Loftslag.is

Month: March 2010

  • Sakir bornar af Phil Jones

    Vísindanefnd breska þingsins hefur komist að þeirri niðurstöðu að Phil Jones, sem er einn af þeim sem var miðpunktur hins svokallað climategatemáls, hafi ekki falsað niðurstöður. Í þessu máli fóru efasemdarmenn hamförum með upphrópanir og mistúlkanir varðandi efni tölvupóstanna. Sjá t.d. í eftirfarandi færslu Blogg: Að stela bíl og nota fyrir sjónvarp . En nú er komin skýrsla frá bresku vísindanefndinni sem hefur haft rannsókn málsins í sínum höndum. Í fréttatilkynningu kom m.a. eftirfarandi fram:

    The focus on Professor Jones and CRU has been largely misplaced. On the accusations relating to Professor Jones’s refusal to share raw data and computer codes, the Committee considers that his actions were in line with common practice in the climate science community but that those practices need to change.

    On the much cited phrases in the leaked e-mails—”trick” and “hiding the decline”—the Committee considers that they were colloquial terms used in private e-mails and the balance of evidence is that they were not part of a systematic attempt to mislead.

    Insofar as the Committee was able to consider accusations of dishonesty against CRU, the Committee considers that there is no case to answer.

    Lesa má alla skýrslu nefndarinnar hér (PDF).

    Ítarefni

    Climategatemálið hér af Loftslag.is

    Aðrir miðlar:

    House of Commons exonerates Phil Jones
    Phil Jones Exonerated by British House of Commons

    Climate science ‘openness’ urged

  • Nýtt jarðsögutímabil – Anthropocene

    Jarðfræðingar frá háskólanum í Leicester (og fleiri) hafa komið með þá tillögu að nýtt jarðsögutímabil sé hafið á Jörðinni, en pistill eftir þá birtist í tímaritinu Environmental Science & Technology.

    Þeir bæta því við að við upphaf þessa tímabils sé hægt að tengja við sjötta umfangsmesta útdauða í jarðsögunni.

    Samkvæmt vísindamönnunum þá hafa mennirnir, á aðeins tveimur öldum, orðið valdir að þvílíkum breytingum að nýtt jarðsögutímabil sé hafið og að áhrif þess muni vara í milljónir ára. Áhrif manna, þar með talin hin mikla fólksfjölgun, þétt byggð ofurborga og gríðarlegur bruni jarðefnaeldsneytis – segja þeir að hafi breytt Jörðinni það mikið að þetta tímabil ætti að kalla Anthropocene skeiðið – eða skeið hins nýja manns (tillögur að íslensku heiti er vel þegið).

    Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem þessi tillaga kemur upp, en einn höfunda pistilsins kom með þessa hugmynd fyrir yfir áratug síðar og hefur hún verið umdeild síðan. Undanfarið hafa fyrirsjáanlegar afleiðingar athafna manna, líkt og loftslagsbreytingar og mikil aukning útdauða plantna og dýra. Fylgni við þessa tillögu hefur því aukist. Samfélag jarðfræðinga eru nú að formlega að fara yfir tillögur um það hvort skilgreina eigi þetta sem nýtt tímabil í jarðsögunni.

    Heimildir og ítarefni

    Pistillinn sem birtist í tímaritinu Environmental Science & Technology má lesa hér: The New World of the Anthropocene

    Hægt er að lesa um Anthropocene víðar, t.d. á Encyclopedia of Earth, Wikipedia og Oceanworld

  • Hitastig febrúar 2010 á heimsvísu

    Helstu atriðið varðandi hitastig febrúarmánaðar á heimsvísu

    • Sameinað hitastig fyrir bæði land og haf fyrir fegrúar 2010, með hitafráviki upp á 0,60°C yfir meðalhitastigi 20. aldarinnar, var 6. heitasti febrúar samkvæmt skráningum
    • Sameinað hitastig fyrir bæði land og haf fyrir tímabilið desember 2009 – febrúar 2010, með hitafráviki upp á 0,57°C yfir meðalhitastigi 20. aldarinnar og var 5. heitasta skráning fyrir tímabilið samkvæmt skráningum
    • Hitastig hafsins á heimsvísu í febrúar 2010, var það næst heitasta, samkvæmt skráningu, með hitafrávik upp á 0,54°C yfir 20. aldar meðaltalið.
    • Hitastig hafsins á heimsvísu fyrir tímabilið desember 2009 – febrúar 2010, var það næst heitasta, samkvæmt skráningu, með hitafrávik upp á 0,54°C yfir 20. aldar meðaltalið.
    • Á Suðurhvelinu var hitastigið í febrúar með hæsta meðalgildi sem mælst hefur fyrir bæði land og einnig land og haf saman. Hitastig hafsins á Suðurhvelinu var það næst heitasta samkvæmt skráningu, jafnt hitastiginu árið 1998.
    Hitafrávik fyrir febrúar 2010 – Viðmiðunartímabil 1971-2000

    Febrúar 2010

    Sameinað hitafrávik fyrir land og haf í febrúar 2010 var það 6. heitasta fyrir febrúar mánuð síðan 1880 og var frávikið 0,60°C yfir meðaltal 20. aldarinnar. Hitastig sjávar í liðnum febrúar 2010, var heitara en meðallag á flestum stöðum, þó kaldara en meðaltal í Mexíkóflóa, með fram vesturströnd Suður Ameríku, hluta af hærri breiddargráðum Suður hafanna, í Norður Atlantshafi og norðaustanverðu Kyrrahafi. Sjávarhiti fyrir febrúar 2010 mældist sá næst heitasti fyrir mánuðinn síðan mælingar hófust, með hitafrávík upp á 0,54°C yfir meðaltali 20. aldarinnar. Hitastig sjávar á heimsvísu í liðnum febrúar var það heitasta síðan 1998.

    Í Kyrrahafinu við miðbaug hefur meðalsterkur El Nino ráðið ferðinni í febrúar 2010. Sjávarhiti á þeim slóðum var meira en 1,5°C yfir meðaltali í mánuðinum. El Nino er talin halda áfram á vormánuðum Norðurhvels 2010, samkvæmt NOAA – Climate Prediction Center (CPC).

    Á sama tíma er hitastig yfir landi jafnt febrúar 1992, sem sá 14. heitasti febrúar samkvæmt skráningu, með hitafrávik upp á 0,75°C yfir meðaltali. Í febrúar 2010 var hitastig yfir meðaltali yfir stórum hluta landsvæða heims, með hæstu hitafrávikum í Kanada, Alaska, hluta Vestur Afríku, Mið-Austurlöndum og suðaustur Asíu. Hitafrávikin á þessum stöðum voru á bilinu 3°-6°C yfir meðaltali. Samt sem áður, þá var kaldara en meðaltal á landsvæðum í Vestur- og Norður Evrópu, Mið Asíu, Suður Argentínu, Suður Chíle, Norðaustur Ástralíu og mestum hluta mið og austur hluta Bandaríkjanna. Á norðurhvelinu var febrúar 2010, samkvæmt sameinuðu hitastigi fyrir land og haf jafn febrúar 2009, sá 10. heitasti samkvæmt skráningu. Þegar þetta er skoðað hvert fyrir sig, þá voru landssvæði á Norðurhvelinu 26. heitasti fyrir land, á meðan hitastig hafsins var 2. heitasta frá upphafi, á eftir 1998.

    Aftur á móti, þá var hitafrávik febrúar 2010, fyrir Suðurhvelið í heild (sameinað land og haf) 0,63°C yfir meðaltali 20. aldar, heitasti febrúar samkvæmt skráningu. Hitafrávik fyrir landsvæði á Suðurhvelinu var það heitasta fyrir mánuðinn, með hitafrávik upp á 0,97°C yfir meðaltali 20. aldarinnar. Fyrir hafsvæðin var febrúar 2010 jafn 1998, sem sá heitasti á Suðurhvelinu.

    Í töflunni hér fyrir neðan má lesa helstu tölur varðandi hitastig fyrir febrúar mánuð 2010.

    Febrúar Frávik Röð
    (af 131 ári)
    Heitasti feb.
    samkv. skrám
    Á heimsvísu
    Land +0,75°C 14. heitasti 2002 (+1,60°C)
    Haf +0,54°C 2. heitasti 1998 (+0,56°C)
    Land og haf +0.60°C 6. heitasti 1998 (+0,83°C)
    Norðuhvel jarðar
    Land +0,67°C 26. heitasti 2002 (+2,12°C)
    Haf +0,51°C 2. heitasti 1998 (+0,55°C)
    Land og Haf +0,57°C 10. heitasti 2002 (+1,06°C)
    Suðurhvel jarðar
    Land +0,97°C Heitasti 1983 (+0,89°C)
    Haf +0,58°C Heitasti 2003 (+0,54°C)
    Land og Haf +0,63°C Heitasti 1998 (+0,62°C)

    Í grafinu hérundir má sjá þessi gögn í öðru ljósi:

    Heimildir og annað efni:

  • Bráðnun Grænlandsjökuls til norðvesturs

    Bráðnun Grænlandsjökuls, sem hefur verið að aukast á Suður Grænlandi undanfarinn áratug hefur einnig verið að aukast til norðurs eftir Vesturströnd Grænlands, samkvæmt niðurstöðum í nýlegri grein sem birtist í Geophysical Research Letters.

    Niðurstöðuna fengu vísindamennirnir með því að bera þyngdarmælingar frá gervihnettinum GRACE, saman við samfelldar GPS mælingar  á berggrunni við jaðar jökulbreiðunnar.

    Gögnin frá GPS mælingunum, ásamt þyngdarmælingunum veita upplýsingar um meðal-landris mánaðarlega, af völdum massabreytinga í Grænlandsjökli. Rannsóknateymið fann að landris við Thule flugstöðina á norðvesturströnd Grænlands var um 4 sm frá október 2005 til ágúst 2009. Þótt upplausn gervihnattagagnanna sé of lítil (um 250 * 250 km reitir) til að sýna nákvæmlega hvar jökull bráðnar mest, þá bendir þynning jökulsins við jaðar jökulbreiðunnar til þess að hraði skriðjöklanna sé að aukast. 

    Heimildir og ítarefni

    Hægt er að nálgast greinina sjálfa hér (ágrip): Spread of ice mass loss into northwest Greenland observed by GRACE and GPS

    Umfjöllun um greinina má nálgast á heimasíðu háskólans í Colorado: Greenland Ice Sheet Losing Ice Mass on Northwest Coast, Says New International Study

    Tengdar fréttir um Grænlandsjökul og bráðnun hans á loftslag.is:

    Að lokum er hér myndband sem sýnir hvernig bráðnun Grænlandsjökuls er að dreifa úr sér, samkvæmt gögnum frá GRACE gervihnettinum, frá árinu 2003-2009:

  • Bráðnun jökulbreiðna Grænlands

    Myndband um bráðnun í Grænlandsjökli. Eftirfarandi er hluti þeirrar lýsingar sem fylgir myndbandinu á YouTube:

    Ný skýrsla tekur saman þá flóknu mynd úr nýjustu vísindaniðurstöðum varðandi jökulbreiður Grænlands með tilliti til loftslagsbreytinga. Skýrslan er bráðabirgða afurð um ástand; snjó, vatns, ís og sífrera á Norðurslóðum og var gerð af helstu sérfræðingum heims og upp úr ritrýndum vísindagreinum sem gefnar voru út fyrir vorið 2009. Skýrslan var kynnt þann 14. desember á viðburði tengdum COP15, í Bellacenter í Kaupmannahöfn.

    Þrjár niðurstöður:

    1. Jökulbreiður Grænlands eru að missa massa og jöklar losa meiri ís. Jakobshavn Isbræ hefur hopað um 15 kílómetra síðustu 8 ár.
    2. Nýlegar spár um breytingu sjávarborðs, sem innihalda framlag jökulbreiðna Grænlandsjökuls og annars íss á landi, ásamt varmaþennslu sjávar, gefa vísbendingar um að sjávarborðbreytingar gætu orðið u.þ.b. 1 meter á þessari öld. Vísindamenn telja að þegar farið er yfir ákeðna vendipunkta, þá geti verið að jökulbreiðurnar fari í ástand, þar sem óafturkallanlegar breytingar geti átt sér stað sem leiði til algerar bráðnunar.
    3. Loftslagsbreytingar geta leitt til þess að ný atvinnutækifæri verði til á Grænlandi, en einnig hamlað venjubundnu lífsviðurværi þar.

    Hugsanlega tengt efni:

  • Climate TV – útsending í kvöld

    Við fréttum fyrir skemmstu af útsendingum hjá netsjónvarpstöð sem kallar sig  Climate TV, en við höldum að fyrsta beina útsendingin hefjist í nótt klukkan 1:00 að íslenskum tíma (aðfaranótt 26.mars).

    Við vitum í raun lítið um þessa sjónvarpstöð, annað en það sem við sáum á Desmogblog, en svo virðist sem að einn af stjórnendum þess sé Kevin Grandia, sjá umjöllun hans um útsendinguna í nótt: Climate Crock Live and Interactive With Peter Sinclair Tonight.

    Þarna verða beinar útsendingar og gagnvirkt (interactive), þar sem kastljósinu er beint að persónum, höfundum, kvikmyndagerðamönnum, heimildamönnum, sérfræðingum í stefnumótun og stjórnmálamönnum sem hafa vit á og fjallað hafa um loftslagsbreytingar. Áhorfendur geta svo sent inn spurningar til þeirra sem eru í útsendingunni.

    Í nótt (klukkan 1:00 að íslenskum tíma) verður Peter Sinclair, höfundur myndbandanna Climate Crock of the Week  sem einnig kallar sig Greenman3610 á YouTube.  Þá verður fyrst sýnt nýlegt myndband eftir Peter, sem við birtum á loftslag.is fyrir stuttu síðan (sjá Hvað er vitað um loftslagsbreytingar?) og svo fær hann spurningar bæði frá stjórnanda og áhorfendum.

    Við hvetjum alla sem að halda sér vakandi svo lengi að kíkja á þetta – lofum þó ekki að það verði gott samband, en hver veit. Þess ber að geta að nú þegar er fullt af myndböndum þar sem hægt er að horfa á, viðtöl og fleira.

    Sjá Climate TV

  • Hvað segja vísindamenn um loftslagsbreytingar

    Við viljum benda á áhugaverða síðu sem er hluti af heimasíðu National Science Foundation, en þar má finna hafsjó fróðleiks um ýmislegt sem varðar loftslagsmál og vísindin þar á bakvið.

    Tekin eru viðtöl við fremstu loftslagsvísindamenn heims og fræðin útskýrð á einfaldan hátt. Smellið á myndina hér fyrir neðan til að fara inn á síðuna og njótið:




  • Hvenær fer bráðnun Grænlandsjökuls á fullt?

    Bloggfærsla þýdd af Skeptical Science og einnig birt þar

    Eitt af því sem vísindamenn hafa áhyggjur af er óstöðugleiki jökulbreiðanna á Grænlandi og á Suðurskautinu. Ef Grænlandsjökull bráðnar að fullu, þá þýðir það allt að 7 m hækkun sjávarstöðu. Að sama skapi þá myndi Vestur Suðurskautið valda um 6 m sjávarstöðuhækkun. Austur Suðurskautið myndi síðan valda um 70 m hækkun sjávarstöðu, en sú jökulbreiða er ólíklegust til að verða fyrir mikilli bráðnun. Því er mikilvægt að rannsaka viðbrögð þessara jökulbreiða við hlýnun jarðar.

    Nýlega kom út grein (Stone 2010), en höfundar hennar áætla að styrkur CO2 í andrúmsloftinu, sem yrði til þess að bráðnun Grænlandsjökuls færi á fullt, sé á bilinu 400-560 ppm. Við núverandi losun CO2 út í andrúmsloftið þá verður styrkur þess orðið 400 ppm innan 10 ára.

    Þó það sé ákveðin óvissa um eðli jökulbreiðanna, þá eru ýmsar vísbendingar um það hvernig jökulbreiður hegði sér við hlýnun jarðar. Ef við skoðum Grænlandsjökul nánar, hvað segja mælingar okkur þá að sé að gerast á Grænlandi? Þyngdarmælingar frá gervihnöttum sem mæla massajafnvægi hafa sýnt að Grænlandsjökull er að missa massa hraðar og hraðar (Velicogna 2009).


    Mynd 1: Breytingar í jökulmassa Grænlandsjökuls áætlað út frá þyngdarmælingum úr gervihnettinum GRACE.Ósíuð gögn eru með bláa krossa og rauðir krossar þegar búið er að sía frá árstíðabundinn breytileika. Besta annars stigs leitnilína er sýnd sem græn lína (Velicogna 2009).

    En hvernig vitum við hvernig Grænlandsjökull muni bregðast við hlýnun til lengri tíma litið? Hægt er að skoða hvernig jökullinn hefur brugðist við á fyrri tímabilum jarðsögunnar. Ein af bjartsýnni spám IPCC hljóðar upp á hnattræna hlýnun upp á 1-2°C við lok þessarar aldar. Síðast þegar það gerðist var fyrir um 125 þúsund árum. Á þeim tíma var sjávarstaða um 6 m hærri en hún er í dag (Kopp 2009). Það segir okkur að jökulbreiður Grænlands og Suðurskautsins eru mjög viðkvæmar fyrir stöðugu hærra hitastigi en nú er og að búast megi við því að á næstu öldum hækki sjávarstaða um metra frekar en sentimetra.

    Eins og minnst er á hér ofar í formála, þá er komin út grein um stöðugleika Grænlandsjökuls og heitir hún The effect of more realistic forcings and boundary conditions on the modelled geometry and sensitivity of the Greenland ice-sheet (Stone 2010). Við rannsóknina voru notuð gögn sem sýna undirliggjandi landslag á Grænlandi og þykkt jökulsins og þau notuð til að smíða nákvæmt líkan af hreyfingum Grænlandsjökuls. Við gerð líkansins var líkt eftir hegðun jökulsins ef styrkur CO2 í andrúmsloftinu væri stöðugur við 400, 560 og 1120 ppm. Líkanið var síðan keyrt sem samsvarar 400 ár við það ástand.

    Niðurstaðan við þær keyrslur er að þótt jökulbreiðan bráðni ekki að fullu við 400 ppm þá missir Grænlandsjökull töluverðan massa eða á milli 20-41%. Hafa ber það í huga að þetta gerist ekki á augnabliki við að styrkur fer yfir 400 ppm – heldur tekur það nokkrar aldir. Við styrkaukningu upp í 560 ppm, missir Grænlandsjökull á milli 52-87% af massa sínum. Ef CO2 fer upp í 1120 ppm, þá verður lítið eftir af jökulbreiðunni eða rýrnun um 85-92%. Mikilvægasta niðurstaða greinarinnar er sú að Grænlandsjökull verður mjög óstöðugur við styrk CO2 í andrúmsloftinu á bilinu 400-560 ppm.

    Þetta er töluverð óvissa og líklegt að á næstu árum þá muni menn reyna að festa það betur niður hvar mörkin eru. Þetta bil á milli 400 og 560 ppm er þó hægt að setja í samhengi við spár IPCC um losun CO2 út öldina. Ef ekkert er gert til að draga úr losun á CO2, þá er búist við að styrkur CO2 fari upp í 1000 ppm árið 2100. Jákvæðustu spárnar gera ráð fyrir að styrkur CO2 fari yfir 500 ppm árið 2100.


    Mynd 3: Styrkur CO2 mældur á Mauna Loa frá 1958-2008 (svört brotalína) og mismunandi sviðsmyndir IPCC (litaðar línur) (IPCC Data Distribution Centre).

    Mynd 3 sýnir vissulega bara spár. En hvernig ætli þetta sé búið að vera að þróast undanfarna áratugi? Losun á CO2 síðustu ár hefur í raun og veru fylgt nokkurn vegin verstu sviðsmyndinni.


    Mynd 4: Losun CO2 við bruna jarðefnaeldsneytis og framleiðslu sements, borið saman við IPCC spár um losun.Litaða svæðið sýnir sviðsmyndir IPCC (Copenhagen Diagnosis).

    Gervihnattamælingar, gögn um fornloftslag og líkön sem líkja eftir jökulbreiðum sýna öll sambærilega mynd. Hlýnun jarðar hefur gert Grænlandsjökulinn óstöðugan, en sýnt hefur verið fram á að hann er viðkvæmur fyrir stöðugu og hærra hitastigi en nú er. Með áframhaldandi losun CO2 þá er líklegt að á næstu öldum muni Grænlandsjökull valda sjávarstöðuhækkun um nokkra metra. Þá er jökulbreiðan á Suðurskautinu ekki tekin með í myndina, en Suðurskautið er einnig að missa massa á auknum hraða.

  • Aðgerð Ísbrú – Grænland 2010

    Með vorinu verður framhaldið “Aðgerð Ísbrú” (e. Operation IceBridge), sem eru mælileiðangrar gerðir úr flugvélum til að mæla hafís og jökulís á Grænlandi, Norðurskautinu og Suðurskautinu. Þessi leiðangur fór fram á Suðurskautinu í haust, sjá frétt síðan í október; Frétt: NASA – Aðgerð Ísbrú. Hér undir er myndband frá NASAexplorer, þar sem sagt er frá Aðgerð Ísbrú. Lýsing NASAexplorer á myndbandinu:

    Leiðangurinn Aðgerð Ísbrú, stærsta athugun gerð úr lofti til að skoða ís á pólunum, byrjaði sitt annað ár af rannsóknum þegar flugvél NASA kom til Grænlands þann 22. mars 2010.

    Sjá nánar á heimasíðu Aðgerð Ísbrú:
    http://www.nasa.gov/mission_pages/icebridge

    Einnig er hægt að fylgjast með Aðgerð Ísbrú á Twitter eða bloggi:
    http://twitter.com/IceBridge

    http://blogs.nasa.gov/cm/blog/icebridge/

  • Við minni virkni sólar

    Í nýrri grein sem birtist í Geophysical Research Letters er velt upp þeirri spurningu hvaða áhrif það myndi hafa á loftslag ef sólin færi yfir í tímabil lítillar virkni, líkt og gerði á sautjándu öld og hafði áhrif til kólnunar (ásamt öðrum þáttum) á svokallaðri Litlu Ísöld. Samkvæmt höfundum þá hefði sambærilegt skeið á næstu áratugum og öld, væg áhrif til mótvægis við hlýnun jarðar.

    Virkni sólar hefur farið minnkandi undanfarna áratugi og þó það sé ólíklegt að sólin fari í sambærilega niðursveiflu og á sautjándu öldinni, þá velta höfundar greinarinnar upp þeim möguleika . Höfundar greinarinnar beittu fyrir sér loftslagslíkönum til að skoða áhrif þess ef virknin minnkar enn frekar. Þeir gerðu ráð fyrir því að virkni sólar yrði sambærileg við það sem gerðist á Maunder lágmarkinu, en á því tímabili varð vart við fyrrnefnda kólnun Litlu Ísaldar, sem talið er að hafi byrjað um miðja sautjándu öld (fer eftir skilgreiningu, kólnunin byrjaði t.d. fyrr hér á landi). Útkoman var sú að fyrir árið 2100 yrði hitastig jarðar einungis um 0,3°C lægri þá í samanburði við útreikninga þar sem sólvirknin yrði eins og í dag.

    Niðurstaðan er því sú að sólvirkni sambærileg við Maunder lágmarkið myndi að öllum líkindum aðeins minnka hlýnunina lítillega og að auki að sú minnkun myndi líklega aðeins vara í nokkra áratugi.

    Heimildir og ítarefni

    Greinina sjálfa má finna hér (áskrift): Feulner og Rahmstorf 2010 – On the effect of a new grand minimum of solar activity on the future climate on Earth

    Góða umfjöllun um greinina má finna á heimasíðu Discovery: The Sun Can’t Save Us From Global Warming

    Tengt efni á loftslag.is: