Nóvember s.l. var hlýjasti nóvembermánuður frá upphafi mælinga samkvæmt tölum frá NASA GISS. Einnig var tímabilið desember 2009 til nóvember 2010 það hlýjasta samkvæmt sömu tölum, sjá myndina hér undir.
Hér undir má svo sjá hvernig hitafrávikin á heimsvísu voru fyrir mánuðinn. Þrátt fyrir kulda, m.a. í hluta Evrópu, þá mælist hitastigið í hæstu hæðum, en eins og sjá má er hitastig nokkuð hátt í norðurhluta Asíu svo og í Alaska og Kanada í mánuðinum og hefur það haft áhrif á niðurstöðuna.
Það er því enn opið fyrir að árið endi sem það hlýjast síðan mælingar hófust, samkvæmt NASA, sjá vangaveltur varðandi þann möguleika í gestapistli eftir Halldór Björnsson, Og árið verður…
Heimildir:
- Warmest November on Record, NASA Data Shows
- http://data.giss.nasa.gov/gistemp/tabledata/GLB.Ts+dSST.txt
Tengt efni á loftslag.is:
- Hitastig á heimsvísu í október og þróun fyrir árið 2010
- Og árið verður…
- Enn mælist hitastig í heiminum í hæstu hæðum
- NASA | Heitasta 12 mánaða tímabilið
- Hitastig árið 2009
- Tag – Mánaðargögn
- Tag – Hitastig
Kaldasti desember í sögu veðurmælinga á Bretlandi
http://www.dailymail.co.uk/news/article-1339149/Big-freeze-Temperatures-plummet-10C-bringing-travel-chaos-Britain.html
Takk fyrir þennan fróðleik Fannar, þetta minnir nú svolítið á kuldakastið sem var í Skandinavíu fyrir ári síðan og var mikið rætt um þá, en núna erum við hér um ári síðar og gætum næstum því endurtekið þá færslu, sjá hér, Kuldatíð og hnattræn hlýnun.
Einnig er ráð að benda á þessa mýtu, sem kemur upp reglulega eins og t.d. núna, Mýta – Það er kalt á Klonke Dinke og því er engin hnattræn hlýnun.
Eins og sjá má m.a. á hitastiginu í nóvember, þá er Norður-Evrópa alls ekki lýsandi fyrir hitastig á heimsvísu (það var kalt í Skandinavíu og hluta Norður-Evrópu í nóvember). Þannig að hitastig á Bretlandi getur væntanlega seint talist lýsandi fyrir meðalhita á heimsvísu, þó svo miklir kuldar þar geti þó haft smávægileg áhrif á heildarniðurstöðuna.
Ég er persónulega forvitin að vita hvernig desember mun koma út, enda höfum við heyrt mikið um kuldatíð og snjókomu í mánuðinum, en hvort að meðalhitastig á Jörðinni fyrir mánuðinn verður lágt er stóra spurningin..? Það verður spennandi að vita, þegar tölurnar koma í hús í janúar.