Loftslag.is

Tag: Nýjar rannsóknir

  • Auknir veðuröfgar breyta almenningsáliti í Bandaríkjunum

    Auknir veðuröfgar breyta almenningsáliti í Bandaríkjunum

    Samkvæmt nýrri skoðunarkönnun þá eru 70 % bandaríkjamanna sammála fullyrðingum um að hnattræn hlýnun sé að hafa áhrif á veður í Bandaríkjunum. Í kjölfarið hefur stuðningur á mótvægisaðgerðum gegn loftslagsbreytingum aukist til muna.

    Samkvæmt könnuninni þá eru 60 % Bandaríkjamanna líklegri til að kjósa frambjóðendur sem eru meðfylgjandi breytingum á skattakerfinu sem myndi auka skatta á jarðefnaeldsneyti.  Við könnunina voru Bandaríkjamönnum skipt niður í sex flokka, frá þeim sem höfðu verulegar áhyggjur og yfir í þá sem höfðu engar áhyggjur af hnattrænni hlýnun jarðar. Þeir þrír hópar sem höfðu áhyggjur töldu líklegt að með hópþrýstingi væri hægt að hafa áhrif á þingmenn varðandi viðbrögð við loftslagsbreytingum.

    Óhætt er að segja að um töluverða viðhorfsbreytingu sé að ræða – hvort hún sé komin til að vera á eftir að koma í ljós.

    Heimildir og ítarefni

    Yale Project on Climate Change Communication: Global Warming’s Six Americas in March 2012 and November 2011

    RÚV: Hitinn í Bandaríkjunum drepur

    Tengt efni á loftslag.is

  • Enn og aftur eru fingraför mannkyns á hnattrænu hlýnunina staðfest

    Enn og aftur eru fingraför mannkyns á hnattrænu hlýnunina staðfest

    Enn og aftur kemur fram rannsókn sem staðfestir mannleg áhrif á hnattræna hlýnun, í þetta skiptið varðandi hlýnun sjávar á heimsvísu. Hér undir má sjá stutt yfirlit á ensku og tengil á frétt Skeptical Science um málið.


    Gleckler et al Confirm the Human Fingerprint in Global Ocean Warming (via Skeptical Science)

    Posted on 27 June 2012 by dana1981 Although over 90% of overall global warming goes into heating the oceans, it is often overlooked, particularly by those who try to deny that global warming is still happening.  Nature Climate Change has a new paper by some big names in the field of oceanography,…

    (more…)

  • Uppfærsla á hitagagnaröð HadCRUT

    Uppfærsla á hitagagnaröð HadCRUT

    Eins og margir vita, þá eru margar hitagagnaraðir í gangi sem mæla þróun hnattræns hitastigs (sjá t.d. GISTEMP, NCDC og Berkeley Earth). Fyrir stuttu kom út ný útgáfa á gagnasettinu frá bresku veðurstofunni (Met Office) og háskólanum í East Anglia – svokölluð HadCRUT gagnaröð. Sú gagnaröð hefur verið mikið notuð og nær allt aftur til 1850, en hefur þótt takmörkuð vegna lélegrar útbreiðslu mælistöðva nálægt Norðurskautinu.

    Nýjasta útgáfan sem kölluð er HadCRUT4 hefur aukið við fjölda mælistöðva – sérstaklega á norðurskautinu (400 stöðvar við Norðurskautið, Síberíu og Kanada). Einnig er búið að lagfæra gögnin vegna breytinga sem urðu á mælingum sjávarhita, sérstaklega þær sem teknar voru eftir seinni heimstyrjöldina (munur var á hvort hent var út fata og hitinn mældur í henni eða hvort mælt var vatn sem tekið var beint inn í vélarúmið).

    Munurinn á HadCRUT3 og HadCRUT4.

    Þrátt fyrir breytingar er heildarmyndin svipuð, frá árinu 1900 hefur hlýnað um 0,75°C.  Þrjú heitustu árin hafa þó sætaskipti en 1998 dettur niður í þriðja sætið yfir heitustu árin – munurinn er þó ekki mikill á þessum árum nú, því hitafrávik heitustu áranna (2010 og 2005) er 0,53°C en 1998 hefur frávikið 0,52°C.

    Hér fyrir neðan útskýrir Peter Stott breytingarnar:

    Heimildir og ítarefni

    Fréttatilkynning Met Office má lesa hér: Updates to hadCRUT global temperature dataset

    CRUTEM4 gögnin má nálgast hér og hér, ásamt tenglum í  hrá gögn og kóða við úrvinnsluna.

    RealClimate er með ítarlega umfjöllun um nýja gagnasettið, sjá: Updating the CRU and HadCRUT temperature data.

    Tengt efni á loftslag.is

  • 3D Sólarorka

    3D Sólarorka

    Nú um daga er vinsælt að skella sér í 3D bíó. En 3D (alla vega hugtakið 3D) er einnig komið á kort vísindamanna varðandi sólarorku. Vísindamenn við MIT (Massachusetts Institute of Technology) telja að með því að skipta út flötum sólarpanilum fyrir þrívíða uppbyggingu panilanna, þá sé hægt að ná allt að 20 sinnum meiri skilvirkni í sólarsellunum. Í tilraunum rannsakenda kom í ljós að einskonar þrívíð uppbygging á sólarsellum varð til þess að jafnvel sólarljós sem barst við minni vinkil nýttist betur og að endurspeglun í kerfinu hjálpaði til við að fanga sólarljósið. Uppbyggingin getur einnig tvöfaldað þann tíma sem hámarks afköst nást. Vísindamennirnir segja að smávægilega endurbætt kerfi með kassalaga sellum sem standa upp úr panilunum (ekki alveg 3D) geti aukið afkastagetuna um allt að 3,8 sinnum, miðað við flata panila. Þrátt fyrir að flóknari bygging leiði til dýrari panila, þá  segir Marco Bernardi, einn rannsakenda, að aukin afkastageta vinni upp á móti þeim kostnaði.

    Heimildir: 

    Tengt efni á loftslag.is:

  • IPCC telur að aukin tilfelli öfga í veðri sé tengt hækkandi hitastigi

    IPCC telur að aukin tilfelli öfga í veðri sé tengt hækkandi hitastigi

    Flóð í Bangkok

    Í drögum að skýrslu sem Loftslagsnefnd Sameinuðu Þjóðanna (IPCC) hefur birt, kemur fram að líkurnar séu 2 á móti 3 að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu nú þegar farnar að hafa afleiðingar í átt að auknum öfgum í veðri. Í samantekt skýrslunnar, sem Associated Press hefur komist yfir, kemur fram að aukning illviðra, eins og til að mynda úrhellisins sem hefur valdið miklum flóðum í Tælandi, muni leiða til fleiri dauðsfalla og skemmdum á eignum sem og gera sum svæði að auknum jaðarbúsvæðum í framtíðinni. Í skýrslunni kemur fram að vísindamenn telji sig “því sem næst sannfærða” um að áframhaldandi hlýnunin muni valda, ekki einungis aukningu öfgakenndra hitabylgja og þurrka á sumum svæðum, en muni líka vera ástæða úrhellisrigninga sem muni geta valdið alvarlegum flóðum. Skýrslan sem fer m.a. í það umdeilda efni hvort loftslagsbreytingar hafi nú þegar valdið meiri öfgum í veðri, kemur út eftir nokkrar vikur, fyrir loftslagsráðstefnuna sem haldin verður í Durban í Suður Afríku í desember. “Ég tel að fólk geri sér ljóst að öfgarnir sé það sem við munum sjá varðandi afleiðingar loftslagsbreytinga,” sagði Jerry Meehl, vísindamaður hjá bandarísku lofthjúps rannsóknarmiðstöðinni.

    Heimild:

    YALE Environment360 – EXTREME WEATHER EVENTS LIKELY LINKED TO WARMING, IPCC SAYS

    Tengt efni á loftslag.is:

  • Tvær gráður of mikið

    Tvær gráður of mikið

    Endurbirting

    Nýlega kom út grein (Turney og Jones 2010) um rannsókn á setlögum sem varðveita smáatriði frá síðasta hlýskeiði ísaldar (fyrir um 130–116 þúsund árum). Rannsóknin bendir til þess að tveggja gráðu hækkun hitastigs frá því fyrir iðnbyltingu geti haft óæskilegar afleiðingar.

    Við rannsóknina, þar sem skoðaðar voru setlagamyndanir frá síðasta hlýskeiði ísaldar, þá tókst höfundum að endurgera hnattrænan hitaferil á síðasta hlýskeiði ísaldar. Til að bera hann saman við aðstæður í dag, þá drógu þeir meðalhitastig frá 1961-1990 frá þeim ferli.

    Tveggja gráðu markið. Efri myndin sýnir útblástur CO2 með takmörkunum á útblæstri (blátt) og án takmarkana (rautt). Þar neðan við er líkan sem sýnir hvaða áhrif þessar tvær sviðsmyndir myndu mögulega hafa á hitastig jarðar (mynd af ScienceDayly.com).

    Niðurstaðan sýnir að hitastigið virðist hafa verið meira en 5°C hærra á hærri breiddargráðum, á meðan hitastig hitabeltisins jókst lítillega – sem er mjög svipað og núverandi leitni hitastigs stefnir í. Að auki, þegar skoðað er hnattrænt hitastig hlýskeiðisins, þá var Jörðin um 1,9 °C heitari – samanborið við hitastig fyrir iðnbyltinguna. Þetta hitastig er talið hafa hækkað sjávarstöðu í um 6,6-9,4 m hærri sjávarstöðu en er í dag. Hraði þessarar hækkunar sjávarstöðu er samkvæmt þessari rannsókn talin hafa verið um tvöfalt hraðari en fyrri rannsóknir hafa bent til (Kopp o.fl. 2009).

    Ástæður þessarar hlýnunar er í grunninn vegna breytinga í sporbaug Jarðar og meiri sólgeislunar á norðurhveli Jarðar yfir sumartíman en er í dag. Sú staða virðist hafa valdið magnandi svörun sem keyrði hitastig Jarðar upp í fyrrnefnt ástand. Aukið hitastig virðist hafa breytt samspili hafstrauma í Indlandshafi og Atlantshafi, sem hafi aukið á kraft hita/seltu hringrásar sjávar og þar með magnað upp hlýnunina.

    Þetta háa hitastig sem sást á síðasta hlýskeiði ísaldar er sambærilegt við það sem talið er að geti orðið við lok þessarar aldar, við sviðsmynd sem gerir ráð fyrir minnkandi losun CO2 út öldina. Samkvæmt þessu þá er ljóst að taka verður tillit til þess í samningaviðræðum þjóða heims – en hingað til hefur talan 2°C hækkun hnattræns hita (frá því fyrir iðnbyltingu) oft verið nefnd sem ásættanlegt markmið og reynt hefur verið að semja um minnkandi losun CO2 til að fara ekki yfir það markmið.

    Heimildir og ítarefni

    Greinin birtist í Journal of Quaternary Science, Turney og Jones 2010 (ágrip): Does the Agulhas Current amplify global temperatures during super-interglacials?

    Kopp o.fl. 2009 (ágrip): Probabilistic assessment of sea level during the last interglacial stage

    Á heimasíðu celsias er pistill eftir annan höfunda Chris Turney: A Lesson From Past Global Warming

    Umfjöllun Science Daily um greinina: Climate Change Target ‘Not Safe’, Researchers Say

    Tengt efni á loftslag.is

  • Við minni virkni sólar

    Við minni virkni sólar

    Endurbirting

    Í grein sem birtist í Geophysical Research Letters er velt upp þeirri spurningu hvaða áhrif það myndi hafa á loftslag ef sólin færi yfir í tímabil lítillar virkni, líkt og gerði á sautjándu öld og hafði áhrif til kólnunar (ásamt öðrum þáttum) á svokallaðri Litlu Ísöld. Samkvæmt höfundum þá hefði sambærilegt skeið á næstu áratugum og öld, væg áhrif til mótvægis við hlýnun jarðar.

    Virkni sólar hefur farið minnkandi undanfarna áratugi og þó það sé ólíklegt að sólin fari í sambærilega niðursveiflu og á sautjándu öldinni, þá velta höfundar greinarinnar upp þeim möguleika . Höfundar greinarinnar beittu fyrir sér loftslagslíkönum til að skoða áhrif þess ef virknin minnkar enn frekar. Þeir gerðu ráð fyrir því að virkni sólar yrði sambærileg við það sem gerðist á Maunder lágmarkinu, en á því tímabili varð vart við fyrrnefnda kólnun Litlu Ísaldar, sem talið er að hafi byrjað um miðja sautjándu öld (fer eftir skilgreiningu, kólnunin byrjaði t.d. fyrr hér á landi). Útkoman var sú að fyrir árið 2100 yrði hitastig jarðar einungis um 0,3°C lægri þá í samanburði við útreikninga þar sem sólvirknin yrði eins og í dag.

    Niðurstaðan er því sú að sólvirkni sambærileg við Maunder lágmarkið myndi að öllum líkindum aðeins minnka hlýnunina lítillega og að auki að sú minnkun myndi líklega aðeins vara í nokkra áratugi.

    Heimildir og ítarefni

    Greinina sjálfa má finna hér (áskrift): Feulner og Rahmstorf 2010 – On the effect of a new grand minimum of solar activity on the future climate on Earth

    Góða umfjöllun um greinina má finna á heimasíðu Discovery: The Sun Can’t Save Us From Global Warming

    Tengt efni á loftslag.is:

  • Ted | Myndskeið af hreyfingu jökla

    Ted | Myndskeið af hreyfingu jökla

    Sólheimajökull

    Endurbirting

    Í þessu myndbandi frá TED, sýnir ljósmyndarinn James Balog okkur myndskeið frá Extreme Ice Survey verkefninu, sem er net tímastilltra myndavéla sem taka upp hreyfingu jökla. Flestir jöklar eru að hopa og hop þeirra er talið vera skýrt merki um yfirstandandi loftslagsbreytingar. Í myndbandinu útskýrir Balog hvernig verkefnið fer fram. Hann sýnir hvernig breytingar á jöklunum verða sýnilegar þegar notast er við myndir þær sem fást með notkun myndavélanna í verkefninu. Það er áhugavert að sjá þann mismun sem er á jökuljaðrinum á milli ára, sem væri erfiðara sjá ef ekki væri notast við myndavélarnar í verkefninu. Nánar er hægt að lesa um James Balog og fá tengla á verkefnið, hér.

    Stutt myndskeið frá Sólheimajökli, tekið á myndavél úr verkefninu.

    Sólheimajökull frá Extreme Ice Survey á Vimeo.

    Tengt efni á Loftslag.is:

  • NASA vaktar fæðuöryggi í heiminum

    NASA vaktar fæðuöryggi í heiminum

    Endurbirting á myndböndum.

    Hér undir má sjá 2 myndbönd sem fjalla um störf NASA og fæðuöryggi í heiminum. Hvernig er hægt að nota gervihnetti NASA til að vakta ræktun í heiminum? Það er komið inn á þetta í eftirfarandi myndböndum. Markmið NASA er að upplýsingar sem verða til við þessa vöktun verði öllum aðgengileg án endurgjalds.

    Tengt efni á loftslag.is:

  • Beringssund og hitasveiflur síðasta jökulskeiðs

    Beringssund og hitasveiflur síðasta jökulskeiðs

    Lengi vel stóð maður í þeirri meiningu að hvert ísaldarskeið væri samfelld kuldaskeið með sínum ógurlegu jökulskjöldum og freðinni jörð langt suðureftir löndum. Fyrstu hugmyndir vísindamanna á sínum tíma hafa sjálfsagt verið eitthvað svipaðar uns mönnum lærðist að innan hvers jökulskeiðs væru vísbendingar um hlýrri tímabil með mun minni jökulþekju. Það var svo ekki fyrr en eftir borkjarnarannsóknir á Grænlandsísnum að það kom almennilega í ljós hversu óstöðugt loftslag mun í raun hafa verið á síðustu ísöld og hvernig jöklar fóru ýmist hraðminnkandi eða stækkandi með tilheyrandi áhrifum á hæð sjávarborð auk annarra áhrifa á náttúrufar almennt. Sérstaklega hér við Norður-Atlantshaf. Þetta er ólíkt hlýskeiðinu síðustu 10 þúsund árin þar sem loftslag hefur verið mjög stöðugt, en það hefur örugglega haft sitt að segja um velgengni þeirrar dýrategundar sem við teljumst til.

    Loftslag síðustu 100.000 ár samkvæmt borkjarnarannsóknum á Grænlandsjökli. (Rauðu punktarnir tengjast ekki efni færslunnar)

    Þessi óstöðugleiki og loftslagssveiflur innan síðasta jökulskeiðs virðast í fyrstu hafa verið nokkur ráðgáta meðal vísindamanna því þær eiga ekki samsvörun í sveiflum í inngeislun sólar vegna breytilegs möndulhalla jarðar og fleiri atriða sem oftast eru kallaðar Milankovich-sveiflur, sem þó eru í stærra samhengi taldar höfuðorsök lengri jökulskeiða og hlýskeiða.

    Vitað hefur verið að sjávarstraumar við Norður-Atlantshaf geta verið óstöðugir og er þá Golfstraumurinn gjarnan nefndur því án hans væri varla byggilegt á okkar slóðum. Seltujafnvægi sjávar spilar þarna inní og talið að mikil aukning af ferskvatni í norðurhöfin geti stöðvað streymi hlýsjávar hingað norður eins og sumir hafa óttast að gæti gerst með aukinni jökulbráðnun í náinni framtíð. Slík aukning af ferskvatni er þó lítil og hægfara miðað við þá atburði sem áttu sér gjarnan stað þegar jöklar voru að hörfa og risastór jökulvötn ruddu sér leið til út í Atlantshafið ýmist frá Evrópu eða Norður-Ameríku. Þetta atriði þykir geta skýrt ýmislegt og þá sérstaklega það mikla bakslag sem skyndilega varð undir lok síðasta jökulskeiðs fyrir 12.800 árum (Yngra-Dryas) sem tók við af stuttu tímabili sem var nálega eins og hlýtt og hefur verið á nútíma.

    Kenningin um áhrif Beringssundsins

    Í upphafi þessa árs sá ég athyglisverða kenningu um að stóri örlagavaldurinn í ógnarjafnvægi Norður-Atlantshafsins á síðasta jökulskeiði væri fólgin í hinu þrönga Beringssundi á milli Alaska og Síberíu og ef sú kenning er rétt þykir það vera gott dæmi um hvað lítilvæg atriði geta haft mikið að segja. Þessi kenning er annars fengin útfrá fjölþjóðlegri rannsókn á vegum National Center for Atmospheric Research (NCAR) og gengur út á eftirfarandi atriði:

    Þegar loftslag kólnar vegna sveiflna á sporbaug jarðar um sólu, vaxa jöklar á norðurhveli og þar með lækkar sjávarborð nógu mikið til að landbrú myndast við Beringssund milli Asíu og Norður-Ameríku. Kyrrahafssjór sem er í eðli sínu seltulítill streymir þá ekki lengur inn Beringssund og áfram inn í Atlantshafið úr norðri eins og venjan er þegar Beringssund er opið. Við þetta eykst seltustig Norður-Atlantshafs þannig að þungur selturíkur sjór sekkur í ríkara mæli hér í norðurhöfum og eykur á kraft þeirra sjávarhringrása sem dæla suðlægum hlýsjónum norður. Með aukningu á hlýsjó í Norður-Atlantshafi, hlýnar loftslag nógu mikið til að jökulbreiður taka að bráðna á ný. Þótt Kyrrahafið kólni á móti skiptir það ekki máli því jökulbreiður eru ekki þar umhverfis.


    Með bráðnandi jökulhvelum hækkar sjávarborð nægilega til að sjór streymir á ný gegnum Beringssund. Seltuminni sjór berst á ný inn Atlantshafið úr norðri og veikir gangverk hlýsjávarstrauma þannig að kólnun tekur við á ný. Jöklarnir taka því að vaxa aftur og að sama skapi lækkar sjávarborð sem endar á því að Beringssundið lokast og ferlið endurtekur sig á ný.

    Eftir því sem brautarganga jarðar um sólu varð óhagstæðari mögnuðust harðind síðasta ísaldarskeiðs smám saman og fyrir 34 þúsund árum skipti ekki lengur máli þótt Beringssundið væri lokað, jöklarnir höfðu að lokum náð yfirhöndinni og urðu stærstir fyrir um 25-15 þúsund árum. Eftir mikla hlýnun í framhaldi af því og stóra Dryas-bakslagið hefur hlýskeið ríkt hér á jörð. Það hlýskeið á að öllum líkindum tilveru sína að þakka hagstæðri brautargöngu jarðar um sól með aukinni sólgeislun á norðurhveli að sumarlagi og skapar þær aðstæður að ekki skiptir lengur máli þótt Beringssundið sé opið því sá Kyrrahafs-ættaði og seltusnauði sjór sem nú berst til Atlantshafsins úr norðri, nægir ekki til þess að koma á ísaldarástandi.

    – – – – –

    Þannig hljóma þessar kenningar samkvæmt því sem ég skil best og með þeim fyrirvara að rétt sé eftir haft af frétt á ScienceDaily-vefnum sem fjallaði um þetta Beringssundsmál þann 11. janúar á þessu ári.
    Sjá hér: http://www.sciencedaily.com/releases/2010/01/100110151325.htm

    Hitalínuritið að ofan er fengin af vefsíðu Richard A. Muller / brief introduction to the history of climate http://muller.lbl.gov/pages/iceagebook/history_of_climate.html