Jarðvegur á stórum svæðum á Suðurhveli Jarðar hefur verið að þorna undanfarna áratugi, á sama tíma og hitastig hefur aukist í Ástralíu, Afríku og Suður Ameríku samkvæmt nýlegri grein í Nature sem fjallar um útgufun hnattrænt.
Samkvæmt rannsókninni þá jókst útgufun frá jarðvegi og plöntum út í andrúmsloftið stöðugt frá 1982-1998, á Suðurhveli Jarðar. Frá árinu 1998 þá hefur útgufun hægt töluvert á sér á mörgum svæðum Suðurhvels við að jarðvegur hefur þornað. Það bendir til þess að vatnshringrás Jarðar sé komið í ákveðið ójafnvægi.
Á sumum þessara svæða, þá hefur hækkandi hitastig einfaldlega fjarlægt allan raka úr jarðveginum. Þar sem andrúmsloftið er orðið heitara, þá er auðveldara fyrir það að halda í sér vatnsgufu og minna fellur sem úrkoma. Sá hluti af vatnsgufunni sem þó fellur aftur á land í formi úrkomu, fellur oftar en ekki á öðrum svæðum og gerir fyrrnefnd svæði óvenju þurr.
Gervihnattamælingar sem mæla raka í jarðvegi hnattrænt, styðja þessa rannsókn. Leitnin er sterkust á Suðurhveli Jarðar, sérstaklega í Suður Ameríku og Ástralíu – hnattrænt séð þá verða þurrkar lengri og alvarlegri.
Heimildir og tengt efni
Greinin birtist í Nature, Jung o.fl. 2010 (ágrip): Recent decline in the global land evapotranspiration trend due to limited moisture supply
Umfjöllun New Scientist um greinina: Water cycle goes bust as the world gets warmer
Tengt efni á loftslag.is
- Þurrkar framtíðar
- 10 vísar hnattrænnar hlýnunar
- Óvenjulegir þurrkar í Ástralíu
- Loftslagsbreytingar gætu haft mikil áhrif í Afríku
Leave a Reply