Vitnisburður vísindamanna

Alltaf gaman að fylgjast með Dr. Alley að störfum

Í þessu öðru myndbandi frá áheyrnarfundi í bandaríska þinginu svara loftslagsvísindamennirnir Dr. Richard Alley og Dr. Ben Santer ýmsum spurningum um loftslagsbreytingar, fyrra myndbandið má sjá hér. Fróðlegt er að sjá hvernig þetta fer fram þarna í BNA. Það virðist ekki alltaf vera auðvelt að svara flóknum spurningum á stuttum tíma og á sama tíma reynir spyrjandinn jafnvel að láta ljós sitt skína. En persónulega finnst mér vísindamennirnir skila þessu vel þrátt fyrir umgjörðina. Spurning hvort það væri ekki betra að lesa sig í gegnum eitthvað af þeim skýrslum sem til eru, í stað þess að hafa einskonar morfís keppni til að finna “sigurvegara” þar sem takmarkaður tími og aðrar takmarkanir eru settar varðandi möguleikann til að svara að viti. En jæja, þeir félagar (Alley og Santer) standa sig allavega með ágætum í þessum myndbandsbúti.

Dr. Richard Alley og Dr. Ben Santer eru báðir virtir loftslagsvísindamenn.

Tengt efni á loftslag.is:

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.