Í þessu myndbandi sem er frá einskonar áheyrnarfundi í bandaríska þinginu reynir Dana Rohrbacher að slá vísindamanninn Dr. Richard Alley út af laginu með ýmsum fullyrðingum og spurningum sem Dr. Alley fær ekki alltaf að svara fyrir yfirlæti Rohrbacher. Fróðlegt að sjá hvernig þetta fer fram þarna, það virðast ekki vera gerðar jafn miklar kröfur til spyrjenda og þeirra sem eiga að svara spurningunum, fyrir utan svo að ætla að ræða málin á þeim nótum að fólk fái 15 sekúndur til að svara yfirgripsmiklum spurningum.
Dana Rohrbacher er þingmaður fyrir repúblíkanaflokkinn og vill gjarnan verða formaður nefndar um tækni og vísindi á bandaríska þinginu.
Dr. Richard Alley er virtur vísindamaður frá Penn State háskólanum og sérfræðingur í fornloftslagi.
Tengt efni á loftslag.is:
- Fyrirlestur Dr. Richard Alley – CO2 – áhrifamesti stjórntakkinn
- Orsakir fyrri loftslagsbreytinga
- Mýta – Aðrar reikistjörnur í sólkerfinu eru að hlýna
- Jörðin er kolefnissvelt – Umfjöllun um mýtu
- Mýta – Styrkur CO2 var hærri til forna
- Mýta – Aukning CO2 í andrúmsloftinu er góð
- 10 vísar um þátt manna í hnattrænni hlýnun
Leave a Reply