Norðurslóðadagurinn verður haldinn í Norræna húsinu í Reykjavík miðvikudaginn 10. nóvember frá 09:00 – 16:00 og er opinn öllum.
Fyrirlesarar koma úr ýmsum faggreinum en það er Stofnun Vilhjálms Stefánssonar sem heldur ráðstefnuna og yfirskriftin er Breytingar á norðurslóðum: vöktun náttúru og samfélags.
Fluttir verða sjö fyrirlestrar og síðan verða pallborðsumræður um stöðu rannsókna, vöktunar og alþjóðlegrar samvinnu á norðurslóðum. Mörg veggspjöld verða til sýnis og kynningarefni liggur frammi.
Deginum lýkur með minningarfyrirlestri Vilhjálms Stefánssonar. Að þessu sinni flytur Þóra Ellen Þórhallsdóttir prófessor við Háskóla Íslands fyrirlesturinn og nefnir hann „
Vísindamaðurinn í náttúrunni og náttúra vísindarannsókna: Um hlutverk og samfélagslegar skyldur vísindamanna“
.
Sjá dagskrá Norðurslóðadagsins (pdf 0,1 mb).
Leave a Reply