Skjól fjallgarða

Fjölbreytileiki fjallgarða Jarðar, gæti veitt skjól fyrir ýmsar tegundir dýra sem annars væru í hættu vegna loftslagsbreytinga, samkvæmt nýrri rannsókn.

Notaðar voru innrauðar ljósmyndir og nemar sem greina hitastig jarðvegs,  í Svissnesku Ölpunum. Í ljós kom að halli hlíða og grófleiki þeirra í alpalandslaginu gera lífsskilyrði fjölbreytileg á tiltölulega afmörkuðum svæðum og búa þar með til griðarsvæði eða skjól fyrir ýmsar tegundir lífvera.

Með því að nota tölvulíkön þá komust greinarhöfundar að því að, tveggja gráðu hækkun hitastigs í Ölpunum, gerir það að verkum að einungis þrjú prósent af Alpalandslaginu verður ónothæft fyrir lífverur svæðisins – sem er mun minna en fyrirfram var búist við.

Loftslag í Ölpunum er mjög breytilegt og hin ýmsu míkróloftslög sem þar eru, gera það að verkum að tegundir lífvera á svæðinu þurfa yfirleitt ekki að ferðast langa leið til að finna sér nýtt svæði þar sem loftslag er nálægt kjöraðstæðum þeirra.

Heimildir og ítarefni

Greinin er eftir Scherrer og Körner (2010) og birtist  í Journal of Biogeography: Topographically controlled thermal-habitat differentiation buffers alpine plant diversity against climate warming

Tengt efni á loftslag.is

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál