Endurbirting
Í þessu stutta myndbandi er farið yfir stórtölvutækni NASA, á miðstöð NASA fyrir loftslagslíkön (e. NASA Center for Climate Simulation (NCCS)). NCCS hefur getu til að keyra mjög flókin líkön sem m.a. hjálpa vísindamönnum við að fá betri skilning á loftslagi Jarðar. Í myndbandinu er stutt kynning á NCCS og farið er á bak við tjöldin í heim loftslagslíkana. Með notkun stórtölva við vinnslu gagna sem fengin eru m.a. með gervihnattamælingum, eru þessi líkön t.d. notuð við gerð veðurspáa og við að skoða þá þætti sem eru á bak við loftslagbreytingar.
Til að fræðast nánar um NCCS er hægt að fara á slóðina hér; http://www.nasa.gov/topics/earth/features/climate-sim-center.html
Tengt efni á loftslag.is:
- NASA | Heitasta 12 mánaða tímabilið
- NASA | Augu Hnatt Hauksins fyrir Vísindin
- Tölvubúnaður NASA
- Að mæla hita jarðar
- Sveiflur í vatnsgufu í heiðhvolfinu
Leave a Reply