Stöðuvötn hitna

Undanfarin aldarfjórðung hafa stöðuvötn Jarðar hitnað í takt við hinar hnattrænu loftslagsbreytingar, samkvæmt rannsókn vísindamanna NASA.

Notuð voru gervihnattagögn og yfirborðshiti 167 stöðuvatna víðs vegar um heim mældur. Samkvæmt þessari rannsókn hafa vötnin verið að hitna um 0,45°C að meðaltali á áratug, en sum vötnin hafa verið að hitna um allt að 1,0°C á áratug. Hitaleitnin er hnattræn og mest er hækkunin á mið og hærri breiddargráðum norðurhvels Jarðar.

Hiti var mældur að sumri til (júlí-september á norðurhveli og janúar-mars á suðurhveli) en það var gert vegna erfiðleika við gagnaöflunar þegar stöðuvötnin eru hulin ís eða þokubakkar liggja yfir þeim. Notuð voru stöðuvötn sem voru oftast nær yfir 500 ferkílómetrar að flatarmáli eða stærri – eða vötn sem hafa sérstakt vísindalegt gildi.

Þessar niðurstöður bætast við sívaxandi gagnamagn þar sem skoðuð eru áhrif loftslagsbreytinga hnattrænt, en sérstaklega er þetta áhugaverð rannsókn fyrir þá sem rannsaka vistkerfi stöðuvatna en þau vistkerfi eru viðkvæm og geta breyst við litla breytingu í vatnshita. Sem dæmi getur lítil breyting í vatnshita orðið til þess að eitraðir þörungar blómstra eða að nýjar lífverur fara að breiða úr sér, sem getur rofið fæðukeðju vatnanna.

Heimildir og ítarefni

Greinin er eftir Schneider og Hook 2010 (ágrip):  Space observations of inland water bodies show rapid surface warming since 1985

Umfjöllun Science Daily um greinina má lesa hér: Earth’s Lakes Are Warming, NASA Study Finds

Tengt efni á loftslag.is

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál