókninni þá má búast við að eftir 30 ár, þá verði mánaðarleg hitamet um 12 sinnum algengari en án aukningar í hnattrænum hita af mannavöldum.

    Hnatthitaspámeistarinn 2012

    Undanfarin ár höfum við notað áramótin til að spá fyrir um komandi hitafrávik og höfum við notað NASA GISS sem viðmiðun. Í fyrra voru bara þrír sem treystu sér í að spá fyrir um 2012. Árið 2011 hafði endað í +0,51 og einn spáði lítilsháttar kólnun árið 2012, einn lítilsháttar hlýnun og einn aðeins meiri hlýnun.

    Spáin fyrir 2012:

    Höskuldur Búi: +0,61°C +/- 0,02
    Sveinn Atli: +0,53°C +/- 0,02
    Emil Hannes: +0,48°C +/- 0,02

    Niðurstaðan árið 2012 var síðan hitafrávik upp á +0,56°C. Því er ljóst að enginn er með nákvæma tölu en einn er þó lygilega nálægt endanlegri niðurstöðu. Í þriðja sæti er Emil Hannes, en hann var -0,08°C fjarri lagi, í öðru sæti er Höskuldur Búi sem var +0,05°C frá endanlegri niðurstöðu en Sveinn Atli er engöngu -0,03°C frá hitafráviki ársins 2012.

    Sveinn Atli er því hér með krýndur sem hnatthitaspámeistari ársins 2012.

    Þess ber að geta að enginn af þeim sem spá mikilli hnattrænni kólnun (þvert á það sem vísindamenn segja) treysti sér til að taka þátt í spánni – en líklega hefði þannig spá ekki verið vænleg til árangurs.

    Horfur 2013?

    Sá sem þetta skrifar endar þessar áramótayfirlitsgreinar á því að fabúlera sjálfur um næsta ár og hvetja aðra til að taka þátt, enda er þetta einungis til skemmtunar og umræðu. Við munum áfram notast við NASA GISS hitaröðina.

    Nú hafa komið tvö ár í röð með köldum fingraförum La Nina á sér (þ.e. köld sveifla) en samt hefur hitastig haldist nokkuð hátt – því tel ég líklegt að á næsta ári verði hitastig hærra en undanfarin tvö ár. Í fyrra reiknaði ég með því að náttúrulega sveiflan í ENSO myndi færast yfir í hlutlausan fasa og því reiknaði ég með að sú sveifla myndi skila +0,05°C hærra fráviki. Ég held mig við það miðað við þetta ár.

    Mér finnst líklegt að sveiflur í sólinni verði litlar og skili sér í hvorki hlýnun né kólnun.

    Eins er með eldvirkni eins og í fyrra og hitteðfyrra:

    Óvíst er um eldvirkni, en líklega er best að reikna með því að áhrif eldgosa verði hverfandi á árinu, þá sérstaklega á hitaröð NASA GISS – en til þess að hafa teljandi áhrif, þá þyrfti á næstu vikum (eða mánuðum) að verða stórt sprengigos nálægt miðbaug Jarðar. Það verður að teljast ólíklegt en getur þó alveg gerst.

    Ég ætla áfram að veðja á að hlýnunin af völdum gróðurhúsalofttegunda sé um +0,03°C.

    Ef lagt er saman hitafrávik ársins 2012 (0,56°C), hlýnun jarðar vegna gróðurhúsalofttegunda (um það bil +0,03°C), sólvirkni (enigin hlýnun nú) og ENSO  (mögulega +0,05°C að þessu sinni), þá fæst um +0,64°C, en það yrði þriðja heitasta árið samkvæmt NASA GISS frá upphafi mælinga – en einungis árið 2005 (+0,65°C) og 2010 (+0,66°C) hafa hærri frávik. Það skal tekið fram eins og í fyrra að ef ENSO sveiflan fer á árinu upp í sterkan El Nino fasa, þá má búast við heitasta árinu frá upphafi mælinga – en hér er því samt ekki spáð.

    Við hvetjum hér með lesendur loftslag.is að spreyta sig í þessari skemmtilegu keppni – hver verður Hnatthitaspámeistari árið 2013?

    Heimildir og ítarefni

    Greinagerð NASA GISS um síðasta ár (Hansen o.fl. 2013): Global Temperature Update Through 2012

    Grein Potsdam sofnunarinnar um aukningu í öfgahita (Coumou o.fl. 2013):  Global increase in record-breaking monthly-mean temperatures

    Hitagögn NASA GISS má finna hér:  GISTemp

    Tengt efni á loftslag.is

  • Miðaldahlýnunin – staðreyndir gegn tilbúningi

    Miðaldahlýnunin – staðreyndir gegn tilbúningi

    Tilbúningur – sjá NOW

    Miðaldahlýnunin hefur oft á tíðum (sérstaklega á bloggsíðum “efasemdamanna”) verið sögð hlýrri en þau hlýindi sem við upplifum í dag og reynt er að spinna út frá því einhvern spuna um hvað það þýðir varðandi núverandi hlýnun (til að mynda spurningar um hvort eitthvað sérstakt sé í gangi?). Stundum hafa flökkusögur um hina meintu mjög svo hlýju miðaldahlýnun farið af stað í bloggheimum (meðal annars hér á landi) og stundum átt uppruna sinn í tilbúning sem finnst víða um veraldarnetið og er erfitt fyrir almenna lesendur að flokka frá staðreyndum. Stundum er skrifað um þessi mál með huga afneitunar á loftslagsvísindum og þá virðist auðvelt fyrir “efasemdamenn” að finna tilbúning sem passar við málatilbúnað þeirra (til að mynda heimildir sem notaðar eru hér) – enda er nóg til af innihalds rýru efni á netinu (prófið bara að gúgla “global warming hoax”). Í eftirfarandi myndbandi er farið yfir staðreyndir og tilbúning varðandi miðaldahlýnunina, enn ein fróðleg greining frá Potholer54 um loftslagsmál út frá vísindalegri nálgun.

    Eftirfarandi lýsing á myndbandinu er gerð af Potholer sjálfum (lausleg þýðing – sjá má textann á ensku með því að skoða myndbandið á youtube.com):

    Í eftirfarandi myndbandi eru skoðaðar vísindalegar rannsóknir til að finna svarið við þremur grundvallar spurningum: 1) Var miðaldarhlýnunin hnattræn? 2) Voru miðaldarhlýindin hlýrri en í dag? 3) Og hvað þýðir það hvort sem er? Ég kanna ýmsar upphrópanir af veraldarvefnum varðandi hokkíkylfuna ásamt ýmsum mýtum og mistúlkunum varðandi miðaldahlýnunina sem þrífast á veraldarvefnum. Heimildir mínar fyrir mýtunum og tilbúninginum eru blogg og myndbönd af veraldarvefnum; heimildir mínar fyrir staðreyndunum eru vísindalegar.

    Sjón er sögu ríkari, verði ykkur að góðu.

    Tengt efni á loftslag.is:

  • Loftslag í hnotskurn

    Loftslag í hnotskurn

    Svona rétt áður en fólk gengur inn í helgina, þá viljum við benda lesendum loftslag.is á skemmtilega mynbandaseríu frá fólkinu á bak við hina stórgóðu heimasíðu Climate Central og þá sérstaklega Mike Lemonick. Þessi sería heitir Climate in Context og þar koma reglulega inn ný myndbönd með fræðandi og skemmtilegum vinklum um loftslagsbreytingar.

    Myndböndin má sjá á heimasíðu Climate Central, undir liðnum Climate in Context.

    Tengt efni á loftslag.is