Vefþættir um loftslagsmál

Undanfarnar vikur hafa birst á netinu mjög áhugaverðir vefþættir um loftslag – The Climate Show. Þetta eru langir þættir þar sem fjallað er um loftslagsmál á nokkuð víðum grunni, þ.e. farið í fréttir, vísindi, lausnir og stjórnmál. Nú eru komnir nokkrir þættir og eru þeir nokkuð langir eða tæpur klukkutími til einn og hálfur tími hvor.

Því er um að gera fyrir ykkur sem hafið brennandi áhuga á loftslagsmálum, tíma og skiljið enska tungu að horfa á þessa þætti í jólafríinu.  Njótið vel:

Athugasemdir

ummæli

Tags:

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál