Nú nýlega birti NOAA skýrslu sína um Norðurskautið, Arctic Report Card. Í skýrslunni eru ýmsar upplýsingar um stöðu loftslags á Norðurheimsskautssvæðinu. Sérstaklega má benda á þá staðreynd að sumarið 2010 var hitastig á Grænlandi það hæsta frá upphafi mælinga. Að auki sló Grænlandsjökull öll þekkt met í massatapi síðasta sumar. Það sést greinilega ef skoðuð eru gervihnattagögn frá GRACE gervihnettinum, sem mælir breytingu í þyngdarafli í kringum jökulbreiðuna (gögn frá Dr John Wahr – í gegnum Skeptical Science).
Mynd 1: Frávik í massa Grænlands miðað við tímabilið frá 2002-2010.
Jökulbreiðan hefur stöðugt verið að tapa massa og hefur massatapið tvöfaldast á þeim átta árum sem þyngdarmælingar hafa farið fram. Þessi hröðun á massatapi hefur verið staðfest með GPS mælingum á landrisi. Gögnin frá GRACE gervihnettinum veita okkur yfirsýn um það hvernig Grænlandsjökull er að tapa massa – þynning jökulsins hefur verið að breiðast út frá suðaustri og upp vesturströnd Grænlands:
Mynd 2: Hraði massataps á Grænlandsjökli milli áranna 2003 og 2007 annars vegar og 2003 og 2007 hins vegar.
Heimildir og ítarefni
Umfjöllunin byggir á færslu á skeptical science: Greenland ice mass loss after the 2010 summer
Arctic Report Card frá NOAA og kaflinn um Grænland: Greenland
Tengt efni á loftslag.is
- Bráðnun Grænlandsjökuls til norðvesturs
- Samhengi hlutanna – Ístap Grænlandsjökuls
- Spurt og svarað um sjávarstöðubreytingar
- Sveiflur í bráðnun Grænlandsjökuls
- Minni bráðnun jökulbreiðanna
Leave a Reply