Wikileaks og loftslagsmál

Nú er varla talað um annað en leka ýmissa skjala, yfir á wikileaks. Þau skjöl virðast ná til ýmissa mála og höfum við á loftslag.is rekist á nokkrar umfjallanir um loftslagsmál í tengslum við þau.

Mostafa Jafari

Þar er meðal annars fjallað um það hvernig bandarískir embættismenn reyndu (og tókst kannski) að koma í veg fyrir að Mostafa Jafari yrði meðstjórnandi í einum vinnuhóp IPCC, en Jafari er Íranskur vísindamaður. Hinn meðstjórnandinn var Bandaríski vísindamaðurinn Christopher Field. Í skjalinu stendur (lauslega þýtt):

Meðstjórnendur frá Bandaríkjunum og Íran, mun valda vandamálum og hugsanlega vera á skjön við stefnu Bandaríkjanna gagnvart Íran

Svo virðist sem náin samskipti og ferðalag Bandaríkjamanns og Írans í fjögur ár, hafi ekki hentað Bandarískum ráðamönnum.

Yfirlýsing hefur komið frá Pachauri hjá IPCC um að hann hafi ekki látið að kröfum Bandaríkjamanna, þrátt fyrir að Argentínskur vísindamaður hafi verið valinn í hans stað. Það hefði í fyrsta lagi ekki verið í hans verkahring, auk þess sem vonlaust væri að ná slíku í gegn.

Heimildir og ítarefni

Wikileaks – Secret US Embassy Cables

The Great Beyond: Wikileaks cables suggest US blocked Iranian scientist from UN climate panel chair

The Guardian:  US embassy cables: US lobbied Rajendra Pachauri to help them block appointment of Iranian scientistWikiLeaks cables reveal how US manipulated climate accordWikiLeaks cables: US pressured UN climate chief to bar Iranian from job

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál