Rannsóknir á norðurslóðum skipta sífellt meira máli, ekki síst í tengslum við hnattrænar umhverfisbreytingar og áhrif þeirra á svæðinu.
Á Rannsóknarþingi 2011 eru loftslag, umhverfi og hagræn áhrif þessara þátta viðfangsefni og mikilvægi þess að rannsóknasamfélagið takist á við þá áskorun sem þessar breytingar kunna að hafa á íslenskt samfélag. Víða um heim eru mikilvægar áskoranir í rannsóknum (Grand Challenges) til umfjöllunar og mikilvægi þess að vísinda- og tækniþekkingu sé beitt við mat, og ekki síður við lausn mála sem upp kunna að koma. Ísland er engin undantekning, hér á landi er mikilvægt að rannsóknir sem snúa að norðurslóðum séu öflugar og ekki síður að Ísland sé virkur þátttakandi í alþjóðlegu samstarfi á þessu sviði.
Dagskrá – drög
8:30 Setning Rannsóknaþings Svandís Svavarsdóttir starfandi mennta- og menningarmálaráðherra
8:45 Veðurfarsbreytingar á norðurslóðum Halldór Björnsson, verkefnastjóri loftslagsrannsókna hjá Veðurstofu Íslands
9:10 Hagræn áhrif loftslagsbreytinga á norðurslóðum – áhrif á Íslandi Daði Már Kristófersson, dósent í náttúruauðlindahagfræði við Háskóla Íslands
9:30 Áhrif loftslagsbreytinga á gróðurfar á norðurslóðum Brynhildur Bjarnadóttir, sérfræðingur hjá Skógrækt ríkisins
9:50 Áhrif á fiskistofna í hafinu kringum Ísland NN Hafrannsóknastofnun
10:10 Afhending Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs Áslaug Helgadóttir rannsóknastjóri LBHÍ og formaður dómnefndar Hvatningarverðlaunanna kynnir val dómnefndar
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og formaður Vísinda- og tækniráðs afhendir verðlaunin
Fundarstjóri: Guðrún Nordal, formaður vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs
Loftslagsráðstefnan í Kankún, Mexíkó fer fram dagana 29. nóvember til 10. desember. Þetta er 16. loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, einnig kölluð COP16.
Á fyrri COP ráðstefnum hafa verið aðilar frá næstum 1.500 fjölmiðlum. Það verða haldnir fjöldinn allur af blaðamannafundum á meðan á COP16 stendur. UNFCCC mun halda utan um allt sem viðkemur fjölmiðlum og dagsskrá verður ávalt tiltæk á meðan á ráðstefnunni stendur.
Fulltrúar frá 194 löndum koma saman til að ræða um losun gróðurhúsalofttegunda og hvernig megi draga úr losun og hvaða leiðir hægt er að nota til þess að nálgast minni losun. Á síðasta ári fór ráðstefnan fram í Kaupmannahöfn, sjá COP15 og lesa má um helstu niðurstöður þeirrar ráðstefnu hér, en niðurstaða COP15 var alls ekki í takt við væntingar og ekki voru gerðir skuldbindandi samningar um losun gróðurhúsalofttegunda í það skiptið.
Hverjar eru væntingarnar núna?
Það eru ekki miklar væntingar varðandi niðurstöðuna almennt. Nokkur lönd og aðilar sem spila lykilhlutverk á ráðstefnunni, hafa komið fram með ummæli um að þau eigi ekki von á bindandi samning í ár, þar á meðal er framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna Ban Ki-moon.
Helsta vonin virðist vera að hægt verði að umbreyta Kaupmannahafnaryfirlýsingunni í einhverskonar framkvæmdaplagg, sem hægt verði að nota sem grunn að samkomulagi fyrir nýjar umræður árið 2011. Einnig er vonast eftir því að það verði smám saman hægt að ná samkomulagi um fjármögnun frá ríkari til fátækari landa.
Hver eru lykilatriðin í ár?
Eitt af stóru atriðunum verður nú sem fyrr “skipting byrðarinnar”. Minnst þróuðu löndin, smá eyríki og lönd í Afríku, vilja fá fullvissu um að samningsniðurstaða muni verða þeim til góða. Það er búist við því að ríkari þjóðir taki einhverskonar ábyrgð á því að aðstoða fjármögnun þróunarþjóða í átt til frekari sjálfbærni og frekari notkunar á endurnýtanlegri orku. Iðnvæddar þjóðir þurfa líka að sýna fram á frumkvæði í því að draga úr losun heima við. Spurningar varðandi fjármögnun er mikilvægt atriði sem talið er öruggt að muni koma upp á fleiri vegu.
Er einhver ástæða til bjartsýni?
Fáein atriði eru talin jákvæð og geta ýtt undir bjartsýni. Samningsaðilar gætu vel haft gagn af þeim litlu væntingum sem eru gerðar til ráðstefnunnar í Kankún. Þar sem þjóðarleiðtogar hafa verið að vinna í því að draga úr eftirvæntingum, þá munu sendinefndir þjóðanna ekki vera undir jafnmiklum þrýstingi um að ná saman. Samninganefndir frá þróunarlöndunum eru taldar reiðubúnar til að reyna að fá sem mest út úr viðræðunum.
Umfjöllun um COP16 á loftslag.is
Á síðasta ári skrifuðum við nokkuð ítarlega um COP15, og mun stefnan verða sett á að skrifa eitthvað um COP16 einnig og vonandi gefst okkur tækifæri og tími til að gera það eins ítarlega og á síðasta ári.
Norðurslóðadagurinn verður haldinn í Norræna húsinu í Reykjavík miðvikudaginn 10. nóvember frá 09:00 – 16:00 og er opinn öllum.
Fyrirlesarar koma úr ýmsum faggreinum en það er Stofnun Vilhjálms Stefánssonar sem heldur ráðstefnuna og yfirskriftin er Breytingar á norðurslóðum: vöktun náttúru og samfélags.
Fluttir verða sjö fyrirlestrar og síðan verða pallborðsumræður um stöðu rannsókna, vöktunar og alþjóðlegrar samvinnu á norðurslóðum. Mörg veggspjöld verða til sýnis og kynningarefni liggur frammi.
Deginum lýkur með minningarfyrirlestri Vilhjálms Stefánssonar. Að þessu sinni flytur Þóra Ellen Þórhallsdóttir prófessor við Háskóla Íslands fyrirlesturinn og nefnir hann „Vísindamaðurinn í náttúrunni og náttúra vísindarannsókna: Um hlutverk og samfélagslegar skyldur vísindamanna“.
Við á loftslag.is viljum vekja athygli á ráðstefnu sem haldin er í tilefni af 70 ára afmæli Sigfúsar Johnsen sem er einn af frumkvöðlunum í ískjarnarannsóknum. Ráðstefnan er tvískipt og geta áhugasamir mætt á opna dagskrá á sumardaginn fyrsta . Næstu tvo daga þar á eftir er síðan alþjóðleg ráðstefna með þátttöku 50 erlendra vísindamanna. Hér er tilkynning af heimasíðu Jarðvísindastofnunar Háskólans:
Leyndardómar Grænlandsjökuls – Vitnisburður ískjarna, setlaga og jökla um loftslagsbreytingar og eldgosasögu
Ráðstefna við Háskóla Íslands 22.-24. apríl 2010 í tilefni af 70 ára afmæli Sigfúsar Johnsens
Sigfús Johnsen eðlis- og jöklafræðingur við Hafnarháskóla er einn af kunnustu vísindamönnum Íslendinga um þessar mundir. Hann hefur starfað að borunum og rannsóknum á ískjörnum úr Grænlandsjökli um 40 ára skeið og hafa þær skilað einstökum niðurstöðum um loftslagssögu Norðurhvels Jarðar sl. 125,000 ár. Sigfús verður sjötugur 27. apríl 2010 og af því tilefni verður haldin ráðstefna um loftslagsbreytingar í fortíð og framtíð dagana 22.-24. apríl. Ráðstefnan er skipulögð í sameiningu af Háskóla Íslands, Kaupmannahafnarháskóla, Veðurstofu Íslands og Dansk-íslenska félaginu.
Ráðstefnan verður tvískipt. Sumardaginn fyrsta, 22. apríl, verður efnt til dagskrár á íslensku sem ætluð verður jafnt almenningi og fræðimönnum en dagana 23.-24. apríl verður alþjóðleg ráðstefna með þátttöku 50 erlendra vísindamanna. Sérstök áhersla verður á ískjarnarannsóknir og framlög Sigfúsar Johnsens til þeirra, en einnig verður fjallað um vitnisburð sjávarsets við Ísland og vatnasets á landi um veðurfarssögu. Ennfremur verða fluttir fyrirlestrar um eldgosasögu landsins, um sögu núverandi jökla á Íslandi, framtíðarspár um veðurfar og líklegar breytingar á jöklum við Norður-Atlantshaf á 21. öld.
Opin dagskrá 22. apríl kl. 13:30-17:00, Stofu 132 í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskólans
13:30-13:40 Setning
13:40-14:10 Sigfús Johnsen: Ískjarnaboranir á Grænlandi og veðurfarssaga sl. 150,000 ára
14:10-14:40 Þorsteinn Þorsteinsson: Punktar frá Grænlandsborunum
14:40-15:10 Jón Eiríksson: Sjávarsetlög, hafstraumar og loftslag við Ísland á umliðnum öldum
Kaffihlé
15:30-16:00 Áslaug Geirsdóttir: Vitnisburður vatnasets um veðurfar á Íslandi eftir ísöld
16:00-16:30 Karl Grönvold og Annette Mortensen: Eldgosasaga Íslands rakin í ískjörnum úr Grænlandsjökli
16:30-17:00 Guðfinna Aðalgeirsdóttir: Framtíð Grænlandsjökuls í hlýnandi loftslagi
Alþjóðleg ráðstefna í Hátíðasal Háskóla Íslands 23.-24. apríl.
Ráðstefnan hefst kl. 9 að morgni 23.4. og stendur allan þann dag og fram til hádegis 24.4.
Helstu umfjöllunarefni:
Sögulegt yfirlit um starf Sigfúsar Johnsens við ískjarnaboranir og rannsóknir.
Staða þekkingar á veðurfarssveiflum sl. 150,000 ára.
Sveiflur í styrk gróðurhúslofttegunda sl. 800,000 ár mældar á ískjörnum.
Afkoma Grænlandsjökuls um þessar mundir.
Saga eldgosa og jökla á Íslandi frá ísaldarlokum.
Hlýnandi loftslag á N-Atlantshafssvæðinu og áhrif þess á jökla og hafstrauma.
Á það skal bent að við á loftslag.is erum með viðburðadagatal sem sjá má neðst á stikunni hér til hægri. Ef einhverjir viðburðir reka á fjörur þínar um loftslagsmál eða þú stendur fyrir slíkum viðburði, þá endilega hafðu samband við okkur á loftslag@loftslag.is
Fyrirhugað er Þorraþing Veðurfræðifélagsins, en hér fyrir neðan má sjá tilkynningu frá félaginu af heimasíðu félagsins. Margt áhugavert í boði. Forsíðumyndin er klippt úr mynd Guðrúnar Nínu sem heldur fyrirlestur um vindröst við Hvarf.
—
Þorraþing Veðurfræðifélagsins verður sett fimmtudaginn 11. febrúar kl. 13:00 í Víðgelmi í Orkugarði að Grensásvegi 9. Veðurfræðifélagið er opið öllum áhugamönnum um veður og veðurfræði og þingið sömuleiðis. Þema þorraþingsins er „veður og jöklar“ en einnig verða flutt almenn veðurerindi.
Dagskrá þingsins:
13:00 Inngangur
13:05 Jöklar á Íslandi: jöklafræði, gagnaöflun og rannsóknir – Finnur Pálsson
13:20 Einfalt líkan til þess að reikna afrennslisaukningu frá jöklum í hlýnandi loftslagi – Tómas Jóhannesson
13:35 Orkubúskapur á íslenskum jöklum: mælingar og dæmi um niðurstöður – Sverrir Guðmundsson
Í leiðinni er rétt að minna áhugafólk um loftslagsbreytingar á áhugaverðan fyrirlestur um gróðurhúsaáhrif og loftslagsbreytingar sem Halldór Björnsson heldur laugardaginn 6. febrúar – Sjá Facebook síðu.
Halldór Björnsson, deildarstjóri rannsókna og þróunar á veðursviði Veðurstofu Íslands
Á Loftslag.is, er viðburðadagatal sem ekki hefur fengið mikla athygli hjá okkur hingað til. En ef vel er athugað má sjá viðburðina neðst í hliðarstikunni til hægri. Okkur langar að vekja sérstaka athygli á ákveðnum fyrirlestri, sem við höfum báðir hug á að sækja nú á laugardag. Þetta er erindi Halldórs Björnssonar í fyrirlestraröðinni Vísindaeyjan: Landnám, loftslag og haf.
———
Í tilefni af tíu ára afmæli Vísindavefsins verður almenningi boðið á fjóra fyrirlestra um vísindi, fjóra laugardaga í röð.
Annar fyrirlesturinn verður haldinn laugardaginn 6. febrúar. Þá mun Halldór Björnsson, sérfræðingur á Veðurstofu Íslands, flyta erindið Hitnar í kolunum.
Erindið er hluti af fyrirlestraröðinni Vísindaeyjan: Landnám, loftslag og haf og verða í sal 132 í Öskju, klukkan 13:00-14:30.
Á 19. öld varð vísindamönnum ljóst að geislunaráhrif sumra lofttegunda í lofthjúpi jarðar valda verulegri hlýnun við yfirborð jarðar. Rökrétt afleiðing þess var að losun koldíoxíðs vegna bruna jarðefnaeldsneytis myndi valda hnattrænni hlýnun.
Á síðustu öld varð veruleg hlýnun og athuganir benda til þess að hún sé mikil og skörp í samanburði við loftslagsbreytingar fyrr á öldum. Skýrsla Milliríkjanefndar SÞ um loftslagsbreytingar árið 2007 olli nokkrum straumhvörfum í umræðunni, en þar voru dregnar saman mjög afgerandi upplýsingar um loftslagsbreytingar, ástæður þeirra og líklegar afleiðingar ef ekki yrði dregið úr losun.
Síðan skýrslan kom út hafa ítarleg gögn sýnt framhald loftslagsbreytinga og samningaviðræður hafa haldið áfram um takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda. Þær viðræður leiddu þó ekki til afdráttarlausrar niðurstöðu í Kaupmannahöfn í desember, en þeim verður haldið áfram á þessu ári. Þetta gerist í moldviðri brigslyrða um svik og pretti og háværri gagnrýni á vísindin. Í fyrirlestrinum verður rætt um stöðuna í loftslagsmálum á nýju ári.
Lokadagur ráðstefnunnar virðist hafa verið dramatískur og ekki kom endanlega fram hvort samkomulag hafi náðst fyrr en í morgunsárið. Um tíma í gær láku út fréttir af einhverskonar samkomulagi. Fréttir af samningsdrögum láku út og einnig birtust samningsdrög, sem töldust hafa verið hluti endanlegs samnings. Obama Bandaríkjaforseti hitti marga þjóðarleiðtoga eftir komu sína í gærmorgun. Meðal þeirra sem Obama ræddi við í voru forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao og Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Dana. Þjóðarleiðtogar frá öllum heimshornum funduðu stíft allan daginn og fram á morgun. Talað var um þrjá möguleika, eins og kom fram í pistli gærdagsins, sem eru 1) lögformlegur og skuldbindandi samningur, 2) pólitískt samkomulag og 3) lokayfirlýsing (sem yrði túlkuð sem misheppnuð útkoma). Fundinum var í morgun frestað, en síðar kom fram yfirlýsing sem byggð var á samkomulagi 26 þjóða sem gert var í gær. Á alsherjarþinginu, sem haldið var í nótt til að reyna að fá þjóðirnar til að samþykkja samkomulagið sem þessar 26 þjóðir lögðu fram, lögðust margar þjóðir gegn því. Þar féllu þung orð um samkomulagið, sérstaklega frá þróunnarþjóðunum.
Helstu atriði 12. dags loftslagsráðstefnunnar, af dr.dk – Kaupmannahafnaryfirlýsingin:
Það lítur út fyrir að samkomulagið sem lagt var fyrir fundinn sé einhverskonar yfirlýsing þjóða án skuldbindandi takmarka. Það má segja að til framlengingar hafi komið því ekki var gengið frá yfirlýsingunni fyrr en í morgunsárið.
Tveimur og hálfa tíma eftir að loftslagsráðstefnunni var frestað, þá hefur samkoman tekið Kaupmannahafnaryfirlýsinguna, sem 26 lönd standa að, til samþykktar. Það er nú í valdi hvers lands fyrir sig, að ákveða hvort þau viji vera með í viljayfirlýsingunni.
Danmörk getur verið stolt af framgöngu sinni á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, þó svo yfirlýsingin hafi ekki verið samþykkt samhljóða, var haft eftir forsætisráðherra Dana. Hann sagðist einnig vera ánægður, og tók fram að það væri að miklu leiti forseta Maldivíu Mohammad Nashed að þakka að yfirlýsingin hafi verið viðtekin. Nú eiga löndin eftir að skirfa undir og ef þau gera það, þá eru þau með í því sem var samþykkt ogg það mun samstundis hafa áhrif, bætir Lars Løkke Rasmussen við. Þetta er talið vera fyrsta skrefið í átt að samkomulagi í framtíðinni, má í því samband nefna loftslagsráðstefnunnar í Bonn og Mexikó (COP16) á næsta ári.
Aðalatriðin úr Kaupmannahafnaryfirlýsingunni
Hérundir eru aðalatriðin úr Kaupmannahafnaryfirlýsingunni af loftslagsráðstefnunni, sem 26 lönd þar með talin ESB urðu sammála um á föstudag:
Markmið til lengri tíma:
Samkvæmt yfirlýsingunni á að skera niður í losun CO2 eins og þarf, með skírskotun í það sem vísindin leggja til. Markmiðið er að stöðva hnattræna hlýnun, svo hitastigshækkunin verði ekki meiri en 2°C á þessari öld.
Fjármögnun til fátækari landa:
Í textanum að yfirlýsingunni segir að það eigi að vera “passandi, fyrirsjánleg og sjálfbær fjárhagslegur forði, tækni og afkastageta uppbyggingar”, sem á að hjálpa þróunarlöndunum í að aðlagast loftslagsbreytingunum. Iðnríkin hafa sett sér markmið um að leggja fram 100 miljarða dollara á ári frá 2020, sem eiga að koma til móts við að hjálpa þróðurnarlöndunum að aðlagast loftslagsbreytingunum. Í einni viðbót við yfirlýsinguna, er loforð um stuðning við þróunarlöndin til skamms tíma, 2010-2012, upp á 10,6 miljarða dollara frá ESB, 11 miljarðar dollara frá Japan og 3,6 miljarðar dollara frá BNA.
Minnkun losunar CO2:
Í textanum eru engin raunveruleg markmið, hvorki til meðallangs tíma (2020) eða til langstíma (2050) um losun CO2. En þar eru loforð ríkja um minnkun losunar reiknuð saman. Á ákveðnu skema getur hvert land fyrir sig, fyrir 1. febrúar 2010, gefið upp hvað þau ætla að gera í þeim efnum.
Staðfesting:
Eitt deiluefnanna í yfirlýsingunni, aðallega fyrir Kína, sem ekki vill alþjóðlegt eftirlit: Er orðað á þann veg, að stóru þróunarríkin eigi að gera upp CO2 losun sína og skýra SÞ frá útkomunni annað hvert ár. Þannig er gert ráð fyrir vísi að alþjóðlegu eftirliti til að uppfylla óskir Vestrænna þjóða um gagnsæi, og að auki að tryggja að “sjálfstjórn þjóða” verði virt.
Verndun skóga:
Í yfirlýsingunni er viðurkennd mikilvægi vegna losun CO2 sem kemur frá fellingu trjáa og eyðileggingu skóga. Það er orðað á þann veg að það skulli vera hvatning til að styðja skref í rétta átt með peningum frá iðnríkjunum.
Viðskipti með CO2 heimildir:
Þetta var nefnt, en engin smáatriði gefin upp. Það er orðað svo, að það skulli nýta fleiri möguleika, þar með talið möguleikann á að nota markaðskerfi til að draga úr losun CO2.
2 myndbönd með aðalatriðum 12. dagsins samkvæmt COP15 á YouTube, má sjá hér.
Líða fer að lokum loftslagsráðstefnunnar. Á morgun er síðasti dagurinn, en í dag þarf að vera búið að ganga frá helstu málum ef samningur á að nást. Það ríkir ekki mikil bjartsýni á að ríkin nái saman um samkomulag í þessari atrennu. Einhver fundarhöld eru í gangi, m.a. hafa þau Hillary Clinton og Lars Løkke Rasmussen hittstí dag til að reyna að finna lausnir. Sarkozy forseti Frakklands segir að áfallið sé innan seilingar, nema þjóðarleiðtogar geti tekið stórar ákvarðanir í kvöld. José Manuel Barosso neitar að gefast upp og mun hitta þjóðarleiðtoga í kvöld og reyna til þrautar að finna lausn sem hægt er að koma sér saman um. Stoltenberg forsætisráðherra Noregs orðar það þannig, að til að samkomulag náist þurfi allir aðilar að leggja eitthvað til samninganna. Einnig hefur heyrst tal um framlengingu á viðræðunum.
Nú er rætt um þrjár mögulegar leiðir varðandi loftslagssamning, hérundir skoðum við muninn á þessum 3 leiðum:
Lögformlegur og skuldbindandi samningur: Svipar til og er bindandi eins og Kyoto samningurinn frá 1997 en þó með nákvæmari markmið varðandi takmarkanir losunar á heimsvísu og loforð um fjárhagslegan stuðning til þróunarríkjanna. Svona samning þurfa einstök lönd að samþykkja og hann þyrfti að innihalda viðurlög ef þjóðirnar standa ekki við losunarmarkmið sín.
Pólitískt samkomulag: Rammasamningur, sem inniheldur pólitísk markmið, en engar fastar skuldbindingar. Svoleiðis samkomulag þyrfti svo að ræða nánar á næstu mánuðum til að ganga frá smáatriðum þess. Samkomulagið myndi svo enda sem lögfræðilega bindandi alþjóðlegur samningur sem löndin þyrftu svo að staðfesta.
Lokayfirlýsing: Óskuldbindandi yfirlýsing um áætlanir þjóða og yfirlýst loforð. Öll óleyst mál yrðu geymd þar til á næstu loftslagsráðstefnum, þ.e. í Bonn og Mexíkó, sem verða í haldnir í byrjun júní og í nóvember 2010. Svona yfirlýsing myndi verða túlkuð sem misheppnuð útkoma.
Helstu atriði 11. dags loftslagsráðstefnunnar, af dr.dk:
Góðu fréttirnar eru þær að loftslagsviðræðurnar í Bella Center eru að komast á sporið aftur, eftir þriggja sólarhringa ringulreið. Slæmu fréttirnar eru þær að viðræðurnar eru komnar í það mikla tímaþröng að talið er að erfitt verði að ná samkomulagi áður en hinir 119 þjóðarleiðtogar yfirgefa Kaupmannahöfn á föstudagskvöldið. Miklar breytingar urðu í dag hjá dönsku formennskunni, þegar Lars Løkke Rasmussen ákvað að birta ekki samningsdrögin sín, eftir að þróunarþjóðirnar héldu uppi andmælum vegna hins nýja danska texta. Í staðinn varð Connie Hedegaard sett sem formaður í 2 vinnuhópum með 16 undirhópum, sem nú vinna á samsíða sporum að því að finna lausnir. Þar með hefur Danmörk flutt ábyrgðina af því að ná árangri frá sér og yfir á alla þátttakendurna frá 193 löndum. Samkvæmt Connie Hedegaard, á nú að reyna að láta vinnuhópanna vinna að áþreifanlegum hlutum og reyna að höggva í hina pólitísku hnúta.
1. Eina mögulega leiðin
Talið er að sú leið sem valin var í dag, sé í raun eina mögulega leiðin fram á við. Ný drög að samningi frá Danmörku var orðið bannorð á ráðstefnunni. Það eru uppi raddir um að á bak við tjöldin séu lönd að reyna að leggja fram metnaðargjarna málamiðlun. En það er erfitt að sjá hvort að það sé hægt að klára það með þeim tímaramma sem eftir er. Það hefur verið mikil gagnrýni frá áhrifamiklum þróunarlöndum eins og Kína, Indlandi, Brasilíu og Súdan á Danmörku og formennskuna. Þau hafa ásakað Danmörku fyrir að hafa ekki unnið fyrir opnum tjöldum og að hafa annast hagsmuni ríku landanna. Lars Løkke Rasmussen skapraunar greinilega hinum súdanska talsmanni G77 hópsins og Kína.
2. Kína spilar fyrir fjöldann
Reyndur athugandi sagði við Ritzau, að kínverskar ásakanir um vöntun á opinni umræðu, sé mest spil fyrir fjöldann. Þetta er talið vera vegna þess að Kína neitar að draga sig út úr því hlutverki að vera þróunarland og taka ábyrgð á því að vera orðið heimsveldi. Forsætisráðherrann Lars Løkke Rasmussen og Connie Hedegaard hafa í undirbúningnum að ráðstefnunni ferðast um allan heim og er formennska Danmerkur eitt stærsta sem sést hefur í samhengi við loftslagsmálin. Stærsta hindrunin fyrir þennan fund, er að þróunarlöndin eiga í fyrsta sinn að bera ábyrgð með öðrum löndum, en það vill Kína ekki segir heimildamaður. Danska formennskan fékk á sama tíma hjálp frá mikilvægum evrópskum þjóðarleiðtogum, eing og Angelu Merkel, Nicolas Sarkozy og framkvæmdastjóra Evrópusambandsins José Manuel Barroso. Eftir að þau komu til Danmerkur héldu þau fund með Lars Løkke Rasmussen, þar sem farið var yfir málin. Í framhaldi af því buðu þau til kvöldfundar með öðrum leiðtogum annarra landa, bæði stórra og smárra. Það var haft eftir Barroso að leiðtogarnir eru ekki komnir til Kaupmannahafnar til að halda ræður. Þeir eru komnir til að skapa orku í samningaviðræðurnar.
3. Clinton reynir að blása lífi í ferlið
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Hillary Clinton, kom til Bella Center í dag, til að reyna, eins og fleiri, að blása nýju lífi í ferlið, áður en Barack Obama forseti Bandaríkjanna kemur á morgun. Clinton undirstrikaði að BNA vill ná samkomulagi og er reiðubúið að vinna hart að því. Clinton lofaði einnig að Obama, ásamt öðrum leiðtogum myndi vinna að því að safna fé í sjóð, sem frá og með 2020 á að greiða 100 miljarða dollara árlega til þeirra landa sem eru viðkvæmust fyrir loftslagsbreytingum, svo þau geti tekist á við afleiðingarnar. Hún nefndi þó ekki hvaða tölur BNA mun leggja til í sjóðinn. Það hefur fengið ýmsa til að ásaka hana fyrir svik og innantóm loforð. Það virðist ekki vera hægt að ákveða, hver á að greiða peningana og hvernig. Fátækari lönd hafa krafist þess að það eigi að vera hægt að mæla fjármögnunina og hafa eftirlit með henni. Í útspili BNA, er það, enn sem komið er, ekki hægt og það gerir það að verkum að þróunarlöndin eru ekki alls sátt við framgang mála. Obama hefur þó boðað að hann komi ekki tómhentur til viðræðnanna. Talsmaður hans sagði einnig í dag að innantómur samningur væri verri en engin samningur.
Myndband með aðalatriðum 11. dagsins samkvæmt COP15 á YouTube, má sjá hér.
Nú er 10. degi loftslagsráðstefnunar að ljúka. Samkvæmt fréttum dagsins, þá lítur ekki út fyrir að mikillar bjartsýni gæti varðandi það hvort samningar náist. Connie Hedegaard varð að láta formannsembættið í hendur Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur í dag. Í ljós hefur komið nokkur óánægja með störf hennar, sérstaklega frá stóru þróunarríkjunum. Á þessum síðustu tímum ráðstefnunnar lítur út fyrir að erfitt verði að ná samkomulagi, m.a. vegna þess að þróunarríkin telja að of lítið fjármagn komi frá ríkari þjóðum. Lars Løkke Rasmussen og Gordon Brown héldu fund í kvöld þar sem þeir fóru yfir málin, ekki hefur enn komið fram, hvað þar fór fram.
Helstu atriði 10. dags loftslagsráðstefnunnar, af dr.dk:
1. Afglöp í dönsku formennskunni
Vegna svokallaðrar tæknilegrar aðferðarfræðivillu, gerða í stjórnun hinnar dönsku formennsku, hafa þróunarþjóðirnar brugðist hart við. Tveir vinnuhóparnir voru við vinnu síðastliðna nótt í Bella Center og áttu að leggja framlag næturinnar fyrir Connie Hedegaard um morguninn. Þegar það varð seinkunn á því, ákvað Connie Hedegaard að halda áfram vinnu við að leggja fram tillögur dönsku formennskunnar án þess að vinna og niðurstaða vinnuhópanna væru teknar til athugunar fyrst. Stuttu síðar gagnrýndu stóru þróunarríkin, Kína, Indland, Brasilía og Suður-Afríka aðferðina og stöðvuðu þar með að tillögurnar yrðu lagðar fram. Þar af leiðandi hefur stór hluti dagsins farið í að ræða aðferðafræðina og það er í fyrsta lagi í kvöld sem hægt verður að leggja tillögurnar fram. Samkvæmt nýjustu fréttum er ekki víst hvenær það getur orðið.
2. Amerísk bjartsýni
Einn mikilvægasti þátttakandi Bandaríkjanna á loftslagssviðinu, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og núverandi formaður fyrir utanríkisnefnd öldungadeildarinnar, John Kerry, fór í ræðustólinn í Bella Center í dag. Hann hefur trú á því að BNA komi til með að vera virkur þátttakandi í nýju loftslagssamkomulagi. Hann talaði um að á næsta ári muni verða samþykkt lög sem minnki losun BNA.
3. Forsætisráðherra tekur við formannsembættinu
Danski forsætisráðherran Lars Løkke Rasmussen tók í dag við formannsembættinu á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn af Connie Hedegaard. Hún neyddist til að draga sig í hlé, þar sem margir þjóðarleiðtogar eru á ráðstefnunni núna. Þar af leiðandi er það talið meira passandi að forsætisráðherrann taki við embættinu, segir fréttaritari DR Thomas Falbe.
Myndband með aðalatriðum 10. dagsins samkvæmt COP15 á YouTube, má sjá hér.
Leiðtogar ýmissa landa streyma nú til Kaupmannahafnar. Í kvöld er opinber athöfn þar sem lokaáfangi ráðstefnunnar er formlega settur. Þetta er sá áfangi þar sem stjórnmálaleiðtogar landanna koma saman og reyna að ná saman um lokaatriði samninganna. Það eru ýmis óleyst mál og aðeins um 48 tímar til að leysa úr þeim. Það hefur mætt mikið á Connie Hedegaard (sjá mynd) formanni ráðstefnunnar á síðustu dögum og ljóst þykir að næstu 2-3 sólarhringar munu einnig verða áskorun fyrir hana. Hún hefur lagt áherslu á mikilvægi þess að ná samkomulagi í Kaupmannahöfn. Viðræðurnar eru nú að fara yfir á hið pólitíska stig, þar sem endanlegar ákvarðanir verða teknar, ef samkomulag næst.
Helstu atriði 9. dags loftslagsráðstefnunnar, af dr.dk:
1. Vinnuhópar vinna að því að ljúka vinnunni
Í dag hefur farið fram vinna í vinnuhópum, þar sem áhersla hefur verið lögð á að ná saman tillögum að samkomulagi. Þessar tillögur á að leggja fyrir formann ráðstefnunnar, Connie Hedegaard, seinna í kvöld. Samkvæmt Thomas Falbe, fréttaritara dr.dk, þá er ekki margt sem lekur út um það sem rætt er í hópunum. Það eru þó misjöfn stemning í vinnuhópunum. Í augnablikinu (þ.e. við lok vinnudags í Danmörku) var almennt jákvæð stemning í hópunum, einnig meðal afrísku landanna, sem hafa í augnablikinu trú á að hægt verði að ná samkomulagi.
2. Stjórnmálaleiðtogar taka yfir
Klukkan 17 í dag, opnaði Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra, það sem hefur verið kallað hástigsumræðurnar (d. højniveau-forhandlingerne), við opinbera athöfn, þar sem m.a. Friðrik Krónprins var viðstaddur. Nú er komið að þeim hluta viðræðnanna, þar sem ráðherrar, forsætisráðherrar og aðrir þjóðarleiðtogar setjast við borðið, til að reyna að ná pólitísku samkomulagi og embættismennirnir stíga úr kastljósinu.
3. 48 tímar eftir
Síðast en ekki síst hefur dagurinn einkennst af því að það eru aðeins 48 tímar eftir, þar til lausn þarf að liggja fyrir. Connie Hedegaard hefur einnig lagt áherslu á þá staðreynd. Samkvæmt fréttarita dr.dk, Thomas Falbe, þá eru eftirtalin atriði fimm mikilvægustu málefnin sem hún þarf að fá fundarmenn til að ná saman um á næstu 48 tímum.
Hversu mikil eiga losunarmarkmið ríku landanna á CO2 að vera?
Hvernig eiga þróunarþjóðirnar að takmarka aukningu í losun CO2?
Hvernig er hægt að tryggja fjármögnun varðandi kostnað vegna loftslagsbreytinga til lengri tíma?
Er hægt að setja á alþjóðleg gjöld á eldsneyti á skip?
Hvernig er hægt að hafa eftirlitskerfið varðandi losun á CO2 fyrir öll löndin?
Myndband með aðalatriðum 8. dagsins samkvæmt COP15 á YouTube, má sjá hér.