Ný afstaðið fellibyljatímabil – spár og niðurstöður

Fjöldi fellibylja á ný afstöðnu fellibyljatímabili í Atlantshafi var yfir meðaltali og var það í samræmi við spá NOAA um fjölda fellibylja þetta árið. Á myndinni hér undir, má sjá hvernig tímabilið í ár er í samanburði við fjölda fellibylja í meðalári og einnig við spár síðan í vor.

Þrátt fyrir þennan fjölda fellibylja þá voru fellibylir ekki mikið í fréttum þetta árið, enda fáir sem náðu landi svo verulegt tjón hlytist af og þar að auki fáir í Bandaríkjunum . Þetta árið voru 19 nafngreindir stormar (10 í meðalári), þar af 11 fellibylir (5 í meðalári), sem þar af voru 5 stórir fellibylir (2 í meðalári). Eins og sést á myndinni varð fjöldi fellibyljar í ár í samræmi við spár NOAA þetta árið.

Spárnar voru gerðar út frá ýmsum þáttum sem endurspegla ástand í Atlantshafinu sem getur leitt til meiri fellibyljavirkni þar. Þessar væntingar voru byggðar á spám varðandi þrjá þætti loftslags á svæðinu, sem hafa stuðlað að aukinni tíðni fellibylja í sögulegu samhengi. Þessir þrír þættir voru: 1) hitabeltis fjöl-áratuga merkið (e. tropical multi-decadal signal), sem hefur verið áhrifavaldur á tímabilum með mörgum fellibyljum, 2) óvenjulega hátt hitastig sjávar í Atlantshafinu við hitabeltið og í Karíbahafinu og 3) annað hvort ENSO-hlutlaust eða La Nina áhrif í Kyrrahafinu, með meiri líkum á La Nina áhrifum.

Ítarefni:

Tengt efni af loftslag.is:

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.