Loftslag.is

Category: Heiti reiturinn

Ýmislegt

  • Af hverju sjást sjávarstöðubreytingar ekki?

    Af hverju sjást sjávarstöðubreytingar ekki?

    Í nýlegu myndbandi fer hinn eitursnjalli Potholer54 yfir enn eina mýtuna sem algeng er í loftslagsumræðunni.

    Tengt efni á loftslag.is:

  • Máttur Golfstraumsins og afleiðingar veikingar hans

    Máttur Golfstraumsins og afleiðingar veikingar hans

    Í þessum fróðlega fyrirlestri frá Earth101 talar Stefan Rahmstorf um mögulegar afleiðingar þess að Golfstraumurinn hægi á sér. Stefan færir rök fyrir því að veiking Golfstraumsins sé jafnvel hafin nú þegar. Stefan kom til landsins árið 2016 og hélt fyrirlesturinn á vegum Earth101. Á vef Earth101 má einnig finna marga aðra athyglisverða fyrirlestra sem fjalla um loftslagsmál, m.a. frá helstu sérfræðingum heims.

    Af vefsíðu Earth101:
    “Stefan Rahmstorf er haffræðingur og loftslagsfræðingur. Frá árinu 2000 hefur hann verið prófessor í hafeðlisfræði við háskólann í Potsdam og hann er einnig deildarformaður loftslagsrannsóknarstofnunarinnar í Potsdam. Hann var einn af aðalhöfundum Fjórðu yfirlitsskýrslu IPCC og er meðlimur í Bandaríska jarðeðlisfræðifélaginu (AGU). Hann er einn stofnenda RealClimate bloggsins og var nefndur sem einn af tíu fremstu loftslagsvísindamönnum heims í Financial Times árið 2009.”

    Tengt efni á loftslag.is

  • Loftslagsmýtur græningjans

    Loftslagsmýtur græningjans

    Þó loftslagsmýtur séu á undanhaldi, þá geta þær birst á ýmsa vegu og jafnvel hjá því fólki sem vill raunverulega draga úr losun CO2 út í andrúmsloftið. Það er einmitt oft erfitt að gera sér grein fyrir hvað er satt og rétt í þessum efnum og því mjög hressandi að horfa á myndband þar sem loftslagsvísindamaðurinn Dr Adam Levy fer yfir nokkrar algengar loftslagsmýtur sem þvælast stundum fyrir í umræðunni.

  • Með aðgerðum þá má halda aftur af sjávarstöðubreytingum

    Með aðgerðum þá má halda aftur af sjávarstöðubreytingum

    Í þessu myndbandi þá ræða nokkrir vísindamenn um bráðnun jökulhvelsins á Suðurskautinu. Með því að takmarka hækkun hitastigs þá má hugsanlega halda aftur af sjávarstöðubreytingum, eða hvað? Fróðlegt myndband þar sem nokkrir vísindamenn velta fyrir sér sviðsmyndum framtíðarinnar varðandi sjávarstöðubreytingar og tengingu við bráðnun á jökla á Suðurskautinu.

    Þetta myndband er úr smiðju Peter Sinclair sem hefur gert myndbönd undir heitinu Greenman3610 á YouTube og hefur oft verið vísað í þau hér á Loftslag.is.

    Tengt efni á loftslag.is

  • Eru rafbílar alveg örugglega grænir?

    Eru rafbílar alveg örugglega grænir?

    björn_lomborgÁhugavert myndband frá Potholer54, þar sem hann fer yfir nýlegar fullyrðingar Björns Lomborg um rafbíla. Eins og búast mátti við, þá er Björn í besta falli á hálum ís með sínar fullyrðingar.

    Potholer54 heitir raunverulega Peter Hadfield og er jarðfræðingur og vísindablaðamaður. Hann hefur í mörg ár haldið úti Potholer54 rásinni á Youtube þar sem hann hefur m.a. tekið upp allskyns mýtur og fjallað um þær á málefnalegan hátt.

    Tengt efni á loftslag.is:

  • 10 loftslagsmýtur afhjúpaðar

    10 loftslagsmýtur afhjúpaðar

    potholer54Fróðlegt myndband frá Potholer54, þar sem hann, enn og aftur, kryfur loftslagsmýtur til mergjar. Hann gerði þetta myndband til að draga saman 10 helstu mýtur sem hann hefur skoðað í fyrri myndböndum á síðustu 10 árum.

    Potholer54 heitir raunverulega Peter Hadfield og er jarðfræðingur og vísindablaðamaður. Hann hefur í mörg ár haldið úti Potholer54 rásinni á Youtube þar sem hann hefur m.a. tekið upp allskyns mýtur og fjallað um þær á málefnalegan hátt.

    Tengt efni á loftslag.is:

  • Fimm einkenni loftslagsafneitunar

    Fimm einkenni loftslagsafneitunar

     

    Ekki eru allir sem treysta vísindamönnum til að fræða okkur um loftslagsmálin og hver staða okkar er. Þeir eru sumir hverjir í afneitun, vísvitandi eða ómeðvitað. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem útskýrir fimm dæmigerð einkenni loftslagsvísindaafneitunnar (og vísindaafneitunar yfir höfuð):

    Gervisérfræðingar (e.Fake experts) – loftslagsafneitarar eru duglegir að vísa í svokallaða gervisérfræðinga. Margir eru til kallaðir, sumir á jaðrinum að flokkast sem loftslagsvísindamenn en sumir bara alls ekki. Sem dæmi má nefna dr. Tim Ball. Hann var upphaflega “vísindamaður” sígarettuiðnaðarins en hefur undanfarna áratugi sérhæft sig í að vera sérfræðingur loftslagsafneitunariðnarins.

    Rökvillur (e. Logical fallacies) – Fjölmörg dæmi má nefna. Eitt sem stundum er notað, er að af því að hlutfall CO2 í andrúmsloftinu er lítið (mælt í ppm – part per million), þá hafi það lítil áhrif á loftslag. Það er auðvitað fjarri lagi, enda er það styrkaukningin en ekki magnið sem veldur hlýnuninni.

    Ómögulegar væntingar (e. Impossible expectations) – Að hamra á óvissunni, þ.e. að af því að vísindamenn vita ekki nákvæmlega 100% allt um loftslagsbreytingar, þá þurfi ekki að gera neitt í vandanum – allavega ekki fyrr en menn vita þetta 100% (sem verður aldrei).

    Sérvalin gögn (e. Cherry picking) – Þetta er líklega algengasta afneitunin núna, þ.e. menn velja sér gögn sem henta hverju sinni. Einn daginn er hafísinn búinn að vaxa í viku, það er því að kólna. Heitt er í neðri lögum lofthjúpsins miðað við sama dag fyrir ári síðan, því er að kólna. Hér skiptir leitni og önnur gögn ekki máli, nema þá sjaldan það styðji afneitunina á einn eða annan hátt (en svo viku síðar er ekkert að marka þau gögn).

    Samsæriskenningar (e. Conspiracy Theories) – Nú auðvitað eru vísindamenn bara allir (þ.e. þessi 97% sem eru sammála um að jörðin sé að hlýna af mannavöldum) í einhverju samkrulli með að falsa gögn. Mörg þúsund vísindamenn í öllum löndum jarðarinnar eru semsagt svo skipulagðir og samstíga að þeir ná að falsa gögn til að plata almenning.

    Tengt efni á loftslag.is

  • Miðlun upplýsinga um loftslagsbreytingar

    Miðlun upplýsinga um loftslagsbreytingar

    Ný handbók um miðlun upplýsinga um loftslagsbreytingar  kom út á vegum IPCC fyrir stuttu og er meðal annars afrakstur ráðstefnunnar “Expert meeting on Communication” sem IPCC hélt í Osló árið 2016.

    Þó hlutverk skýrslunnar sé fyrst og fremst að fræða vísindamenn IPCC í hvernig best er að koma staðreyndum til almennings, þá getur verið áhugavert fyrir þá sem fjalla um loftslagmál sem og áhugasaman almenning að skoða skýrsluna.

    Hér fyrir neðan er kynning á þeim 6 aðferðum sem rætt er nánar í handbókinni:

    Aðferðirnar eru eftirfarandi (lauslega þýtt):

    1. Vertu örugg(ur) í miðlun upplýsinga
    2. Ræddu hinn raunverulega heim, ekki óhlutbundnar hugmyndir
    3. Tengdu við það sem skiptir máli fyrir þinn áheyrandahóp
    4. Segðu sögur af fólki
    5. Ræddu fyrst um það sem þú veist
    6. Notaðu sem besta sjónræna miðlun upplýsinga

    Heimildir og ítarefni

    Byggt á færslu á RealClimate

    Einnig var umfjöllun um handbókina á Guardian, Communicating the science is a much-needed step for UN climate panel

    Fyrirlestur um handbókina verður haldinn á netinu í næstu viku: Webinar: The IPCC and the science of climate change communication, Mon 5 Feb 3pm GMT

    Tengt efni á loftslag.is

  • Vetur, háloftavindar og kuldaköst

    Vetur, háloftavindar og kuldaköst

    haloftavindarÞað er vetur hér á Norðurhveli og þá gerist það stundum að einhver svæði upplifa kuldaköst. Í eftirfarandi myndbandi er farið örstutt yfir hvaða mögulegu áhrif eru af hækkandi hita og minnkandi hafís á Norðurskautinu á hitastigið sunnar. Í myndbandinu útskýra vísindamenn hvernig hækkandi hitastig á Norðurskautinu getur valdið kuldaköstum í tempruðu beltunum.

    Þetta myndband er úr smiðju YaleClimateConnections og er Peter Sinclair framleiðandi. Peter hefur einnig gert myndbönd undir heitinu Greenman3610 á YouTube og hefur oft verið vísað í þau hér á Loftslag.is.

    Tengt efni á loftslag.is

  • Loftslagsrýni flokkanna 2016 – uppfært

    Loftslagsrýni flokkanna 2016 – uppfært

    paris_1_5Hópurinn París 1,5 gerði úttekt fyrir tæpum tveimur vikum á stefnu stjórnmálaflokkanna í loftslagsmálum fyrir kosningarnar þann 29. október 2016 (sjá hér). Nú er búið að uppfæra stefnuna.

    Fyrst verður rakin aðferðafræðin, þ.e. farið yfir þá þætti sem voru notaðir við loftslagsrýni flokkanna, fjallað um einkunnagjöfina og það hvernig við völdum stjórnmálaflokkana sem eru í úttektinni. Neðst er svo niðurstaða þessa mats og umræða.

    Aðferðafræðin

    Upphaflega var ákveðið að til að stjórnmálaflokkur kæmi til greina í þessari rýni þá yrði hann að hafa möguleika á að komast á þing (samkvæmt skoðanakönnunum). Í uppfærslunni fengu minni flokkar möguleika á að vera með, með því að senda okkur stefnu sína skipta niður í þá sjö liði sem sjá má hér neðar. Loftslagsstefnur eftirfarandi flokka voru rýndar, en Alþýðufylkingin er eini flokkurinn sem bættist við. Dögun var einnig í sambandi við okkur og fá plús í kladdann fyrir það, en sökum mannfæð þá höfðu þeir ekki tíma til að skrá niður ítarlega stefnu í loftslagsmálum, þó þeir hefðu glaðir viljað það.

    Til að gefa flokkunum einkunn þá notuðum við kerfi þar sem við mátum sjö mismunandi þætti og gáfum þeim einkunn á bilinu 0-10, en misjafnt vægi er á milli þátta. Fjórir þættir fá einfalt vægi (mest 10 stig hver þáttur) og þrír þættir fá tvöfalt vægi (mest 20 stig hver þáttur) – í allt 100 stig mest. Einn þátturinn er á bilinu mínus 10 til plús 10, þannig að flokkar geta fengið mínus stig þar (mest 20, þar sem þetta er þáttur með tvöfalt vægi). Nánar er fjallað  um hvern þátt hér á eftir.

    Reynt var að finna stefnur flokkanna í loftslagsmálum á vefsíðum þeirra, ef ekkert kom þar fram þá var ekki gert ráð fyrir að til væri opinber stefna um þann þátt hjá þeim stjórnmálaflokki í kosningunum 2016. Í uppfærslunni sendum við að auki öllum flokkunum tölvupóst þar sem við spurðumst nánar fyrir um þessa þætti – sumir svöruðu, aðrir ekki. Stundum var hægt að finna í stefnum flokkanna eitthvað sértækt þar sem rætt var um loftslagsmál, en stundum þurfti að grafa dýpra til að finna eitthvað fjallað um málin – beint eða óbeint. Við lögðum svo okkar mat á hvern þátt og hvað kom fram hjá hverjum flokki og gáfum einkunnir – sem endaði svo í þeirri einkunn sem hver flokkur fékk varðandi loftslagsmálin.

    Þættirnir sjö eru eftirfarandi:

    1. Er flokkurinn með eða á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu.
      • Hér var hægt að fá mínusstig, þar sem þeir flokkar sem taka einarða stefnu með olíuvinnslu fá mínus stig – þeir sem ekkert nefna um málið fá 0 og þeir sem taka einarða afstöðu gegn olíuvinnslu fá plús .
      • Tvöfalt vægi – mest 20 stig og lægst mínus 20 stig
    2. Eru tölu- og/eða tímasett markmið varðandi samdrátt í losun CO2
      • Því nánari markmið, því betra
      • Tvöfalt vægi – mest 20 stig
    3. Er gert ráð fyrir kolefnisgjaldi eða hagrænum hvötum á losun gróðurhúsalofttegunda
      • Tvöfalt vægi – mest 20 stig
    4. Tillögur um breytingu innviða til að taka á vandanum
      • Til að mynda er hér verið að skoða tillögur til að flýta rafbílavæðingu og öðrum breytingum innviða til að taka fyrr á vandanum
      • Einfalt vægi – mest 10 stig
    5. Tillögur varðandi endurheimt votlendis og skógrækt
      • Almennar tillögur varðandi þessa þætti
      • Einfalt vægi – mest 10 stig
    6. Flokkur og/eða frambjóðendur hafa tekið málið upp í aðdraganda kosninga
      • Ef einhverjir frambjóðendur eða flokkar hafa sett þetta mál á oddinn með því að fjalla um það á opinberum vettvangi
      • Einfalt vægi – mest 10 stig
    7. Annað almennt um loftslagsmál
      • Skoðuðum aðra þætti sem flokkarnir töldu vert að nefna varðandi loftslagsmálin og reyndum að meta það á hlutlægan hátt – þarna gátu flokkarnir skorað aukastig
      • Einfalt vægi – mest 10 stig

    Niðurstaða

    Loftslagsstefnur flokkanna voru rýndar og einkunnir gefnar samkvæmt fyrrgreindum forsendum. Eftirfarandi eru tenglar á úttekt hvers flokks fyrir sig, ásamt einkunnum (innan sviga):

    screenshot-2016-10-23-17-59-55

     

    Sex flokkar standast prófið eins og staðan er í dag og eru Píratar með lang metnaðarfyllstu stefnuna. Lítið vantar upp á hjá Viðreisn að standast matið, en bæði Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn eru mjög langt frá því og munar mestu um stefnuleysi varðandi minnkandi losun, sem og vilji þeirra til að vinna olíu á Drekasvæðinu.

    Umræður

    13412890_549635985216164_2118920633963755112_nVið í París 1,5 hópnum viljum gjarnan hvetja stjórnmálaflokka og frambjóðendur til að halda áfram að taka þetta mikilvæga mál á dagskrá og ekki bara sem örfá atriði í stefnuyfirlýsingum, heldur sem eitt af aðalatriðum hjá öllum flokkunum enda skipta loftslagsmál miklu máli. Ef við göngum ekki vel til verks í þessum efnum, þá skipta öll hin málin miklu minna máli – því við erum hluti af borgurum jarðarinnar og við þurfum öll að gera okkar til að minnka kolefnisfótspor af mannavöldum, því fyrr sem við byrjum þá mikilvægu vinnu, því betra.

     

    Viðbót: Við fengum síðbúið svar frá Húmanistaflokknum, en forsvarsmenn hans sendu okkur útlistun á þeirra stefnu út frá liðum 1-7 hér að ofan (sjá hér). Til að gera langa sögu stutta, þá stenst loftslagsstefna Húmanista matið og hefðu þeir fengið um 5,7 í einkunn samkvæmt lauslegu mati.